Segir lendingu Primera Air í Alicante hafa verið svakalega: „Ég hef aldrei lent í öðru eins“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. október 2017 16:59 Mynd sem Sturla tók af viðbúnaðinum á Alicante-flugvelli fyrr í dag. Sturla Helgi Magnússon Rúmlega 200 Íslendingar bíða nú á Alicante-flugvelli á Spáni eftir því að komast heim til Íslands. Farþegarnir áttu bókað far með áætlunarflugi Primera Air í dag. Klukkan tvö fór farþegaþota flugfélagsins frá Alicante-velli en skömmu eftir flugtak var tilkynnt að viðvörunarljós hefði kviknað sem gæfi til kynna bilun í öðrum hreyfli þotunnar. Sturla Helgi Magnússon er einn af þessum farþegum en hann segist hafa orðið var við það þegar allur kraftur fór úr öðrum hreyflinum. Flugstjóri þotunnar hafi tilkynnt farþegum að snúa þyrfti við og lenda aftur á Alicante-flugvelli. Mikill viðbúnaður var á vellinum þar sem um svokallaða öryggislendingu var að ræða og biðu slökkviliðsmenn eftir þotunni.Viftur voru notaðar til að kæla bremsurnar eftir lendingu.Sturla Helgi Magnússon„Hún var svakaleg,“ segir Sturla um lendinguna. „Hún var ekki harkaleg en alveg ofboðslega hröð. Ég hef aldrei lent í öðru eins. Það var eins og þeir gætu ekki notað mótorbremsur eða neitt.“ Slökkviliðsmennirnir voru með viftur til taks þegar þotunni hafði verið lent til að kæla niður bremsur hennar. Flugvélin lenti á Alicante-flugvelli klukkan 15.30 að staðartíma þar sem farþegarnir fengu afhenta inneign upp á 15 evrur, eða rúmlega 1.800 íslenskar krónur, sem þeir geta nýtt á flugstöðinni.Farþegar á Alicante-flugvelli.Sturla Helgi MagnússonPrimera Air hefur sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að ákveðið hefur verið að senda aðra farþegaþotu til Spánar til að sækja farþegana. Verður farþegunum ekið aftur til Alicante þar sem þeim verður boðin gistin á hóteli ásamt kvöldverði. Áætlað er að farþegar fljúgi aftur til Keflavíkur klukkan 05:00 að staðartíma á morgun.Tilkynning Primera Air vegna málsins: Ákveðið hefur verið að senda aðra flugvél til Alicante á Spáni til að sækja farþega Primera Air sem voru um borð í vél með flugnúmerið 6F108, en henni var snúið til baka til flugvallar skömmu eftir flugtak um miðjan dag í dag. Viðvörunarljós sem kviknuðu bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar og í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Flugvélin lenti kl 15:30 að staðartíma í Alicante. Tæknimenn skoðuðu vélina og hafa nú staðfest bilun í hreyflinum. Óskað hefur verið eftir varahlutum til viðgerða en um er að ræða olíusíu í vinstri hreyfli. Hins vegar er ljóst að viðgerð muni ekki ljúka áður en kemur til lögbundins hvíldartíma áhafnar og því hefur verið ákveðið að senda aðra flugvél til að sækja farþega. Farþegum flugvélarinnar verður nú ekið aftur til Alicante þar sem þeim er boðin gisting á hóteli ásamt kvöldverði. Áætlað er að farþegar fljúgi til Keflavíkur kl. 05:00 að staðartíma. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þotu Primera Air lent aftur með hraði skömmu eftir flugtak á Alicante Farþegar margir hverjir Íslendingar sem heyrðu háan smell skömmu áður en þotunni var snúið við. 17. október 2017 14:51 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Rúmlega 200 Íslendingar bíða nú á Alicante-flugvelli á Spáni eftir því að komast heim til Íslands. Farþegarnir áttu bókað far með áætlunarflugi Primera Air í dag. Klukkan tvö fór farþegaþota flugfélagsins frá Alicante-velli en skömmu eftir flugtak var tilkynnt að viðvörunarljós hefði kviknað sem gæfi til kynna bilun í öðrum hreyfli þotunnar. Sturla Helgi Magnússon er einn af þessum farþegum en hann segist hafa orðið var við það þegar allur kraftur fór úr öðrum hreyflinum. Flugstjóri þotunnar hafi tilkynnt farþegum að snúa þyrfti við og lenda aftur á Alicante-flugvelli. Mikill viðbúnaður var á vellinum þar sem um svokallaða öryggislendingu var að ræða og biðu slökkviliðsmenn eftir þotunni.Viftur voru notaðar til að kæla bremsurnar eftir lendingu.Sturla Helgi Magnússon„Hún var svakaleg,“ segir Sturla um lendinguna. „Hún var ekki harkaleg en alveg ofboðslega hröð. Ég hef aldrei lent í öðru eins. Það var eins og þeir gætu ekki notað mótorbremsur eða neitt.“ Slökkviliðsmennirnir voru með viftur til taks þegar þotunni hafði verið lent til að kæla niður bremsur hennar. Flugvélin lenti á Alicante-flugvelli klukkan 15.30 að staðartíma þar sem farþegarnir fengu afhenta inneign upp á 15 evrur, eða rúmlega 1.800 íslenskar krónur, sem þeir geta nýtt á flugstöðinni.Farþegar á Alicante-flugvelli.Sturla Helgi MagnússonPrimera Air hefur sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að ákveðið hefur verið að senda aðra farþegaþotu til Spánar til að sækja farþegana. Verður farþegunum ekið aftur til Alicante þar sem þeim verður boðin gistin á hóteli ásamt kvöldverði. Áætlað er að farþegar fljúgi aftur til Keflavíkur klukkan 05:00 að staðartíma á morgun.Tilkynning Primera Air vegna málsins: Ákveðið hefur verið að senda aðra flugvél til Alicante á Spáni til að sækja farþega Primera Air sem voru um borð í vél með flugnúmerið 6F108, en henni var snúið til baka til flugvallar skömmu eftir flugtak um miðjan dag í dag. Viðvörunarljós sem kviknuðu bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar og í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Flugvélin lenti kl 15:30 að staðartíma í Alicante. Tæknimenn skoðuðu vélina og hafa nú staðfest bilun í hreyflinum. Óskað hefur verið eftir varahlutum til viðgerða en um er að ræða olíusíu í vinstri hreyfli. Hins vegar er ljóst að viðgerð muni ekki ljúka áður en kemur til lögbundins hvíldartíma áhafnar og því hefur verið ákveðið að senda aðra flugvél til að sækja farþega. Farþegum flugvélarinnar verður nú ekið aftur til Alicante þar sem þeim er boðin gisting á hóteli ásamt kvöldverði. Áætlað er að farþegar fljúgi til Keflavíkur kl. 05:00 að staðartíma.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þotu Primera Air lent aftur með hraði skömmu eftir flugtak á Alicante Farþegar margir hverjir Íslendingar sem heyrðu háan smell skömmu áður en þotunni var snúið við. 17. október 2017 14:51 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Þotu Primera Air lent aftur með hraði skömmu eftir flugtak á Alicante Farþegar margir hverjir Íslendingar sem heyrðu háan smell skömmu áður en þotunni var snúið við. 17. október 2017 14:51