Áhrif loftlagsbreytinga mun hraðari en talið var Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2017 20:58 Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. Áhrifanna gætir meira á norðurslóðum en annars staðar en eiga eftir að breiðast út að mati fyrrverandi ráðgjafa Obama Bandaríkjaforseta í vísinda- og tæknimálum sem nú er staddur á Íslandi. Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle, fer nú fram í fimmta skipti í Reykjavík. Boðið verður upp á fjölmörg erindi og um 135 vinnustofur. En margt bendir til að hlýnun jarðar hafi mun meiri áhrif á norðurslóðum en áður var talið. John Holdren fyrrverandi ráðgjafi Barack Obama forseta Bandaríkjanna í vísindum og tækni og prófessor við Harvard háskóla segir áhrifin mun hraðari en menn töldu fyrir um fimmtán til tuttugu árum og þeirra sjáist þegar glögg merki víða um heim „Við sjáum mjög hraðar loftslagsbreytingar á norðurslóðum, á norðurheimskautssvæðinu, þar sem hlýnar tvisvar til fimm sinnum hraðar en heimsmeðaltalið. Hafísinn á norðurslóðum skreppur hraðar saman en menn gerðu ráð fyrir. Íshellan mikla á Grænlandi missir ís hraðar en áður,“ segir Holdren. Það sama eigi við um sjávarhæð og þá gæti meiri öfga í veðurfari en áður hafi þekkst víðs vegar um heiminn; með tíðari og stærri fellibyljum, skógareldum og miklum og lengri þurrkum við miðbaug en áður hafi þekkst. Áhrifin séu nú þegar mjög mikil á lífríkið á landi, í lofti og í hafinu á norðurslóðum sem og á líf frumbyggja þar. Þá séu skógareldar nú þegar að brenna túndruna sjálfa sem opni fyrir mikið útstreymi af koltvísýringi, sem hafi áhrif á öll veðra- og hafstraumakerfi. „Það sem gerist á norðurslóðum heldur sig ekki bara þar. Áhrif hraðra loftslagsbreytinga á norðuslóðum breiðast út til miðlægra breiddargráða,“ segir Holdren. Holdren flytur erindi á Hringborði norðurslóða á morgun. En Halla Hrund Logadóttir stofnaði hóp með honum og fleirum við Harvard háskóla sem kallast Norðurslóða frumkvæði, þar sem nemdendur og fræðimenn á ýmsum sviðum vinna að lausnum í loftlagsmálum. „Sem miðar að því að efla rannsóknir, efla menntun á þessu sviði. Þannig að við getum séð til þess að við bætum þekkingu í ákvarðanatöku og vonandi taka betri ákvarðanir fyrir framtíð norðurslóða. Sem geta þá nýst hérna heima og í víðara samhengi fyrir svæðið,“ segir Halla Hrund Logadóttir. Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Loftslagsmál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Áhrif loftlagsbreytinganna á lífríki og loftslag eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. Áhrifanna gætir meira á norðurslóðum en annars staðar en eiga eftir að breiðast út að mati fyrrverandi ráðgjafa Obama Bandaríkjaforseta í vísinda- og tæknimálum sem nú er staddur á Íslandi. Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle, fer nú fram í fimmta skipti í Reykjavík. Boðið verður upp á fjölmörg erindi og um 135 vinnustofur. En margt bendir til að hlýnun jarðar hafi mun meiri áhrif á norðurslóðum en áður var talið. John Holdren fyrrverandi ráðgjafi Barack Obama forseta Bandaríkjanna í vísindum og tækni og prófessor við Harvard háskóla segir áhrifin mun hraðari en menn töldu fyrir um fimmtán til tuttugu árum og þeirra sjáist þegar glögg merki víða um heim „Við sjáum mjög hraðar loftslagsbreytingar á norðurslóðum, á norðurheimskautssvæðinu, þar sem hlýnar tvisvar til fimm sinnum hraðar en heimsmeðaltalið. Hafísinn á norðurslóðum skreppur hraðar saman en menn gerðu ráð fyrir. Íshellan mikla á Grænlandi missir ís hraðar en áður,“ segir Holdren. Það sama eigi við um sjávarhæð og þá gæti meiri öfga í veðurfari en áður hafi þekkst víðs vegar um heiminn; með tíðari og stærri fellibyljum, skógareldum og miklum og lengri þurrkum við miðbaug en áður hafi þekkst. Áhrifin séu nú þegar mjög mikil á lífríkið á landi, í lofti og í hafinu á norðurslóðum sem og á líf frumbyggja þar. Þá séu skógareldar nú þegar að brenna túndruna sjálfa sem opni fyrir mikið útstreymi af koltvísýringi, sem hafi áhrif á öll veðra- og hafstraumakerfi. „Það sem gerist á norðurslóðum heldur sig ekki bara þar. Áhrif hraðra loftslagsbreytinga á norðuslóðum breiðast út til miðlægra breiddargráða,“ segir Holdren. Holdren flytur erindi á Hringborði norðurslóða á morgun. En Halla Hrund Logadóttir stofnaði hóp með honum og fleirum við Harvard háskóla sem kallast Norðurslóða frumkvæði, þar sem nemdendur og fræðimenn á ýmsum sviðum vinna að lausnum í loftlagsmálum. „Sem miðar að því að efla rannsóknir, efla menntun á þessu sviði. Þannig að við getum séð til þess að við bætum þekkingu í ákvarðanatöku og vonandi taka betri ákvarðanir fyrir framtíð norðurslóða. Sem geta þá nýst hérna heima og í víðara samhengi fyrir svæðið,“ segir Halla Hrund Logadóttir.
Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Loftslagsmál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira