Segir mikilvægt að flokkurinn byggi á málefnum en ekki mönnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. október 2017 19:02 Benedikt Jóhannesson segir málefni flokksins ofar öllu. Vísir/Eyþór „Auðvitað er þetta erfið ákvörðun fyrir mig en ég tel að hún sé sú rétta,“ segir Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar sem tilkynnti þingflokknum í morgun að hann hygðist stíga til hliðar sem formaður. Hann ætlar að öðru leyti að halda sínu striki og býður sig fram í Norðausturkjördæmi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra tekur við af Benedikt og leiðir flokkinn í komandi þingkosningum. Í samtali við Vísi segist Benedikt hafa tekið þessa ákvörðun með fjölskyldu sinni í gærkvöldi. Spurður hvers vegna hann hafi komist að þessari niðurstöðu svarar Benedikt að hún hafi verið tekin fyrir kjósendur og flokkinn. „Það er vegna þess að ég tel að það sé mjög mikilvægt fyrir þjóðina að þessi sjónarmið sem Viðreisn stendur fyrir - þau faglegu vinnubrögð, þau sjónarmið um um gagnsæi, ábyrgð og frjálslyndi - hafi sína fulltrúa á alþingi,“ segir Benedikt segir auk þess brýnt að flokkurinn byggi fyrst og fremst á málefnum: „Ég held að það skipti svo miklu miklu máli fyrir þjóðina að það sé flokkur sem byggir á málefnum en ekki einhverjum mönnum, byggir á þjóðarhag en ekki einhverjum popúlisma, byggir á alþjóðahyggju en ekki einangrunarstefnu.“ Benedikt tekur mið af löku gengi í skoðanakönnunum undanfarið þegar hann tekur ákvörðun sína. „Ég verð auðvitað að hugsa hvernig er hægt að breyta því og ég taldi að í ljósi aðstæðna væri rétt að ég viki til hliðar,“ segir Benedikt.Byggir þú þessa ákvörðun einvörðungu á löku gengi í könnunum?„Já, það er auðvitað það sem er alveg óásættanlegt og áhrif koma frá kjósendum. Við verðum að ná árangri á kjördag og ég er sannfærður um það að með nýjum formanni munum við ná þeim árangri sem flokkurinn og hans hugsjónir eiga skilið.“ Spurður hvort kjósendur eigi von á áherslubreytingu undir forystu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, svarar Benedikt neitandi. „Ég á nú ekki von á því nei, ég held að við höfum verið mjög samstíga við Þorgerður og reyndar við öll í þingflokknum.“Benedikt skrifaði langan pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann gerir grein fyrir ákvörðun sinni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Benedikt skammaður af ósáttum flokksfélögum í Viðreisn Veruleg óánægja og reiði er meðal Viðreisnarfólks með frammistöðu og ummæli Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, í Forystusætinu á RÚV á mánudagskvöld. 11. október 2017 06:00 Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36 Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
„Auðvitað er þetta erfið ákvörðun fyrir mig en ég tel að hún sé sú rétta,“ segir Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar sem tilkynnti þingflokknum í morgun að hann hygðist stíga til hliðar sem formaður. Hann ætlar að öðru leyti að halda sínu striki og býður sig fram í Norðausturkjördæmi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra tekur við af Benedikt og leiðir flokkinn í komandi þingkosningum. Í samtali við Vísi segist Benedikt hafa tekið þessa ákvörðun með fjölskyldu sinni í gærkvöldi. Spurður hvers vegna hann hafi komist að þessari niðurstöðu svarar Benedikt að hún hafi verið tekin fyrir kjósendur og flokkinn. „Það er vegna þess að ég tel að það sé mjög mikilvægt fyrir þjóðina að þessi sjónarmið sem Viðreisn stendur fyrir - þau faglegu vinnubrögð, þau sjónarmið um um gagnsæi, ábyrgð og frjálslyndi - hafi sína fulltrúa á alþingi,“ segir Benedikt segir auk þess brýnt að flokkurinn byggi fyrst og fremst á málefnum: „Ég held að það skipti svo miklu miklu máli fyrir þjóðina að það sé flokkur sem byggir á málefnum en ekki einhverjum mönnum, byggir á þjóðarhag en ekki einhverjum popúlisma, byggir á alþjóðahyggju en ekki einangrunarstefnu.“ Benedikt tekur mið af löku gengi í skoðanakönnunum undanfarið þegar hann tekur ákvörðun sína. „Ég verð auðvitað að hugsa hvernig er hægt að breyta því og ég taldi að í ljósi aðstæðna væri rétt að ég viki til hliðar,“ segir Benedikt.Byggir þú þessa ákvörðun einvörðungu á löku gengi í könnunum?„Já, það er auðvitað það sem er alveg óásættanlegt og áhrif koma frá kjósendum. Við verðum að ná árangri á kjördag og ég er sannfærður um það að með nýjum formanni munum við ná þeim árangri sem flokkurinn og hans hugsjónir eiga skilið.“ Spurður hvort kjósendur eigi von á áherslubreytingu undir forystu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, svarar Benedikt neitandi. „Ég á nú ekki von á því nei, ég held að við höfum verið mjög samstíga við Þorgerður og reyndar við öll í þingflokknum.“Benedikt skrifaði langan pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann gerir grein fyrir ákvörðun sinni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Benedikt skammaður af ósáttum flokksfélögum í Viðreisn Veruleg óánægja og reiði er meðal Viðreisnarfólks með frammistöðu og ummæli Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, í Forystusætinu á RÚV á mánudagskvöld. 11. október 2017 06:00 Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36 Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Benedikt skammaður af ósáttum flokksfélögum í Viðreisn Veruleg óánægja og reiði er meðal Viðreisnarfólks með frammistöðu og ummæli Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, í Forystusætinu á RÚV á mánudagskvöld. 11. október 2017 06:00
Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36
Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04