Freyr: Sumir að taka fram úr okkur og því má ekki sofna á verðinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. október 2017 19:15 Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, segir að íslenskur kvennafótbolti megi ekki sofna á verðinum þrátt fyrir að vera í fremstu röð. Freyr valdi í dag hópinn fyrir leikina á móti Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019. Selma Sól Magnúsdóttir úr Breiðabliki er eini nýliðinn í hópnum sem Freyr valdi fyrir þessa gríðarlega erfiðu og mikilvægu leiki sem munu hafa mikil áhrif á leið stelpnanna á heimsmeistaramótið. Þýskaland er eitt besta lið heims og eitt besta lið sögunnar en Freyr vonast eftir að komast að minnsta kosti með fjögur stig heim úr ferðinni. Er það raunhæfur möguleiki? „Það er möguleiki eins og alltaf í íþróttum. Við vorum nú bara að sýna það hérna síðast á mánudaginn að það er allt hægt í þessu. Verkefnið er samt gríðarlega erfitt. Við þurfum að hitta á okkar besta dag á móti Þýskalandi og við þurfum að halda í grunngildin okkar og ná aðeins að ýta á veikleika þeirra til þess að þetta gangi upp, ég geri mér grein fyrir því. En maður er alltaf jafn borubrattur og leggur upp leikina með það að markmiði að vinna þá,“ segir Freyr. Tékkneska liðið, eins og fleiri um gervalla Evrópu, hefur bætt sig mikið og gert það hratt. Liðið vann Færeyjar, 8-0, eins og Ísland og tapaði ekki nema 1-0 fyrir Þjóðverjum á sjálfsmarki. Þetta er enn eitt dæmið um þjóð sem var á eftir Íslandi en sækir nú hratt að okkar stelpum. Er þetta áhyggjuefni? „Þetta er spurning sem að ég og fólkið hérna erum búin að spyrja okkur að. Ég held að við verðum bara að viðurkenna það, að sum eru að nálgast okkur á ógnarhraða og sum búin að taka fram úr okkur,“ segir Freyr. Hann segir að íslenska landsliðið hafi verið á undan sinni samtíð um 2006-2008 þökk sé mikilli jafnréttishugsjón hér á landi en nú þurfum við að hafa augun opin fyrir miklum uppgangi kvennaboltans út um alla álfuna. „Við þurfum virkilega að skoða allt sem við erum að gera allt frá grasrótinni upp í A-landsliðið og passa að sofna ekki á verðinum. Ég gat sagt það fyrir mitt leyti að ég er stöðugt að skoða hvað við getum gert betur og leggja til hluti. Ég vonast til að KSÍ og félögin séu tilbúin að horfa inn á við án þess að vera í einhverju panikki. Við þurfum að vera meðvituð að við getum gert margt betur þrátt fyrir að vera í fremstu röð.“ Freyr hefur verið að vinna mikið með karlalandsliðinu að undanförnu en hann segir það ekki bitna á stelpunum. Þær eru meðvitaðar um að hann vinnur mikið fyrir KSÍ en aðallega þær. „Fyrst og síðast hef ég bara fengið frábærar kveðjur frá leikmönnum kvennalandsliðsins. Þær vita að ég er með þeim 100 prósent og fylgist með öllu sem að þær gera. Þetta bitnar fyrst og síðast á fjölskyldulífinu, því miður. Ég er búinn að lofa því að ég verð rosalega öflugur heima í desember,“ segir Freyr Alexandersson brosmildur. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Svona var fundur Freys í Laugardalnum Stelpurnar okkar eiga tvo erfiða útileiki fyrir höndum í undankeppni HM 2019. 12. október 2017 12:45 Einn nýliði í landsliðshópi Freys Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi í næstu leikjum liðsins í undankeppni HM 2019 á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ. 12. október 2017 13:30 Freyr fékk símtöl úr Pepsi-deildinni Stóð aldrei til að hætta þjálfun kvennalandsliðsins núna. 12. október 2017 13:58 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, segir að íslenskur kvennafótbolti megi ekki sofna á verðinum þrátt fyrir að vera í fremstu röð. Freyr valdi í dag hópinn fyrir leikina á móti Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019. Selma Sól Magnúsdóttir úr Breiðabliki er eini nýliðinn í hópnum sem Freyr valdi fyrir þessa gríðarlega erfiðu og mikilvægu leiki sem munu hafa mikil áhrif á leið stelpnanna á heimsmeistaramótið. Þýskaland er eitt besta lið heims og eitt besta lið sögunnar en Freyr vonast eftir að komast að minnsta kosti með fjögur stig heim úr ferðinni. Er það raunhæfur möguleiki? „Það er möguleiki eins og alltaf í íþróttum. Við vorum nú bara að sýna það hérna síðast á mánudaginn að það er allt hægt í þessu. Verkefnið er samt gríðarlega erfitt. Við þurfum að hitta á okkar besta dag á móti Þýskalandi og við þurfum að halda í grunngildin okkar og ná aðeins að ýta á veikleika þeirra til þess að þetta gangi upp, ég geri mér grein fyrir því. En maður er alltaf jafn borubrattur og leggur upp leikina með það að markmiði að vinna þá,“ segir Freyr. Tékkneska liðið, eins og fleiri um gervalla Evrópu, hefur bætt sig mikið og gert það hratt. Liðið vann Færeyjar, 8-0, eins og Ísland og tapaði ekki nema 1-0 fyrir Þjóðverjum á sjálfsmarki. Þetta er enn eitt dæmið um þjóð sem var á eftir Íslandi en sækir nú hratt að okkar stelpum. Er þetta áhyggjuefni? „Þetta er spurning sem að ég og fólkið hérna erum búin að spyrja okkur að. Ég held að við verðum bara að viðurkenna það, að sum eru að nálgast okkur á ógnarhraða og sum búin að taka fram úr okkur,“ segir Freyr. Hann segir að íslenska landsliðið hafi verið á undan sinni samtíð um 2006-2008 þökk sé mikilli jafnréttishugsjón hér á landi en nú þurfum við að hafa augun opin fyrir miklum uppgangi kvennaboltans út um alla álfuna. „Við þurfum virkilega að skoða allt sem við erum að gera allt frá grasrótinni upp í A-landsliðið og passa að sofna ekki á verðinum. Ég gat sagt það fyrir mitt leyti að ég er stöðugt að skoða hvað við getum gert betur og leggja til hluti. Ég vonast til að KSÍ og félögin séu tilbúin að horfa inn á við án þess að vera í einhverju panikki. Við þurfum að vera meðvituð að við getum gert margt betur þrátt fyrir að vera í fremstu röð.“ Freyr hefur verið að vinna mikið með karlalandsliðinu að undanförnu en hann segir það ekki bitna á stelpunum. Þær eru meðvitaðar um að hann vinnur mikið fyrir KSÍ en aðallega þær. „Fyrst og síðast hef ég bara fengið frábærar kveðjur frá leikmönnum kvennalandsliðsins. Þær vita að ég er með þeim 100 prósent og fylgist með öllu sem að þær gera. Þetta bitnar fyrst og síðast á fjölskyldulífinu, því miður. Ég er búinn að lofa því að ég verð rosalega öflugur heima í desember,“ segir Freyr Alexandersson brosmildur. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Svona var fundur Freys í Laugardalnum Stelpurnar okkar eiga tvo erfiða útileiki fyrir höndum í undankeppni HM 2019. 12. október 2017 12:45 Einn nýliði í landsliðshópi Freys Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi í næstu leikjum liðsins í undankeppni HM 2019 á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ. 12. október 2017 13:30 Freyr fékk símtöl úr Pepsi-deildinni Stóð aldrei til að hætta þjálfun kvennalandsliðsins núna. 12. október 2017 13:58 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Svona var fundur Freys í Laugardalnum Stelpurnar okkar eiga tvo erfiða útileiki fyrir höndum í undankeppni HM 2019. 12. október 2017 12:45
Einn nýliði í landsliðshópi Freys Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi í næstu leikjum liðsins í undankeppni HM 2019 á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ. 12. október 2017 13:30
Freyr fékk símtöl úr Pepsi-deildinni Stóð aldrei til að hætta þjálfun kvennalandsliðsins núna. 12. október 2017 13:58