Segir mikilvægt að flokkurinn byggi á málefnum en ekki mönnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. október 2017 19:02 Benedikt Jóhannesson segir málefni flokksins ofar öllu. Vísir/Eyþór „Auðvitað er þetta erfið ákvörðun fyrir mig en ég tel að hún sé sú rétta,“ segir Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar sem tilkynnti þingflokknum í morgun að hann hygðist stíga til hliðar sem formaður. Hann ætlar að öðru leyti að halda sínu striki og býður sig fram í Norðausturkjördæmi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra tekur við af Benedikt og leiðir flokkinn í komandi þingkosningum. Í samtali við Vísi segist Benedikt hafa tekið þessa ákvörðun með fjölskyldu sinni í gærkvöldi. Spurður hvers vegna hann hafi komist að þessari niðurstöðu svarar Benedikt að hún hafi verið tekin fyrir kjósendur og flokkinn. „Það er vegna þess að ég tel að það sé mjög mikilvægt fyrir þjóðina að þessi sjónarmið sem Viðreisn stendur fyrir - þau faglegu vinnubrögð, þau sjónarmið um um gagnsæi, ábyrgð og frjálslyndi - hafi sína fulltrúa á alþingi,“ segir Benedikt segir auk þess brýnt að flokkurinn byggi fyrst og fremst á málefnum: „Ég held að það skipti svo miklu miklu máli fyrir þjóðina að það sé flokkur sem byggir á málefnum en ekki einhverjum mönnum, byggir á þjóðarhag en ekki einhverjum popúlisma, byggir á alþjóðahyggju en ekki einangrunarstefnu.“ Benedikt tekur mið af löku gengi í skoðanakönnunum undanfarið þegar hann tekur ákvörðun sína. „Ég verð auðvitað að hugsa hvernig er hægt að breyta því og ég taldi að í ljósi aðstæðna væri rétt að ég viki til hliðar,“ segir Benedikt.Byggir þú þessa ákvörðun einvörðungu á löku gengi í könnunum?„Já, það er auðvitað það sem er alveg óásættanlegt og áhrif koma frá kjósendum. Við verðum að ná árangri á kjördag og ég er sannfærður um það að með nýjum formanni munum við ná þeim árangri sem flokkurinn og hans hugsjónir eiga skilið.“ Spurður hvort kjósendur eigi von á áherslubreytingu undir forystu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, svarar Benedikt neitandi. „Ég á nú ekki von á því nei, ég held að við höfum verið mjög samstíga við Þorgerður og reyndar við öll í þingflokknum.“Benedikt skrifaði langan pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann gerir grein fyrir ákvörðun sinni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Benedikt skammaður af ósáttum flokksfélögum í Viðreisn Veruleg óánægja og reiði er meðal Viðreisnarfólks með frammistöðu og ummæli Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, í Forystusætinu á RÚV á mánudagskvöld. 11. október 2017 06:00 Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36 Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
„Auðvitað er þetta erfið ákvörðun fyrir mig en ég tel að hún sé sú rétta,“ segir Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar sem tilkynnti þingflokknum í morgun að hann hygðist stíga til hliðar sem formaður. Hann ætlar að öðru leyti að halda sínu striki og býður sig fram í Norðausturkjördæmi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra tekur við af Benedikt og leiðir flokkinn í komandi þingkosningum. Í samtali við Vísi segist Benedikt hafa tekið þessa ákvörðun með fjölskyldu sinni í gærkvöldi. Spurður hvers vegna hann hafi komist að þessari niðurstöðu svarar Benedikt að hún hafi verið tekin fyrir kjósendur og flokkinn. „Það er vegna þess að ég tel að það sé mjög mikilvægt fyrir þjóðina að þessi sjónarmið sem Viðreisn stendur fyrir - þau faglegu vinnubrögð, þau sjónarmið um um gagnsæi, ábyrgð og frjálslyndi - hafi sína fulltrúa á alþingi,“ segir Benedikt segir auk þess brýnt að flokkurinn byggi fyrst og fremst á málefnum: „Ég held að það skipti svo miklu miklu máli fyrir þjóðina að það sé flokkur sem byggir á málefnum en ekki einhverjum mönnum, byggir á þjóðarhag en ekki einhverjum popúlisma, byggir á alþjóðahyggju en ekki einangrunarstefnu.“ Benedikt tekur mið af löku gengi í skoðanakönnunum undanfarið þegar hann tekur ákvörðun sína. „Ég verð auðvitað að hugsa hvernig er hægt að breyta því og ég taldi að í ljósi aðstæðna væri rétt að ég viki til hliðar,“ segir Benedikt.Byggir þú þessa ákvörðun einvörðungu á löku gengi í könnunum?„Já, það er auðvitað það sem er alveg óásættanlegt og áhrif koma frá kjósendum. Við verðum að ná árangri á kjördag og ég er sannfærður um það að með nýjum formanni munum við ná þeim árangri sem flokkurinn og hans hugsjónir eiga skilið.“ Spurður hvort kjósendur eigi von á áherslubreytingu undir forystu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, svarar Benedikt neitandi. „Ég á nú ekki von á því nei, ég held að við höfum verið mjög samstíga við Þorgerður og reyndar við öll í þingflokknum.“Benedikt skrifaði langan pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann gerir grein fyrir ákvörðun sinni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Benedikt skammaður af ósáttum flokksfélögum í Viðreisn Veruleg óánægja og reiði er meðal Viðreisnarfólks með frammistöðu og ummæli Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, í Forystusætinu á RÚV á mánudagskvöld. 11. október 2017 06:00 Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36 Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Benedikt skammaður af ósáttum flokksfélögum í Viðreisn Veruleg óánægja og reiði er meðal Viðreisnarfólks með frammistöðu og ummæli Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, í Forystusætinu á RÚV á mánudagskvöld. 11. október 2017 06:00
Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36
Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04