Michael Jordan: Þessi súperlið þýða að hin liðin verða algjört rusl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2017 23:00 Michael Jordan var í súperliði á sínum tíma og tapaði aldrei í lokaúrslitum. Vísir/Getty Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan sem er núverandi eigandi Charlotte Hornets í NBA-deildinni er ekki hrifin af þróun mála í NBA-deildinni í körfubolta. Það hefur nefnilega færst mikið í aukanna að bestu leikmennirnir hafa verið að safnast saman í sömu liðin og úr verða þessi svokölluðu súperlið. „Þetta mun skaða heildarmynd deildarinnar hvað varðar minni samkeppni í leikjum deildarinnar,“ sagði Michael Jordan í viðtali við Cigar Aficionado tímaritið. „Þarna erum við með tvö frábær lið en svo verða hin 28 liðin algjör rusl eða eiga eftir að vera í miklum vandræðum með að lifa af í þessu viðskiptaumhverfi,“ sagði Jordan. ESPN segir frá. Jordan er væntanlega að vísa til liðs Golden State Warriors sem er núverandi NBA-meistari, hefur unnið tvisvar á síðustu þremur árum, komst í lokaúrslitin þrjú ár í röð og er með unga og fríska lykilmenn sem eiga geta haldið liðinu á toppnum í mörg ár í viðbót. Golden State Warriors er samt ekki eina liðið sem hefur verið að bæta við sig súperstjörnum. Oklahoma City Thunder er nú með þá Russell Westbrook, Carmelo Anthony og Paul George; Houston Rockets hefur þá Chris Paul og James Harden og hjá Boston Celtics spila í vetur þeir Kyrie Irving, Gordon Hayward og Al Horford. Það má þó líta á það sem svo að Michael Jordan hafi verið hluti af einu af fyrstu súperliðunum eða liði Chicago Bulls tímabilið 1995-96. Það lið setti met með því að vinna 72 leiki í deildinni og vann svo NBA-titilinn. Bulls vann líka næstu tvö ár á eftir. Nú hefur Michael Jordan áhyggjur og ekki síst sem eigandi eins af liðunum sem er ekki með súperlið. Liðin hans Charlotte Hornets hefur aðeins komist í gegnum fyrstu umferð úrslitakeppninnar tvisvar sinnum frá 2000-01 tímabilinu. Stærstu stjörnur Charlotte Hornets liðsins í dag eru þeir Kemba Walker, Dwight Howard, Nicolas Batum, Michael Carter-Williams og Michael Kidd-Gilchrist og liðið er því langt frá því að teljast til hinna útvöldu súperliða NBA-deildarinnar. NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan sem er núverandi eigandi Charlotte Hornets í NBA-deildinni er ekki hrifin af þróun mála í NBA-deildinni í körfubolta. Það hefur nefnilega færst mikið í aukanna að bestu leikmennirnir hafa verið að safnast saman í sömu liðin og úr verða þessi svokölluðu súperlið. „Þetta mun skaða heildarmynd deildarinnar hvað varðar minni samkeppni í leikjum deildarinnar,“ sagði Michael Jordan í viðtali við Cigar Aficionado tímaritið. „Þarna erum við með tvö frábær lið en svo verða hin 28 liðin algjör rusl eða eiga eftir að vera í miklum vandræðum með að lifa af í þessu viðskiptaumhverfi,“ sagði Jordan. ESPN segir frá. Jordan er væntanlega að vísa til liðs Golden State Warriors sem er núverandi NBA-meistari, hefur unnið tvisvar á síðustu þremur árum, komst í lokaúrslitin þrjú ár í röð og er með unga og fríska lykilmenn sem eiga geta haldið liðinu á toppnum í mörg ár í viðbót. Golden State Warriors er samt ekki eina liðið sem hefur verið að bæta við sig súperstjörnum. Oklahoma City Thunder er nú með þá Russell Westbrook, Carmelo Anthony og Paul George; Houston Rockets hefur þá Chris Paul og James Harden og hjá Boston Celtics spila í vetur þeir Kyrie Irving, Gordon Hayward og Al Horford. Það má þó líta á það sem svo að Michael Jordan hafi verið hluti af einu af fyrstu súperliðunum eða liði Chicago Bulls tímabilið 1995-96. Það lið setti met með því að vinna 72 leiki í deildinni og vann svo NBA-titilinn. Bulls vann líka næstu tvö ár á eftir. Nú hefur Michael Jordan áhyggjur og ekki síst sem eigandi eins af liðunum sem er ekki með súperlið. Liðin hans Charlotte Hornets hefur aðeins komist í gegnum fyrstu umferð úrslitakeppninnar tvisvar sinnum frá 2000-01 tímabilinu. Stærstu stjörnur Charlotte Hornets liðsins í dag eru þeir Kemba Walker, Dwight Howard, Nicolas Batum, Michael Carter-Williams og Michael Kidd-Gilchrist og liðið er því langt frá því að teljast til hinna útvöldu súperliða NBA-deildarinnar.
NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira