Matvöruverslunin Víðir til sölu Hörður Ægisson skrifar 11. október 2017 08:00 Fyrsta verslun Víðis var opnuð í Skeifunni 2011. Vísir/Ernir Eigendur matvöruverslunarinnar Víðis, sem rekur fimm verslanir á höfuðborgarsvæðinu, leita nú að fjárfestum til að kaupa allt hlutafé félagsins. Þannig hafa forsvarsmenn Víðis að undanförnu sett sig í samband við mögulega fjárfesta í því skyni að kanna áhuga þeirra á að gera tilboð í verslunina, samkvæmt heimildum Markaðarins. Víðir er í eigu Eiríks Sigurðarsonar kaupmanns og eiginkonu hans, Helgu Gísladóttur, en þau opnuðu fyrstu Víðisverslunina árið 2011 í Skeifunni. Í dag starfrækir Víðir einnig verslanir við Hringbraut í Vesturbæ, Ingólfsstræti, Borgartúni og á Garðatorgi í Garðabæ. Eiríkur hefur oft verið kenndur við 10-11, sem hann stofnaði á sínum tíma, en hann seldi síðar verslanakeðjuna til Haga. Rekstur Víðis hefur gengið erfiðlega á undanförnum árum. Eftir tæplega 13 milljóna króna tap á rekstrinum árið 2015 skilaði verslunin hins vegar um 49 milljóna hagnaði í fyrra. Afkoma Víðis fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam þá 112 milljónum borið saman við 16 milljónir á árinu 2015. Heildarvelta Víðis var 2.270 milljónir í fyrra og dróst lítillega saman á milli ára. Heildareignir Víðis voru um 680 milljónir í árslok 2016 en eigið fé félagsins aðeins um 70 milljónir. Eiginfjárhlutfall Víðis er því um tíu prósent. Heildarskuldir verslunarinnar eru rúmlega 600 milljónir og þar á meðal er um 200 milljónabankaskuld. Matvöruverslunin, rétt eins og aðrar verslanir á dagvörumarkaði, hefur ekki farið varhluta af innkomu Costco á markað hérlendis sem hefur endurspeglast í lakari afkomu af rekstri verslunarinnar á undanförnum mánuðum, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Þannig hefur hlutabréfaverð Haga, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Bónuss og Hagkaups, lækkað í verði um ríflega 30 prósent frá opnun Costco og hefur félagið í tvígang sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram hefur komið að sölusamdráttur hafi orðið í júní og júlí og vísað til þess að breytt samkeppnisumhverfi hafi haft áhrif á rekstur og markaðsstöðu félagsins. Gert er ráð fyrir því að EBITDA Haga verði um 20 prósentum lægri á öðrum fjórðungi rekstrarársins en á sama tíma fyrir ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Eigendur matvöruverslunarinnar Víðis, sem rekur fimm verslanir á höfuðborgarsvæðinu, leita nú að fjárfestum til að kaupa allt hlutafé félagsins. Þannig hafa forsvarsmenn Víðis að undanförnu sett sig í samband við mögulega fjárfesta í því skyni að kanna áhuga þeirra á að gera tilboð í verslunina, samkvæmt heimildum Markaðarins. Víðir er í eigu Eiríks Sigurðarsonar kaupmanns og eiginkonu hans, Helgu Gísladóttur, en þau opnuðu fyrstu Víðisverslunina árið 2011 í Skeifunni. Í dag starfrækir Víðir einnig verslanir við Hringbraut í Vesturbæ, Ingólfsstræti, Borgartúni og á Garðatorgi í Garðabæ. Eiríkur hefur oft verið kenndur við 10-11, sem hann stofnaði á sínum tíma, en hann seldi síðar verslanakeðjuna til Haga. Rekstur Víðis hefur gengið erfiðlega á undanförnum árum. Eftir tæplega 13 milljóna króna tap á rekstrinum árið 2015 skilaði verslunin hins vegar um 49 milljóna hagnaði í fyrra. Afkoma Víðis fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam þá 112 milljónum borið saman við 16 milljónir á árinu 2015. Heildarvelta Víðis var 2.270 milljónir í fyrra og dróst lítillega saman á milli ára. Heildareignir Víðis voru um 680 milljónir í árslok 2016 en eigið fé félagsins aðeins um 70 milljónir. Eiginfjárhlutfall Víðis er því um tíu prósent. Heildarskuldir verslunarinnar eru rúmlega 600 milljónir og þar á meðal er um 200 milljónabankaskuld. Matvöruverslunin, rétt eins og aðrar verslanir á dagvörumarkaði, hefur ekki farið varhluta af innkomu Costco á markað hérlendis sem hefur endurspeglast í lakari afkomu af rekstri verslunarinnar á undanförnum mánuðum, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Þannig hefur hlutabréfaverð Haga, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Bónuss og Hagkaups, lækkað í verði um ríflega 30 prósent frá opnun Costco og hefur félagið í tvígang sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram hefur komið að sölusamdráttur hafi orðið í júní og júlí og vísað til þess að breytt samkeppnisumhverfi hafi haft áhrif á rekstur og markaðsstöðu félagsins. Gert er ráð fyrir því að EBITDA Haga verði um 20 prósentum lægri á öðrum fjórðungi rekstrarársins en á sama tíma fyrir ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira