Tröll herja á fórnarlömb skotárásarinnar í Vegas Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2017 20:00 Maður kveikir á kerti við minnisvarða fórnarlambanna í Las Vegas. Vísir/AFP Fólk sem lifði af mannskæðustu skotárás nútímasögu Bandaríkjanna í Las Vegas í byrjun mánaðarins, situr nú undir hótunum nettrölla sem halda að fjöldamorðið hafi ekki gerst í alvörunni. Fjölskyldur fólks sem dó í árásinni hafa einnig orðið fyrir árásum. Umrædd tröll virðast halda að fórnarlömbin séu eingöngu leikarar sem yfirvöld hafi ráðið til að láta líta út fyrir að árás hefði verið gerð. Þannig væri hægt að herða reglur varðandi byssueign í Bandaríkjunum. Eftirlifendunum og fólki sem særðist hefur jafnvel verið hótað dauða. Stephen Paddock myrti 58 manns og særði hundruðir í Las Vegas þann 1. október þegar hann skaut úr glugga hótelherbergis síns á 23. hæð á tónlistarhátíðargesti hinu megin við götuna. Sjá einnig: Hömlulaust ofbeldi í borgr syndanna Einn þeirra er Kanadabúinn Braden Matejka. Hann fékk skot í hnakkann en lifði það af og var kominn á fætur nokkrum dögum síðar. Hann hefur þurft að loka öllum samfélagsmiðlum sínum og myndir af honum hafa verið í dreifingu á milli tröllanna. Braden ræddi við blaðamann AP fréttaveitunnar nokkrum dögum eftir árásina. Braden þjáist þó af miklum bólgum í höfðinu, blæðingum og skertri sjón í kjölfar þess að hafa fengið skotið í hnakkan. Stofnuð var hópfjáröflunarsíða til að hjálpa til við greiðslu kostnaðar vegna læknismeðferðar. Það tók ekki langa stund þar til tröllin voru mætt. Þau fóru að skrifa á söfnunarsíðuna að Braden væri hræðileg manneskja fyrir að vera að nýta sér þetta samsæri til að græða peninga og jafnvel hóta honum lífláti. „Þú ert lyginn drullusokkur og ég vonast til þess að einhver skjóti þig raunverulega í höfuðið,“ skrifaði einn á Facebooksíðu hans. „Sál þín er ógeðsleg og myrk. Þú munt borga fyrir þetta,“ skrifaði annar. Á endanum lokaði Braden samfélagsmiðlum sínum, en tröllin tóku því eingöngu sem staðfestingu á því að þau hefðu rétt fyrir sér. Mætt með reiði og hatri Bróðir Matejka, Taylor, ræddi við blaðamann Guardian í síðustu viku og sýndi honum skjáskot af skilaboðum sem bæði Braden og fjölskyldumeðlimum hans hafa borist. Hann hefur jafnvel verið sakaður um að hafa skipulagt hið meinta samsæri. „Hér erum við að tala um fjölskyldur sem eru líklega að eiga við það erfiðasta sem þær munu eiga við. Þeim er mætt með reiði og hatri og ráðist er á þær á netinu fyrir að eiga að vera aðilar að einhverju samsæri,“ sagði Taylor við Guardian. „Þetta er brjálæði. Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta fólk hugsar. Veit það að við erum raunverulegar manneskjur.“ Í fréttinni kemur einnig fram að aðrir sem lifðu árásina af og fjölskyldur fólks sem dó hafi einnig orðið fyrir fjölmörgum árásum. Rob McIntosh, sem fékk skot í hendina og bringuna, segist vera mjög reiður yfir árásunum. „Maður er þegar búinn að fara í gegnum mikið áfall og hræðilega lífsreynslu og svo er einhver að ráðast á heiðarleika þinn. Maður fær ekki einu sinni færi á því að svara fyrir sig.“ Hefur barist gegn tröllum í fimm ár Lenny Pozner hefur varið fimm árum í að berjast gegn umræddum nettröllum sem hafa herjað á hann eftir að sex ára sonur hans var skotinn til bana í Sandy Hook fjöldamorðinu. Því hefur verið haldið fram að Noah Pozner hafi aldrei verið til og að Lenny sé leikari sem hafi fengið greitt fyrir að þykjast hafa misst ímyndaðan son sinn. Á fimm árum hefur Pozner ítrekað fengið hótanir. Honum hefur verið hótað dauða og að meðal annars að réttast væri að drekkja honum í kúk. Pozner ræddi við Anderson Cooper hjá CNN í desember í fyrra eftir að kona sem hafði hótað honum var ákærð. Konan sem var ákærð er frá Flórída. Hún heitir Lucy Richards og er 57 ára gömul. Nú í sumar játaði hún að hafa hótað Pozner og var dæmd í fimm mánaða fangelsi og þar að auki fimm mánaða stofufangelsi. Dómnum fylgdi einnig fimm ára skilorð og má hún ekki heimsækja síður á netinu þar sem samsæriskenningum er dreift. Hún hafði hringt í Pozner eftir að hafa lesið um hið meinta samsæri í Sandy Hook á netinu og skildi eftir fjögur skilaboð á símsvara hans. Lögmaður hennar sagði einnig eftir réttarhöldin að hann hefði fengið fjölda símtala frá gervöllum Bandaríkjunum þar sem fólk reyndi að útskýra fyrir honum að Sandy Hook fjöldamorðið hefði verið samsæri. Samfélagsmiðlar auka áhrifin Samsæriskenningar sem þessar eru ekki nýjar af nálinni. Hins vegar hafa samfélagsmiðlar og myndbandaveitur aukið áhrif þeirra og dreifingu. Þar að auki gera þeir hinum svokölluðu tröllum auðveldara að finna fórnarlömb sín og áreita þau. Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira
Fólk sem lifði af mannskæðustu skotárás nútímasögu Bandaríkjanna í Las Vegas í byrjun mánaðarins, situr nú undir hótunum nettrölla sem halda að fjöldamorðið hafi ekki gerst í alvörunni. Fjölskyldur fólks sem dó í árásinni hafa einnig orðið fyrir árásum. Umrædd tröll virðast halda að fórnarlömbin séu eingöngu leikarar sem yfirvöld hafi ráðið til að láta líta út fyrir að árás hefði verið gerð. Þannig væri hægt að herða reglur varðandi byssueign í Bandaríkjunum. Eftirlifendunum og fólki sem særðist hefur jafnvel verið hótað dauða. Stephen Paddock myrti 58 manns og særði hundruðir í Las Vegas þann 1. október þegar hann skaut úr glugga hótelherbergis síns á 23. hæð á tónlistarhátíðargesti hinu megin við götuna. Sjá einnig: Hömlulaust ofbeldi í borgr syndanna Einn þeirra er Kanadabúinn Braden Matejka. Hann fékk skot í hnakkann en lifði það af og var kominn á fætur nokkrum dögum síðar. Hann hefur þurft að loka öllum samfélagsmiðlum sínum og myndir af honum hafa verið í dreifingu á milli tröllanna. Braden ræddi við blaðamann AP fréttaveitunnar nokkrum dögum eftir árásina. Braden þjáist þó af miklum bólgum í höfðinu, blæðingum og skertri sjón í kjölfar þess að hafa fengið skotið í hnakkan. Stofnuð var hópfjáröflunarsíða til að hjálpa til við greiðslu kostnaðar vegna læknismeðferðar. Það tók ekki langa stund þar til tröllin voru mætt. Þau fóru að skrifa á söfnunarsíðuna að Braden væri hræðileg manneskja fyrir að vera að nýta sér þetta samsæri til að græða peninga og jafnvel hóta honum lífláti. „Þú ert lyginn drullusokkur og ég vonast til þess að einhver skjóti þig raunverulega í höfuðið,“ skrifaði einn á Facebooksíðu hans. „Sál þín er ógeðsleg og myrk. Þú munt borga fyrir þetta,“ skrifaði annar. Á endanum lokaði Braden samfélagsmiðlum sínum, en tröllin tóku því eingöngu sem staðfestingu á því að þau hefðu rétt fyrir sér. Mætt með reiði og hatri Bróðir Matejka, Taylor, ræddi við blaðamann Guardian í síðustu viku og sýndi honum skjáskot af skilaboðum sem bæði Braden og fjölskyldumeðlimum hans hafa borist. Hann hefur jafnvel verið sakaður um að hafa skipulagt hið meinta samsæri. „Hér erum við að tala um fjölskyldur sem eru líklega að eiga við það erfiðasta sem þær munu eiga við. Þeim er mætt með reiði og hatri og ráðist er á þær á netinu fyrir að eiga að vera aðilar að einhverju samsæri,“ sagði Taylor við Guardian. „Þetta er brjálæði. Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta fólk hugsar. Veit það að við erum raunverulegar manneskjur.“ Í fréttinni kemur einnig fram að aðrir sem lifðu árásina af og fjölskyldur fólks sem dó hafi einnig orðið fyrir fjölmörgum árásum. Rob McIntosh, sem fékk skot í hendina og bringuna, segist vera mjög reiður yfir árásunum. „Maður er þegar búinn að fara í gegnum mikið áfall og hræðilega lífsreynslu og svo er einhver að ráðast á heiðarleika þinn. Maður fær ekki einu sinni færi á því að svara fyrir sig.“ Hefur barist gegn tröllum í fimm ár Lenny Pozner hefur varið fimm árum í að berjast gegn umræddum nettröllum sem hafa herjað á hann eftir að sex ára sonur hans var skotinn til bana í Sandy Hook fjöldamorðinu. Því hefur verið haldið fram að Noah Pozner hafi aldrei verið til og að Lenny sé leikari sem hafi fengið greitt fyrir að þykjast hafa misst ímyndaðan son sinn. Á fimm árum hefur Pozner ítrekað fengið hótanir. Honum hefur verið hótað dauða og að meðal annars að réttast væri að drekkja honum í kúk. Pozner ræddi við Anderson Cooper hjá CNN í desember í fyrra eftir að kona sem hafði hótað honum var ákærð. Konan sem var ákærð er frá Flórída. Hún heitir Lucy Richards og er 57 ára gömul. Nú í sumar játaði hún að hafa hótað Pozner og var dæmd í fimm mánaða fangelsi og þar að auki fimm mánaða stofufangelsi. Dómnum fylgdi einnig fimm ára skilorð og má hún ekki heimsækja síður á netinu þar sem samsæriskenningum er dreift. Hún hafði hringt í Pozner eftir að hafa lesið um hið meinta samsæri í Sandy Hook á netinu og skildi eftir fjögur skilaboð á símsvara hans. Lögmaður hennar sagði einnig eftir réttarhöldin að hann hefði fengið fjölda símtala frá gervöllum Bandaríkjunum þar sem fólk reyndi að útskýra fyrir honum að Sandy Hook fjöldamorðið hefði verið samsæri. Samfélagsmiðlar auka áhrifin Samsæriskenningar sem þessar eru ekki nýjar af nálinni. Hins vegar hafa samfélagsmiðlar og myndbandaveitur aukið áhrif þeirra og dreifingu. Þar að auki gera þeir hinum svokölluðu tröllum auðveldara að finna fórnarlömb sín og áreita þau.
Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira