Þór Akureyri tryggði sig örugglega áfram í 16-liða úrslit Malt bikarsins í körfubolta karla með stórsigri á Haukum b í Hafnarfirði í dag.
Lokatölur í leiknum urðu 60-124 en gestirnir leiddu 30-65 í hálfleik.
Stigahæstir hjá Þór voru Marques Oliver með 22 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar, Sindri Davíðsson með 21 stig, 2 fráköst og 5 stosendingar og Svavar Sigurður Sigurðarson með 16 stig, 9 fráköst og 1 stoðsendingu
Hjá Haukum b var Sveinn Ómar Sveinsson stigahæstur með 15 stig, 10 fráköst og 1 stoðsendingu, Sigurður Þór Einarsson skoraði 12 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar og Kristinn Geir Pálsson var með 8 stig.
Þór Ak örugglega áfram í bikarnum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
