Fleiri konur saka Weinstein um nauðgun Atli Ísleifsson skrifar 15. október 2017 09:22 Lysette Anthony leikur í bresku sápuóperunni Hollyoaks. Vísir/Getty Tvær konur til viðbótar hafa nú sakað bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa nauðgað sér. Kvikmyndaakademían, sem meðal annars úthlutar Óskarsverðlaununum ár hvert, tilkynnti í gær að Weinstein hafi verið rekinn úr akademíunni. BBC greinir frá því að breska leikkonan Lysette Anthony segi Weinstein hafa ráðist á sig á heimili hennar í London seint á níunda áratugnum. Þá hefur önnur ónafngreind kona sagt Weinstein hafa nauðgað sér árið 1992. Sífellt fleiri hafa snúið baki við Weinstein á síðustu dögum í kjölfar röð ásakana um að hann hafi ýmist nauðgað eða áreitt konur kynferðislega. Bróðir Harvey Weinstein, Bob, hefur lýst bróður sínum sem „sjúkum og siðspilltum“ og þá hefur eiginkona hans til tíu ára og barnsmóðir, Georgina Chapman, farið frá honum. Hinn 65 ára Weinstein hefur neitað því að hafa nauðgað konunum og segir öll kynferðisleg samskipti hafa verið með samþykki beggja aðila. Lögregla í bæði London og New York eru með Weinstein til rannsóknar. Á þriðja tug kvenna – meðal annars leikkonurnar Angelina Jolie, Gwyneth Paltrow og Rose McGowan – hafa sakað Weinstein um að hafa ýmist áreitt sig kynferðislega eða nauðgað sér. Kynntist Weinstein árið 1982 Weinstein hefur verið einn valdamesti maður Hollywood síðustu árin og hafa kvikmyndir sem hann hefur framleitt hlotið rúmlega þrjú hundruð tilnefningar til Óskarsverðlauna og 81 Óskarsverðlaun. Lysette Anthony segir frá því í samtali við Sunday Times að hún hafi greint lögreglunni í London frá árás af hendi Weinstein. Anthony, sem leikur í bresku sápuóperunni Hollyoakes, segir að hún hafi hitt Weinstein þegar hún lék í kvikmyndinni Krull árið 1982, en að árásin hafi átt sér stað nokkrum árum síðar. Þá hefur ónafngreind kona greint Mail on Sunday frá því að Weinstein hafi nauðgað sér árið 1992 þegar hún starfaði á skrifstofum kyndmyndafyrirtækis hans í Vestur-London. Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Harvey Weinstein rekinn úr Óskarsakademíunni eftir fordæmalausa ákvörðun stjórnarinnar Weinstein hefur átt afar farsælan feril þegar kemur að Óskarsverðlaunahátíðinni, en myndir sem hann hefur framleitt hafa í það heila hlotið 300 tilnefningar. 14. október 2017 20:49 Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Tvær konur til viðbótar hafa nú sakað bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa nauðgað sér. Kvikmyndaakademían, sem meðal annars úthlutar Óskarsverðlaununum ár hvert, tilkynnti í gær að Weinstein hafi verið rekinn úr akademíunni. BBC greinir frá því að breska leikkonan Lysette Anthony segi Weinstein hafa ráðist á sig á heimili hennar í London seint á níunda áratugnum. Þá hefur önnur ónafngreind kona sagt Weinstein hafa nauðgað sér árið 1992. Sífellt fleiri hafa snúið baki við Weinstein á síðustu dögum í kjölfar röð ásakana um að hann hafi ýmist nauðgað eða áreitt konur kynferðislega. Bróðir Harvey Weinstein, Bob, hefur lýst bróður sínum sem „sjúkum og siðspilltum“ og þá hefur eiginkona hans til tíu ára og barnsmóðir, Georgina Chapman, farið frá honum. Hinn 65 ára Weinstein hefur neitað því að hafa nauðgað konunum og segir öll kynferðisleg samskipti hafa verið með samþykki beggja aðila. Lögregla í bæði London og New York eru með Weinstein til rannsóknar. Á þriðja tug kvenna – meðal annars leikkonurnar Angelina Jolie, Gwyneth Paltrow og Rose McGowan – hafa sakað Weinstein um að hafa ýmist áreitt sig kynferðislega eða nauðgað sér. Kynntist Weinstein árið 1982 Weinstein hefur verið einn valdamesti maður Hollywood síðustu árin og hafa kvikmyndir sem hann hefur framleitt hlotið rúmlega þrjú hundruð tilnefningar til Óskarsverðlauna og 81 Óskarsverðlaun. Lysette Anthony segir frá því í samtali við Sunday Times að hún hafi greint lögreglunni í London frá árás af hendi Weinstein. Anthony, sem leikur í bresku sápuóperunni Hollyoakes, segir að hún hafi hitt Weinstein þegar hún lék í kvikmyndinni Krull árið 1982, en að árásin hafi átt sér stað nokkrum árum síðar. Þá hefur ónafngreind kona greint Mail on Sunday frá því að Weinstein hafi nauðgað sér árið 1992 þegar hún starfaði á skrifstofum kyndmyndafyrirtækis hans í Vestur-London.
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Harvey Weinstein rekinn úr Óskarsakademíunni eftir fordæmalausa ákvörðun stjórnarinnar Weinstein hefur átt afar farsælan feril þegar kemur að Óskarsverðlaunahátíðinni, en myndir sem hann hefur framleitt hafa í það heila hlotið 300 tilnefningar. 14. október 2017 20:49 Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Harvey Weinstein rekinn úr Óskarsakademíunni eftir fordæmalausa ákvörðun stjórnarinnar Weinstein hefur átt afar farsælan feril þegar kemur að Óskarsverðlaunahátíðinni, en myndir sem hann hefur framleitt hafa í það heila hlotið 300 tilnefningar. 14. október 2017 20:49
Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50
Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32