Jafnvígur á dönskuna og íslenskuna Stefán Þór Hjartarson skrifar 12. október 2017 10:15 Huginn bjó í Danmörku í sex ár og á það til að rappa á dönsku. Vísir/Ernir „Við erum að fara að frumsýna tónlistarmyndband sem ég gerði ásamt fleirum og svo vonandi tek ég nokkur lög – Gefðu mér einn, Eini strákur sem ég var að gefa út núna og síðan myndi ég reyna að troða inn nokkrum nýjum lögum,“ segir Huginn Frár Guðlaugsson, rappari sem gaf út lagið Eini strákur fyrir ekki margt löngu ásamt Helga Sæmundi úr Úlfur Úlfur. Huginn frumsýnir myndband við lag sitt og Helga nú í kvöld á Prikinu á svokölluðu „showcase“ kvöldi. „Ég á alveg nóg af efni – það er bara að vera fljótari að koma því út. Þannig séð er ég ekkert endilega að vinna í plötu. Ég er að bíða eftir rétta tímapunktinum til að sökkva mér í það verkefni að gera plötu. Öll lög hugsa ég sem lög sem myndu fara á plötu sem ég gef út einhvern tímann, síðan er bara spurning hvenær það gerist,“ segir Huginn spurður að því hvort þetta sé vísir að plötu.Rapparinn Birnir er skráður sem leikstjóri að myndbandinu við Eini strákur – hvað er að frétta af því? „Birnir leikstýrir þessu einmitt og Ágúst Elí tekur upp. Bryngeir vinur minn klippir. Það að Birnir leikstýrir gerðist bara einhvern veginn – þetta var eitthvað sem okkur datt í hug og allt í einu fórum við að redda staðsetningum og svona.“Nú rappar þú alveg slatta á dönsku í Eini strákur – er einhver Dani í þér? „Ég bjó í Danmörku í sex ár – frá þriðja til níunda bekkjar. Þannig að þetta var í raun bara tungumálið mitt í þau ár. Ég talaði íslensku heima en dönsku við alla vini mína, í skólanum og bara alls staðar. Þannig að ég er að reyna að halda í hana – mér fannst danskan bara passa inn og ég ákvað að halda henni í laginu, líka svolítið öðruvísi. Það er þægilegt að ná góðu flæði á dönsku, það eru aðrar áherslur en í íslenskunni sem brýtur þetta aðeins upp. Rapp er ógeðslega vinsælt í Danmörku og rosalega margar fyrirmyndir þar og rapparar til að læra af.“Má þá kannski búast við meiri dönsku frá þér í komandi lögum? „Ja, ég veit það ekki – ég hef líka áhuga á að gera eitthvað á ensku. Ég spila þetta bara svolítið eftir hendinni: ef ég allt í einu kemst í einhvern gír og langar að gera eitthvað á dönsku, þá geri ég eitthvað á dönsku og ef ég vil gera eitthvað á ensku, þá geri ég það. En ég rappa náttúrulega aðallega á íslensku, svona á þessari stundu allavega.“Hvað er svo næst? „Ég er að fara að spila hér og þar en svo er ég að vinna í nýju lagi sem heitir Ég sé þig. Það er amerískur pródúser, Jon Santana, sem gerði bítinn og Black Pox, Alexander Fannar, verður gestur. Ég er illa spenntur fyrir því – það er verið að mixa og mastera það og við stefnum á að henda í einhverja „visuals“ með því. Svo er ég bara að meta stöðuna og ákveða hvaða lag verður næst. Ég er ekki alveg búinn að plana svona langt fram í tímann.“ Huginn sýnir myndbandið nýja klukkan tíu í kvöld á Prikinu. Á laugardaginn hitar hann svo upp fyrir Emmsjé Gauta á Húrra og danska rapparann Emil Stabil viku síðar á sama stað. Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Við erum að fara að frumsýna tónlistarmyndband sem ég gerði ásamt fleirum og svo vonandi tek ég nokkur lög – Gefðu mér einn, Eini strákur sem ég var að gefa út núna og síðan myndi ég reyna að troða inn nokkrum nýjum lögum,“ segir Huginn Frár Guðlaugsson, rappari sem gaf út lagið Eini strákur fyrir ekki margt löngu ásamt Helga Sæmundi úr Úlfur Úlfur. Huginn frumsýnir myndband við lag sitt og Helga nú í kvöld á Prikinu á svokölluðu „showcase“ kvöldi. „Ég á alveg nóg af efni – það er bara að vera fljótari að koma því út. Þannig séð er ég ekkert endilega að vinna í plötu. Ég er að bíða eftir rétta tímapunktinum til að sökkva mér í það verkefni að gera plötu. Öll lög hugsa ég sem lög sem myndu fara á plötu sem ég gef út einhvern tímann, síðan er bara spurning hvenær það gerist,“ segir Huginn spurður að því hvort þetta sé vísir að plötu.Rapparinn Birnir er skráður sem leikstjóri að myndbandinu við Eini strákur – hvað er að frétta af því? „Birnir leikstýrir þessu einmitt og Ágúst Elí tekur upp. Bryngeir vinur minn klippir. Það að Birnir leikstýrir gerðist bara einhvern veginn – þetta var eitthvað sem okkur datt í hug og allt í einu fórum við að redda staðsetningum og svona.“Nú rappar þú alveg slatta á dönsku í Eini strákur – er einhver Dani í þér? „Ég bjó í Danmörku í sex ár – frá þriðja til níunda bekkjar. Þannig að þetta var í raun bara tungumálið mitt í þau ár. Ég talaði íslensku heima en dönsku við alla vini mína, í skólanum og bara alls staðar. Þannig að ég er að reyna að halda í hana – mér fannst danskan bara passa inn og ég ákvað að halda henni í laginu, líka svolítið öðruvísi. Það er þægilegt að ná góðu flæði á dönsku, það eru aðrar áherslur en í íslenskunni sem brýtur þetta aðeins upp. Rapp er ógeðslega vinsælt í Danmörku og rosalega margar fyrirmyndir þar og rapparar til að læra af.“Má þá kannski búast við meiri dönsku frá þér í komandi lögum? „Ja, ég veit það ekki – ég hef líka áhuga á að gera eitthvað á ensku. Ég spila þetta bara svolítið eftir hendinni: ef ég allt í einu kemst í einhvern gír og langar að gera eitthvað á dönsku, þá geri ég eitthvað á dönsku og ef ég vil gera eitthvað á ensku, þá geri ég það. En ég rappa náttúrulega aðallega á íslensku, svona á þessari stundu allavega.“Hvað er svo næst? „Ég er að fara að spila hér og þar en svo er ég að vinna í nýju lagi sem heitir Ég sé þig. Það er amerískur pródúser, Jon Santana, sem gerði bítinn og Black Pox, Alexander Fannar, verður gestur. Ég er illa spenntur fyrir því – það er verið að mixa og mastera það og við stefnum á að henda í einhverja „visuals“ með því. Svo er ég bara að meta stöðuna og ákveða hvaða lag verður næst. Ég er ekki alveg búinn að plana svona langt fram í tímann.“ Huginn sýnir myndbandið nýja klukkan tíu í kvöld á Prikinu. Á laugardaginn hitar hann svo upp fyrir Emmsjé Gauta á Húrra og danska rapparann Emil Stabil viku síðar á sama stað.
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira