Höfuðvígi Ríkis íslams í Raqqa sagt fallið Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2017 13:28 Hermaður SDF í Raqqa í ágúst. Orrustan um borgina hefur staðið yfir frá því í júní. Vísir/AFP Bandalag sýrlenskra kúrda og araba sem stutt er af Bandaríkjunum hefur náð fullu valdi á sýrlensku borginni Raqqa. Borgin hefur verið höfuðvígi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams en orrustan um hana hefur staðið yfir í fimm mánuði. „Öllu er lokið í Raqqa, hersveitir okkar hafa fulla stjórn á Raqqa,“ segir Talal Sello, talsmaður Sýrlensku lýðræðisveitanna. Um þrjúhundruð íslamistar voru eftir í borginni á sunnudag eftir að sýrlenskir vígamenn og fjölskyldur þeirra höfðu yfirgefið hana í samræmi við samkomulag sem gert hafði verið. Erlendir vígamenn háðu lokabaráttu sína á íþróttaleikvelli borgarinnar og sjúkrahúsi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að talið sé að 22 hafi fallið í lokaatlögunni að sjúkrahúsinu. Nú stendur yfir hreinsunarstarf í borginni þar sem bandalagshersveitirnar leita uppi liðsmenn Ríkis íslams sem gætu leynst þar og fjarlægja jarðsprengjur. Búist er við því að formlega siguryfirlýsing verði gefin út síðar í dag. Ríki íslams hertók Raqqa snemma árs 2014 og gerði borgina að höfuðvígi að yfirlýstu kalífadæmi sínu. Undir stjórn samtakanna voru ströng trúarleg lög í gildi. BBC segir að liðsmenn þeirra hafi beitt afhöfðunum, krossfestingum og pyntingum til að halda borgarbúum í heljartökum. Sýrland Tengdar fréttir Sýrlenskar hersveitir brjóta sér leið inn í Raqqa Kúrdíska bandalagið SDF komst í gegnum hinn sögufræga Rafiqa-múr í Raqqa. 4. júlí 2017 07:16 SÞ: Gífurlegt mannfall í loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna í Raqqa Hundruð óbreyttra borgara eru talin hafa fallið í orrustunni um Raqqa í Sýrlandi frá því í mars. Stríðsglæparannsakandi SÞ segir gífurlegt mannfall hafa hlotist af loftárásum Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. 14. júní 2017 14:54 Bardaginn um Raqqa mun taka mánuði SDF hefur umkringt borgina algerlega og sókn þeirra hefur gengið vel í vikunni. 6. júlí 2017 13:42 Hundrað vígamenn Ríkis íslams hafa gefist upp síðastliðinn sólarhring Um hundrað vígamenn Íslamska ríkisins hafa gefist upp í sýrlensku borginni Raqqa síðastliðinn sólarhring. 14. október 2017 14:16 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Bandalag sýrlenskra kúrda og araba sem stutt er af Bandaríkjunum hefur náð fullu valdi á sýrlensku borginni Raqqa. Borgin hefur verið höfuðvígi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams en orrustan um hana hefur staðið yfir í fimm mánuði. „Öllu er lokið í Raqqa, hersveitir okkar hafa fulla stjórn á Raqqa,“ segir Talal Sello, talsmaður Sýrlensku lýðræðisveitanna. Um þrjúhundruð íslamistar voru eftir í borginni á sunnudag eftir að sýrlenskir vígamenn og fjölskyldur þeirra höfðu yfirgefið hana í samræmi við samkomulag sem gert hafði verið. Erlendir vígamenn háðu lokabaráttu sína á íþróttaleikvelli borgarinnar og sjúkrahúsi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að talið sé að 22 hafi fallið í lokaatlögunni að sjúkrahúsinu. Nú stendur yfir hreinsunarstarf í borginni þar sem bandalagshersveitirnar leita uppi liðsmenn Ríkis íslams sem gætu leynst þar og fjarlægja jarðsprengjur. Búist er við því að formlega siguryfirlýsing verði gefin út síðar í dag. Ríki íslams hertók Raqqa snemma árs 2014 og gerði borgina að höfuðvígi að yfirlýstu kalífadæmi sínu. Undir stjórn samtakanna voru ströng trúarleg lög í gildi. BBC segir að liðsmenn þeirra hafi beitt afhöfðunum, krossfestingum og pyntingum til að halda borgarbúum í heljartökum.
Sýrland Tengdar fréttir Sýrlenskar hersveitir brjóta sér leið inn í Raqqa Kúrdíska bandalagið SDF komst í gegnum hinn sögufræga Rafiqa-múr í Raqqa. 4. júlí 2017 07:16 SÞ: Gífurlegt mannfall í loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna í Raqqa Hundruð óbreyttra borgara eru talin hafa fallið í orrustunni um Raqqa í Sýrlandi frá því í mars. Stríðsglæparannsakandi SÞ segir gífurlegt mannfall hafa hlotist af loftárásum Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. 14. júní 2017 14:54 Bardaginn um Raqqa mun taka mánuði SDF hefur umkringt borgina algerlega og sókn þeirra hefur gengið vel í vikunni. 6. júlí 2017 13:42 Hundrað vígamenn Ríkis íslams hafa gefist upp síðastliðinn sólarhring Um hundrað vígamenn Íslamska ríkisins hafa gefist upp í sýrlensku borginni Raqqa síðastliðinn sólarhring. 14. október 2017 14:16 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Sýrlenskar hersveitir brjóta sér leið inn í Raqqa Kúrdíska bandalagið SDF komst í gegnum hinn sögufræga Rafiqa-múr í Raqqa. 4. júlí 2017 07:16
SÞ: Gífurlegt mannfall í loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna í Raqqa Hundruð óbreyttra borgara eru talin hafa fallið í orrustunni um Raqqa í Sýrlandi frá því í mars. Stríðsglæparannsakandi SÞ segir gífurlegt mannfall hafa hlotist af loftárásum Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. 14. júní 2017 14:54
Bardaginn um Raqqa mun taka mánuði SDF hefur umkringt borgina algerlega og sókn þeirra hefur gengið vel í vikunni. 6. júlí 2017 13:42
Hundrað vígamenn Ríkis íslams hafa gefist upp síðastliðinn sólarhring Um hundrað vígamenn Íslamska ríkisins hafa gefist upp í sýrlensku borginni Raqqa síðastliðinn sólarhring. 14. október 2017 14:16