Harvey Weinstein rekinn úr Óskarsakademíunni eftir fordæmalausa ákvörðun stjórnarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 14. október 2017 20:49 Harvey Weinstein. Vísir/Getty Bandaríska kvikmyndaakademían, sem meðal annars úthlutar Óskarsverðlaununum ár hvert, hefur ákveðið að reka kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein umsvifalaust úr akademíunni. Var þetta ákveðið á neyðarfundi akademíunnar í dag þar sem yfirgnæfandi meirihluti kaus með brottvikningu Weinstein. Stjórn akademíunnar telur 54 manns en boðað var til neyðarfundarins eftir að ásakanir á hendur Weinstein um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna voru opinberaðar í umfangsmiklum umfjöllunum The New York Times og The New Yorker. The New York Times greinir frá innihaldi tilkynningar akademíunnar vegna málsins en þar kemur fram að tveir þriðju af stjórninni hafi ákveðið að reka Weinstein. „Við gerum það ekki einungis til að aðskilja okkar frá einhverjum sem á ekki skilið virðingu frá kollegum sínum, heldur einnig til að senda þau skilaboð að tímabil þess að loka augum fyrir kynferðisbrotum og áreitni á vinnustað í okkar iðnaði er lokið,“ segir í tilkynningunni. Akademían státar af 8.400 meðlimum en New York Times segir þessa ákvörðun stjórnarinnar marka tímamót því ekki hafi verið gripið til þess ráðs áður að reka einhvern úr akademíunni fyrir þessar sakir, eftir því sem best verður komist. New York Times nefnir til dæmis að leikstjórinn Roman Polanski, sem játaði sök í kynferðisbrotamáli fyrir að hafa haft samræði við þrettán ára gamla stúlku, hafi ekki verið rekinn úr akademíunni og þá hafi grínistinn Bill Cosby ekki heldur verið rekinn þrátt fyrir að fjöldi kvenna hafi sakað hann um kynferðisbrot. Það eigi jafnframt við um leikarann og leikstjórann Mel Gibson sem játaði að hafa beitt kærustu sína ofbeldi árið 2011, auk þess að hafa látið fordómafull orð falla um gyðinga. Weinstein hefur átt afar farsælan feril þegar kemur að Óskarsverðlaunahátíðinni, en myndir sem hann hefur framleitt hafa í það heila hlotið 300 tilnefningar. New York Times segir aðild leikarans Carmine Caridi hafa verið afturkallaða árið 2004 fyrir að hafa brotið gegn reglum Óskarsverðlaunanna með því að lána eintök af kvikmyndunum sem höfðu verið tilnefndar það árið. Ólöglegar útgáfur af myndunum í fullum gæðum enduðu á netinu í kjölfarið. Á meðal þeirra sem sitja í stjórn akademíunnar eru leikstjórinn Steven Spielberg, leikkonan Whoopi Goldberg, Kathleen Kennedy forstjóri Lucasfilm, leikarinn Tom Hanks, heimildarmyndaleikstjórinn Rory Kennedy og Jim Gianopulos, stjórnarformaður kvikmyndaversins Paramount Pictures. Óskarinn MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30 Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Bandaríska kvikmyndaakademían, sem meðal annars úthlutar Óskarsverðlaununum ár hvert, hefur ákveðið að reka kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein umsvifalaust úr akademíunni. Var þetta ákveðið á neyðarfundi akademíunnar í dag þar sem yfirgnæfandi meirihluti kaus með brottvikningu Weinstein. Stjórn akademíunnar telur 54 manns en boðað var til neyðarfundarins eftir að ásakanir á hendur Weinstein um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna voru opinberaðar í umfangsmiklum umfjöllunum The New York Times og The New Yorker. The New York Times greinir frá innihaldi tilkynningar akademíunnar vegna málsins en þar kemur fram að tveir þriðju af stjórninni hafi ákveðið að reka Weinstein. „Við gerum það ekki einungis til að aðskilja okkar frá einhverjum sem á ekki skilið virðingu frá kollegum sínum, heldur einnig til að senda þau skilaboð að tímabil þess að loka augum fyrir kynferðisbrotum og áreitni á vinnustað í okkar iðnaði er lokið,“ segir í tilkynningunni. Akademían státar af 8.400 meðlimum en New York Times segir þessa ákvörðun stjórnarinnar marka tímamót því ekki hafi verið gripið til þess ráðs áður að reka einhvern úr akademíunni fyrir þessar sakir, eftir því sem best verður komist. New York Times nefnir til dæmis að leikstjórinn Roman Polanski, sem játaði sök í kynferðisbrotamáli fyrir að hafa haft samræði við þrettán ára gamla stúlku, hafi ekki verið rekinn úr akademíunni og þá hafi grínistinn Bill Cosby ekki heldur verið rekinn þrátt fyrir að fjöldi kvenna hafi sakað hann um kynferðisbrot. Það eigi jafnframt við um leikarann og leikstjórann Mel Gibson sem játaði að hafa beitt kærustu sína ofbeldi árið 2011, auk þess að hafa látið fordómafull orð falla um gyðinga. Weinstein hefur átt afar farsælan feril þegar kemur að Óskarsverðlaunahátíðinni, en myndir sem hann hefur framleitt hafa í það heila hlotið 300 tilnefningar. New York Times segir aðild leikarans Carmine Caridi hafa verið afturkallaða árið 2004 fyrir að hafa brotið gegn reglum Óskarsverðlaunanna með því að lána eintök af kvikmyndunum sem höfðu verið tilnefndar það árið. Ólöglegar útgáfur af myndunum í fullum gæðum enduðu á netinu í kjölfarið. Á meðal þeirra sem sitja í stjórn akademíunnar eru leikstjórinn Steven Spielberg, leikkonan Whoopi Goldberg, Kathleen Kennedy forstjóri Lucasfilm, leikarinn Tom Hanks, heimildarmyndaleikstjórinn Rory Kennedy og Jim Gianopulos, stjórnarformaður kvikmyndaversins Paramount Pictures.
Óskarinn MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30 Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50
Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34