Fundu sög á hafsbotni sem kann að tengjast máli Madsen Atli Ísleifsson skrifar 12. október 2017 08:28 Peter Madsen er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa banað Wall. Vísir/AFP Lögregla í Kaupmannahöfn hefur fundið sög á hafsbotni í Kögeflóa á stað sem talið er að kafbátur Peter Madsen hafi siglt um í ágúst. Kafarar fundu sögina í gær en leit stendur enn yfir á svæðinu vegna morðsins á sænsku blaðakonunni Kim Wall. SVT greinir frá þessu. Madsen er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa banað Wall. Handleggja Wall er enn leitað, en hlutar af sundurlimuðu líki hennar – búkur, höfuð og fótleggir – hafa þegar fundist. Jens Möller hjá Kaupmannahafnarlögreglunni segir í yfirlýsingu að sérfræðingar lögreglu muni nú kanna hvort að sögin sem fannst kunni að tengjast málinu. Möller segir jafnframt að leit að handleggjum Wall standi enn yfir. Hann vill þó ekki upplýsa nákvæmlega hvar kafarar eru nú að störfum. Lögreglan fann á föstudaginn líkamshluta og föt í Kögeflóa sem staðfest er að eru af Wall. Fundurinn er talinn marka tímamót í rannsókn málsins. Fötin og ýmsar eigur Wall fundust í poka á hafsbotni, sem og hnífur og ýmsir þyngri hlutir sem ætlað var að halda pokanum á hafsbotni. Eftir fundinn í síðustu viku hefur Madsen neitað að ræða við lögreglu. Hann hefur áður fullyrt að Wall hafi látið lífið um borð í kafbátnum eftir að hafa fengið um 70 kílóa þunga lúgu í höfuðið. Sagðist hann hafa varpað líkinu fyrir borð, en hann neitar þó að hafa sundurlimað líkið. Möller sagði um helgina að rannsókn á höfði Wall sýndi fram á að ekki væru nein merki um brot á höfuðkúpunni. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Fundu höfuð Kim Wall Fyrstu vísbendingar benda til að lýsing Peters Madsen á dauða blaðakonunnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. október 2017 08:24 Mál Kim Wall: Skoða hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbátnum Lögreglan í Danmörku er með það til athugunar hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbáti Peter Madsen frá því þegar Kim Wall lést. Fyrst þurfi þó að afla frekari gagna svo að betri mynd verði til af atburðunum sem drógu Wall til dauða. 4. október 2017 16:45 Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Lögregla í Kaupmannahöfn hefur fundið sög á hafsbotni í Kögeflóa á stað sem talið er að kafbátur Peter Madsen hafi siglt um í ágúst. Kafarar fundu sögina í gær en leit stendur enn yfir á svæðinu vegna morðsins á sænsku blaðakonunni Kim Wall. SVT greinir frá þessu. Madsen er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa banað Wall. Handleggja Wall er enn leitað, en hlutar af sundurlimuðu líki hennar – búkur, höfuð og fótleggir – hafa þegar fundist. Jens Möller hjá Kaupmannahafnarlögreglunni segir í yfirlýsingu að sérfræðingar lögreglu muni nú kanna hvort að sögin sem fannst kunni að tengjast málinu. Möller segir jafnframt að leit að handleggjum Wall standi enn yfir. Hann vill þó ekki upplýsa nákvæmlega hvar kafarar eru nú að störfum. Lögreglan fann á föstudaginn líkamshluta og föt í Kögeflóa sem staðfest er að eru af Wall. Fundurinn er talinn marka tímamót í rannsókn málsins. Fötin og ýmsar eigur Wall fundust í poka á hafsbotni, sem og hnífur og ýmsir þyngri hlutir sem ætlað var að halda pokanum á hafsbotni. Eftir fundinn í síðustu viku hefur Madsen neitað að ræða við lögreglu. Hann hefur áður fullyrt að Wall hafi látið lífið um borð í kafbátnum eftir að hafa fengið um 70 kílóa þunga lúgu í höfuðið. Sagðist hann hafa varpað líkinu fyrir borð, en hann neitar þó að hafa sundurlimað líkið. Möller sagði um helgina að rannsókn á höfði Wall sýndi fram á að ekki væru nein merki um brot á höfuðkúpunni.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Fundu höfuð Kim Wall Fyrstu vísbendingar benda til að lýsing Peters Madsen á dauða blaðakonunnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. október 2017 08:24 Mál Kim Wall: Skoða hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbátnum Lögreglan í Danmörku er með það til athugunar hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbáti Peter Madsen frá því þegar Kim Wall lést. Fyrst þurfi þó að afla frekari gagna svo að betri mynd verði til af atburðunum sem drógu Wall til dauða. 4. október 2017 16:45 Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Fundu höfuð Kim Wall Fyrstu vísbendingar benda til að lýsing Peters Madsen á dauða blaðakonunnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. október 2017 08:24
Mál Kim Wall: Skoða hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbátnum Lögreglan í Danmörku er með það til athugunar hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbáti Peter Madsen frá því þegar Kim Wall lést. Fyrst þurfi þó að afla frekari gagna svo að betri mynd verði til af atburðunum sem drógu Wall til dauða. 4. október 2017 16:45
Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37