Grínaðist með að nauðga fallegum konum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. október 2017 08:40 Jason Momoa er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Khal Drogo í Krúnuleikunum. Vísir/Getty Stórleikarinn Jason Momoa sætir nú gagnrýni fyrir að hafa grínast með að „nauðga fallegum konum“ í pallborðsumræðum. Í myndbandi frá Comic Con-teiknimyndahátíðinni árið 2011 má heyra Momoa lýsa hrifningu sinni á ævintýra- og vísindaskáldsögum, en hann hefur gert garðinn frægan fyrir leik í þáttunum Game of Thrones og kvikmyndum á borð við Justice League og Batman vs. Superman. „Það er svo margt sem þú getur gert. Eins og að rífa tunguna úr manneskju eða skera hana á háls og komast upp með það,“ sagði Momoa, þagnaði svo í smástund áður en hann bætti við „Nauðga fallegri konu, þú veist?“ Myndbandið má sjá hér að neðan en það hefur náð töluverðri dreifingu á samfélagsmiðlum eftir að því var hlaðið inn á Twitter á þriðjudag. tw: rapea horrific clip of jason momoa saying he loved working on #gameofthrones bc he "got to rape beautiful women." men are trash. pic.twitter.com/K2RBmsWEt6— elizabeth (@peeanofreek) October 12, 2017 Eftir ummælin má heyra hvernig þorri aðdáenda virðist hlæja meðan meðleikurum Momoa finnst þetta óþægilegt. Margir hafa gagrýnt ummæli leikarans á samfélagsmiðlum. „Það að allir hafi hlegið af brandara um nauðgun ER nauðgunarmenning. Hláturinn er ástæða þess að þolendur stíga ekki fram,“ sagði einn netverjinn til að mynda. Leikarinn hefur beðist afsökunar á ummælunum og segir reiðina í sinn garð vera réttmæta. „Ég er ennþá hjartanlega vonsvikinn með mig og ónærgætni mína. Ég veit að einlæg afsökunarbeiðni mín mun ekki láta þessi orð gufa upp. Allir geta orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða nauðgun og ég hef orðið vitni af afleiðingum þeirra af fyrstu hendi í gegnum þjáningu fjölskyldu og vina,“ sagði Momoa á Instagram-síðu sinni. Myndbandið kemur fram þegar fátt er um annað rætt en framferði kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sem grunaður er um að hafa nauðgað hið minnsta fjórum konum og áreitt tugi annarra. Lögreglan í New York rannsakar nú mál hans. MeToo Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Stórleikarinn Jason Momoa sætir nú gagnrýni fyrir að hafa grínast með að „nauðga fallegum konum“ í pallborðsumræðum. Í myndbandi frá Comic Con-teiknimyndahátíðinni árið 2011 má heyra Momoa lýsa hrifningu sinni á ævintýra- og vísindaskáldsögum, en hann hefur gert garðinn frægan fyrir leik í þáttunum Game of Thrones og kvikmyndum á borð við Justice League og Batman vs. Superman. „Það er svo margt sem þú getur gert. Eins og að rífa tunguna úr manneskju eða skera hana á háls og komast upp með það,“ sagði Momoa, þagnaði svo í smástund áður en hann bætti við „Nauðga fallegri konu, þú veist?“ Myndbandið má sjá hér að neðan en það hefur náð töluverðri dreifingu á samfélagsmiðlum eftir að því var hlaðið inn á Twitter á þriðjudag. tw: rapea horrific clip of jason momoa saying he loved working on #gameofthrones bc he "got to rape beautiful women." men are trash. pic.twitter.com/K2RBmsWEt6— elizabeth (@peeanofreek) October 12, 2017 Eftir ummælin má heyra hvernig þorri aðdáenda virðist hlæja meðan meðleikurum Momoa finnst þetta óþægilegt. Margir hafa gagrýnt ummæli leikarans á samfélagsmiðlum. „Það að allir hafi hlegið af brandara um nauðgun ER nauðgunarmenning. Hláturinn er ástæða þess að þolendur stíga ekki fram,“ sagði einn netverjinn til að mynda. Leikarinn hefur beðist afsökunar á ummælunum og segir reiðina í sinn garð vera réttmæta. „Ég er ennþá hjartanlega vonsvikinn með mig og ónærgætni mína. Ég veit að einlæg afsökunarbeiðni mín mun ekki láta þessi orð gufa upp. Allir geta orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða nauðgun og ég hef orðið vitni af afleiðingum þeirra af fyrstu hendi í gegnum þjáningu fjölskyldu og vina,“ sagði Momoa á Instagram-síðu sinni. Myndbandið kemur fram þegar fátt er um annað rætt en framferði kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sem grunaður er um að hafa nauðgað hið minnsta fjórum konum og áreitt tugi annarra. Lögreglan í New York rannsakar nú mál hans.
MeToo Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34
Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32