Fjórir eru látnir og sex slasaðir, þar af tveir alvarlega, eftir að flugvél fór í sjóinn í Abidjan, stærstu borg Fílabeinsstrandarinnar.
Mikið óveður hefur verið á svæðinu með rigningu, þrumum og miklu hvassviðri.
Reuters greinir frá því að um minni flutningavél af gerðinni Antonov hafi verið að ræða sem hafi verið að flytja farm fyrir franska herinn.
BBC greinir frá því að hinir látnu hafi verið frá Moldóvu og að í hópi hinna slösuðu séu fjórir Frakkar og tveir Móldóvumenn.
Fjórir fórust í flugslysi á Fílabeinsströndinni
Atli Ísleifsson skrifar
