Fleiri konur saka Weinstein um nauðgun Atli Ísleifsson skrifar 15. október 2017 09:22 Lysette Anthony leikur í bresku sápuóperunni Hollyoaks. Vísir/Getty Tvær konur til viðbótar hafa nú sakað bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa nauðgað sér. Kvikmyndaakademían, sem meðal annars úthlutar Óskarsverðlaununum ár hvert, tilkynnti í gær að Weinstein hafi verið rekinn úr akademíunni. BBC greinir frá því að breska leikkonan Lysette Anthony segi Weinstein hafa ráðist á sig á heimili hennar í London seint á níunda áratugnum. Þá hefur önnur ónafngreind kona sagt Weinstein hafa nauðgað sér árið 1992. Sífellt fleiri hafa snúið baki við Weinstein á síðustu dögum í kjölfar röð ásakana um að hann hafi ýmist nauðgað eða áreitt konur kynferðislega. Bróðir Harvey Weinstein, Bob, hefur lýst bróður sínum sem „sjúkum og siðspilltum“ og þá hefur eiginkona hans til tíu ára og barnsmóðir, Georgina Chapman, farið frá honum. Hinn 65 ára Weinstein hefur neitað því að hafa nauðgað konunum og segir öll kynferðisleg samskipti hafa verið með samþykki beggja aðila. Lögregla í bæði London og New York eru með Weinstein til rannsóknar. Á þriðja tug kvenna – meðal annars leikkonurnar Angelina Jolie, Gwyneth Paltrow og Rose McGowan – hafa sakað Weinstein um að hafa ýmist áreitt sig kynferðislega eða nauðgað sér. Kynntist Weinstein árið 1982 Weinstein hefur verið einn valdamesti maður Hollywood síðustu árin og hafa kvikmyndir sem hann hefur framleitt hlotið rúmlega þrjú hundruð tilnefningar til Óskarsverðlauna og 81 Óskarsverðlaun. Lysette Anthony segir frá því í samtali við Sunday Times að hún hafi greint lögreglunni í London frá árás af hendi Weinstein. Anthony, sem leikur í bresku sápuóperunni Hollyoakes, segir að hún hafi hitt Weinstein þegar hún lék í kvikmyndinni Krull árið 1982, en að árásin hafi átt sér stað nokkrum árum síðar. Þá hefur ónafngreind kona greint Mail on Sunday frá því að Weinstein hafi nauðgað sér árið 1992 þegar hún starfaði á skrifstofum kyndmyndafyrirtækis hans í Vestur-London. Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Harvey Weinstein rekinn úr Óskarsakademíunni eftir fordæmalausa ákvörðun stjórnarinnar Weinstein hefur átt afar farsælan feril þegar kemur að Óskarsverðlaunahátíðinni, en myndir sem hann hefur framleitt hafa í það heila hlotið 300 tilnefningar. 14. október 2017 20:49 Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira
Tvær konur til viðbótar hafa nú sakað bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa nauðgað sér. Kvikmyndaakademían, sem meðal annars úthlutar Óskarsverðlaununum ár hvert, tilkynnti í gær að Weinstein hafi verið rekinn úr akademíunni. BBC greinir frá því að breska leikkonan Lysette Anthony segi Weinstein hafa ráðist á sig á heimili hennar í London seint á níunda áratugnum. Þá hefur önnur ónafngreind kona sagt Weinstein hafa nauðgað sér árið 1992. Sífellt fleiri hafa snúið baki við Weinstein á síðustu dögum í kjölfar röð ásakana um að hann hafi ýmist nauðgað eða áreitt konur kynferðislega. Bróðir Harvey Weinstein, Bob, hefur lýst bróður sínum sem „sjúkum og siðspilltum“ og þá hefur eiginkona hans til tíu ára og barnsmóðir, Georgina Chapman, farið frá honum. Hinn 65 ára Weinstein hefur neitað því að hafa nauðgað konunum og segir öll kynferðisleg samskipti hafa verið með samþykki beggja aðila. Lögregla í bæði London og New York eru með Weinstein til rannsóknar. Á þriðja tug kvenna – meðal annars leikkonurnar Angelina Jolie, Gwyneth Paltrow og Rose McGowan – hafa sakað Weinstein um að hafa ýmist áreitt sig kynferðislega eða nauðgað sér. Kynntist Weinstein árið 1982 Weinstein hefur verið einn valdamesti maður Hollywood síðustu árin og hafa kvikmyndir sem hann hefur framleitt hlotið rúmlega þrjú hundruð tilnefningar til Óskarsverðlauna og 81 Óskarsverðlaun. Lysette Anthony segir frá því í samtali við Sunday Times að hún hafi greint lögreglunni í London frá árás af hendi Weinstein. Anthony, sem leikur í bresku sápuóperunni Hollyoakes, segir að hún hafi hitt Weinstein þegar hún lék í kvikmyndinni Krull árið 1982, en að árásin hafi átt sér stað nokkrum árum síðar. Þá hefur ónafngreind kona greint Mail on Sunday frá því að Weinstein hafi nauðgað sér árið 1992 þegar hún starfaði á skrifstofum kyndmyndafyrirtækis hans í Vestur-London.
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Harvey Weinstein rekinn úr Óskarsakademíunni eftir fordæmalausa ákvörðun stjórnarinnar Weinstein hefur átt afar farsælan feril þegar kemur að Óskarsverðlaunahátíðinni, en myndir sem hann hefur framleitt hafa í það heila hlotið 300 tilnefningar. 14. október 2017 20:49 Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira
Harvey Weinstein rekinn úr Óskarsakademíunni eftir fordæmalausa ákvörðun stjórnarinnar Weinstein hefur átt afar farsælan feril þegar kemur að Óskarsverðlaunahátíðinni, en myndir sem hann hefur framleitt hafa í það heila hlotið 300 tilnefningar. 14. október 2017 20:49
Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50
Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32