Kirkuk í höndum Íraka Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2017 19:57 Vísir/AFP Írakski herinn er nú með stjórn á borginni Kirkuk eftir sókn gegn Kúrdum sem hófst í gærkvöldi. Ekki er vitað hvort einhver hafi látið lífið og þá hve margir en yfirvöld í Baghdad segja að Peshmerga-sveitir og aðrar vopnaðar sveitir Kúrda hafi hörfað án átaka. Það er þó ljóst að til bardaga kom sunnan við borgina og munu einhverjir hafa fallið þar samkvæmt frétt Reuters.Undanhald Kúrda hefur leitt til deilna á milli tveggja helstu fylkinga þeirra í Írak, KDP og PUK. Yfirstjórn Peshmerga-sveitanna hefur samkvæmt BBC sakað PUK-liða um að hafa svikið íbúa Kúrdistan. PUK-liðar segja hins vegar að þeir hafi ekki fyrirskipað undanhald og að tugir meðlima þeirra hafi dáið og særst. Það hafi hins vegar enginn meðlimur Peshmerga-sveitanna gert.Kúrdar tóku yfir stjórn Kirkuk eftir að írakski herinn flúði undan skyndisókn Íslamska ríkisins sumarið 2014. Peshmerga-sveitir Kúrda ráku ISIS-liða svo frá borginni og nærliggjandi svæðum. Stórar olíulindir eru umhverfis borgina en tekjurnar þaðan hafa reynst Kúrdum mikilvægar á undanförnum árum. Ekki er vitað hvort og þá hvenær írakski herinn mun reyna að ná tökum á olíulindunum. Þrjár vikur eru síðan atkvæðagreiðsla um sjálfstæði frá Írak var haldin á sjálfstjórnarsvæði Kúrda og í Kirkuk. Leiðtogar Írak hafa fordæmt atkvæðagreiðsluna. Þúsundir Kúrda flúðu frá Kirkuk í dag af ótta við hefndaraðgerðir. Bandaríkin hafa kallað eftir ró á svæðinu og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði nú í kvöld að Bandaríkin væru hlutlaus en það væri ekki gott að til átaka hefðu komið þar sem Bandaríkin hafi átt í góðu samstarfi með báðum aðilum. Aðgerðir Íraka voru studdar af yfirvöldum í Tyrklandi og í Íran. Stórir hópar Kúrda búa í öllum ríkjunum auk Sýrlands.Án ríkis í hundrað árVið lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrk landi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Kúrdar beittir þrýstingi Yfirvöld Írak, Tyrklandi og Íran vilja að Kúrdar felli niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um sjálfstætt ríki Kúrda úr gildi. 29. september 2017 13:16 Írakar handtaka háttsetta Kúrda Dómstóll í Írak fyrirskipaði í gær handtökur embættismanna Kúrda sem skipulögðu kosningar um stofnun sjálfstæðs ríkis írakskra Kúrda í september. BBC segir um að ræða meðlimi kjörstjórnar. 12. október 2017 06:00 Niðurstöður kosninga um sjálfstæði verði gerðar ógildar Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, fór í gær fram á að yfirvöld í Íraska Kúrdistan ógiltu niðurstöður nýafstaðinna kosninga um sjálfstæði svæðisins. Kosið var á mánudag og greiddu 92 prósent kjósenda með því að lýsa yfir sjálfstæði en kjörsókn var rúm sjötíu prósent. 28. september 2017 06:00 Írakska hernum og Kúrdum lýstur saman Bardagar geisa nú í Kirkuk-héraði í Írak eftir að stjórnvöld í höfuðborginni Bagdad sendu herlið gegn Kúrdum sem hafa haft héraðið á valdi sínu síðustu misserin. 16. október 2017 06:42 Abadi heitir því að ná tökum á Kúrdistan Írakska þingið hefur beðið forsætisráðherrann að senda hermenn til Kirkuk, sem er undir stjórn Kúrda. 27. september 2017 14:00 Tyrkir hóta Kúrdum aðgerðum eftir kosningar um sjálfstæði Um 90 prósent íraskra Kúrda vilja sjálfstæði, samkvæmt niðurstöðum kosninga sem haldnar voru á mánudaginn. Forseti Tyrklands hótar að skera á olíuflutninga og svelta þjóðflokkinn. 27. september 2017 06:00 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Írakski herinn er nú með stjórn á borginni Kirkuk eftir sókn gegn Kúrdum sem hófst í gærkvöldi. Ekki er vitað hvort einhver hafi látið lífið og þá hve margir en yfirvöld í Baghdad segja að Peshmerga-sveitir og aðrar vopnaðar sveitir Kúrda hafi hörfað án átaka. Það er þó ljóst að til bardaga kom sunnan við borgina og munu einhverjir hafa fallið þar samkvæmt frétt Reuters.Undanhald Kúrda hefur leitt til deilna á milli tveggja helstu fylkinga þeirra í Írak, KDP og PUK. Yfirstjórn Peshmerga-sveitanna hefur samkvæmt BBC sakað PUK-liða um að hafa svikið íbúa Kúrdistan. PUK-liðar segja hins vegar að þeir hafi ekki fyrirskipað undanhald og að tugir meðlima þeirra hafi dáið og særst. Það hafi hins vegar enginn meðlimur Peshmerga-sveitanna gert.Kúrdar tóku yfir stjórn Kirkuk eftir að írakski herinn flúði undan skyndisókn Íslamska ríkisins sumarið 2014. Peshmerga-sveitir Kúrda ráku ISIS-liða svo frá borginni og nærliggjandi svæðum. Stórar olíulindir eru umhverfis borgina en tekjurnar þaðan hafa reynst Kúrdum mikilvægar á undanförnum árum. Ekki er vitað hvort og þá hvenær írakski herinn mun reyna að ná tökum á olíulindunum. Þrjár vikur eru síðan atkvæðagreiðsla um sjálfstæði frá Írak var haldin á sjálfstjórnarsvæði Kúrda og í Kirkuk. Leiðtogar Írak hafa fordæmt atkvæðagreiðsluna. Þúsundir Kúrda flúðu frá Kirkuk í dag af ótta við hefndaraðgerðir. Bandaríkin hafa kallað eftir ró á svæðinu og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði nú í kvöld að Bandaríkin væru hlutlaus en það væri ekki gott að til átaka hefðu komið þar sem Bandaríkin hafi átt í góðu samstarfi með báðum aðilum. Aðgerðir Íraka voru studdar af yfirvöldum í Tyrklandi og í Íran. Stórir hópar Kúrda búa í öllum ríkjunum auk Sýrlands.Án ríkis í hundrað árVið lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrk landi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Kúrdar beittir þrýstingi Yfirvöld Írak, Tyrklandi og Íran vilja að Kúrdar felli niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um sjálfstætt ríki Kúrda úr gildi. 29. september 2017 13:16 Írakar handtaka háttsetta Kúrda Dómstóll í Írak fyrirskipaði í gær handtökur embættismanna Kúrda sem skipulögðu kosningar um stofnun sjálfstæðs ríkis írakskra Kúrda í september. BBC segir um að ræða meðlimi kjörstjórnar. 12. október 2017 06:00 Niðurstöður kosninga um sjálfstæði verði gerðar ógildar Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, fór í gær fram á að yfirvöld í Íraska Kúrdistan ógiltu niðurstöður nýafstaðinna kosninga um sjálfstæði svæðisins. Kosið var á mánudag og greiddu 92 prósent kjósenda með því að lýsa yfir sjálfstæði en kjörsókn var rúm sjötíu prósent. 28. september 2017 06:00 Írakska hernum og Kúrdum lýstur saman Bardagar geisa nú í Kirkuk-héraði í Írak eftir að stjórnvöld í höfuðborginni Bagdad sendu herlið gegn Kúrdum sem hafa haft héraðið á valdi sínu síðustu misserin. 16. október 2017 06:42 Abadi heitir því að ná tökum á Kúrdistan Írakska þingið hefur beðið forsætisráðherrann að senda hermenn til Kirkuk, sem er undir stjórn Kúrda. 27. september 2017 14:00 Tyrkir hóta Kúrdum aðgerðum eftir kosningar um sjálfstæði Um 90 prósent íraskra Kúrda vilja sjálfstæði, samkvæmt niðurstöðum kosninga sem haldnar voru á mánudaginn. Forseti Tyrklands hótar að skera á olíuflutninga og svelta þjóðflokkinn. 27. september 2017 06:00 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Kúrdar beittir þrýstingi Yfirvöld Írak, Tyrklandi og Íran vilja að Kúrdar felli niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um sjálfstætt ríki Kúrda úr gildi. 29. september 2017 13:16
Írakar handtaka háttsetta Kúrda Dómstóll í Írak fyrirskipaði í gær handtökur embættismanna Kúrda sem skipulögðu kosningar um stofnun sjálfstæðs ríkis írakskra Kúrda í september. BBC segir um að ræða meðlimi kjörstjórnar. 12. október 2017 06:00
Niðurstöður kosninga um sjálfstæði verði gerðar ógildar Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, fór í gær fram á að yfirvöld í Íraska Kúrdistan ógiltu niðurstöður nýafstaðinna kosninga um sjálfstæði svæðisins. Kosið var á mánudag og greiddu 92 prósent kjósenda með því að lýsa yfir sjálfstæði en kjörsókn var rúm sjötíu prósent. 28. september 2017 06:00
Írakska hernum og Kúrdum lýstur saman Bardagar geisa nú í Kirkuk-héraði í Írak eftir að stjórnvöld í höfuðborginni Bagdad sendu herlið gegn Kúrdum sem hafa haft héraðið á valdi sínu síðustu misserin. 16. október 2017 06:42
Abadi heitir því að ná tökum á Kúrdistan Írakska þingið hefur beðið forsætisráðherrann að senda hermenn til Kirkuk, sem er undir stjórn Kúrda. 27. september 2017 14:00
Tyrkir hóta Kúrdum aðgerðum eftir kosningar um sjálfstæði Um 90 prósent íraskra Kúrda vilja sjálfstæði, samkvæmt niðurstöðum kosninga sem haldnar voru á mánudaginn. Forseti Tyrklands hótar að skera á olíuflutninga og svelta þjóðflokkinn. 27. september 2017 06:00
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent