Faðir Kim Jong-un, Kim Jong-il, hemsótti verksmiðjuna fyrir 14 árum þegar hann gegndi enn embætti leiðtoga Norður-Kóreu. Verksmiðjan gekk nýlega í gegnum miklar endurbætur og virti Kim Jong-il herlegheitin fyrir sér ásamt eiginkonu sinni, Ri Sol-ju, og helstu ráðgjöfum.
Andrúmsloft á Kóreuskaga er eldfimt um þessar mundir vegna tíðra eldflauga- og kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu-manna. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna James Mattis lýsti því yfir á sunnudag að ekki kæmi til greina að bandaríska ríkisstjórnin samþykkti kjarnorkuvæðingu Norður-Kóreu.
Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir af leiðtoganum virða fyrir sér snyrtivörurnar, sem hann sagði í „heimsklassa.“
![](https://www.visir.is/i/35DF599A8FD06DA0D36A5410B3296151366E17C1A6C9BEB6897BED293F0D5A7A_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/14771A5C4E893DB3D0E557EE9152FA12B23A643D2462FBCD6B86655A903AFBEA_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/023BEA359DBC7FAA5CB574C0061F2F0BC76AF288CA417C69CE080374452293DD_713x0.jpg)