45 enn á sjúkrahúsi eftir árásina í Las Vegas Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2017 08:22 58 manns létu lífið og á sjötta hundrað særðust í árásinni. Vísir/afp Nærri hálfum mánuði eftir blóðbaðið í Las Vegas er ástandið mjög alvarlegt hjá hluta þeirra 45 sem enn dvelja á sjúkrahúsi. Lögregla í Las Vegas hefur nú birt nýjar upplýsingar um hvað gerðist þegar öryggisvörður á Mandalay hótelinu var skotinn. 58 manns létu lífið og á sjötta hundrað særðust þegar hinn 64 ára Stephen Paddock skaut á tónleikagesti út um glugga hótelherbergis síns á Mandalay-hótelinu þann 1. október síðastliðinn. Lögregla í Las Vegas greinir frá því að 546 hafi særst í árásinni og hafi 501 þeirra nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi. CBS greinir frá þessu. Enn er allt á huldu varðandi ástæður þess að Paddock skaut á annað þúsund skota á gesti tónlistarhátíðarinnar Harvest 91 við aðalgötu borgarinnar, The Strip. Búið er að kryfja lík Paddock og virðist ekki sem að hann hafi verið að glíma við einhver veikindi sem kunni að skýra gjörðir hans. Sömuleiðis hefur alríkislögreglan ekki fundið neinar vísbendingar um að einhverjar sérstakar hugmyndafræðilegar ástæður eða þá að hann hafi tilheyrt einhverjum hópi eða samtökum sem kunni að segja til um ástæður árásarinnar.Stephen Paddock svipti sig lífi eftir árásina.Vísir/AFPSkaut vísvitandi á eldsneytistanka Yfirvöld telja fullvíst að Paddock hafi miðað sérstaklega á eldneytistanka á McCarran flugvelli við hlið tónleikastaðarins. Mörg hundruð starfsmanna alríkislögreglunnar FBI hafa að undanförnu rannsakað málið. Ýmsar upplýsingar hafa komið fram um á hvaða tímapunkti Paddock skaut öryggisvörð hótelsins sem talsvert hefur verið fjallað um. Forsvarsmenn MGM Resorts International, sem rekur Mandalay hótelið, hafa ætíð sagt að vörðurinn hafi verið skotinn og tilkynnt um árásina nokkrum sekúndum áður en Paddock hóf skothríðina yfir tónleikagestina frá 32. hæð hótelsins. Lögregla greindi fyrst frá því að öryggisvörðurinn hafi verið skotinn eftir árásina á tónleikagestina. Því var síðar breytt í að hann hafi verið skotinn sex mínútum fyrir árásina. Nú fullyrðir lögregla hins vegar að útskýringar hótelsins séu réttar. MGM hafði lýst því að starfsmenn hótelsins hafi ekki haft mikinn tíma að bregðast við og að öryggisvörðurinn hafi verið skotinn að hámarki 40 sekúndum áður en Paddock byrjaði að skjóta út um gluggann. Paddock svipti sig lífi eftir að hafa skotið út um gluggann í um tíu mínútur. Hann hafði safnað að sér á fjórða tug skotvopna og mikið magn skotfæra fyrir árásina. Um er að ræða mannskæðustu skotárásina í sögu Bandaríkjanna. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Nærri hálfum mánuði eftir blóðbaðið í Las Vegas er ástandið mjög alvarlegt hjá hluta þeirra 45 sem enn dvelja á sjúkrahúsi. Lögregla í Las Vegas hefur nú birt nýjar upplýsingar um hvað gerðist þegar öryggisvörður á Mandalay hótelinu var skotinn. 58 manns létu lífið og á sjötta hundrað særðust þegar hinn 64 ára Stephen Paddock skaut á tónleikagesti út um glugga hótelherbergis síns á Mandalay-hótelinu þann 1. október síðastliðinn. Lögregla í Las Vegas greinir frá því að 546 hafi særst í árásinni og hafi 501 þeirra nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi. CBS greinir frá þessu. Enn er allt á huldu varðandi ástæður þess að Paddock skaut á annað þúsund skota á gesti tónlistarhátíðarinnar Harvest 91 við aðalgötu borgarinnar, The Strip. Búið er að kryfja lík Paddock og virðist ekki sem að hann hafi verið að glíma við einhver veikindi sem kunni að skýra gjörðir hans. Sömuleiðis hefur alríkislögreglan ekki fundið neinar vísbendingar um að einhverjar sérstakar hugmyndafræðilegar ástæður eða þá að hann hafi tilheyrt einhverjum hópi eða samtökum sem kunni að segja til um ástæður árásarinnar.Stephen Paddock svipti sig lífi eftir árásina.Vísir/AFPSkaut vísvitandi á eldsneytistanka Yfirvöld telja fullvíst að Paddock hafi miðað sérstaklega á eldneytistanka á McCarran flugvelli við hlið tónleikastaðarins. Mörg hundruð starfsmanna alríkislögreglunnar FBI hafa að undanförnu rannsakað málið. Ýmsar upplýsingar hafa komið fram um á hvaða tímapunkti Paddock skaut öryggisvörð hótelsins sem talsvert hefur verið fjallað um. Forsvarsmenn MGM Resorts International, sem rekur Mandalay hótelið, hafa ætíð sagt að vörðurinn hafi verið skotinn og tilkynnt um árásina nokkrum sekúndum áður en Paddock hóf skothríðina yfir tónleikagestina frá 32. hæð hótelsins. Lögregla greindi fyrst frá því að öryggisvörðurinn hafi verið skotinn eftir árásina á tónleikagestina. Því var síðar breytt í að hann hafi verið skotinn sex mínútum fyrir árásina. Nú fullyrðir lögregla hins vegar að útskýringar hótelsins séu réttar. MGM hafði lýst því að starfsmenn hótelsins hafi ekki haft mikinn tíma að bregðast við og að öryggisvörðurinn hafi verið skotinn að hámarki 40 sekúndum áður en Paddock byrjaði að skjóta út um gluggann. Paddock svipti sig lífi eftir að hafa skotið út um gluggann í um tíu mínútur. Hann hafði safnað að sér á fjórða tug skotvopna og mikið magn skotfæra fyrir árásina. Um er að ræða mannskæðustu skotárásina í sögu Bandaríkjanna.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15