Tveir dómarar stöðva þriðja ferðabann Trump Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2017 12:36 Boðað ferðabann Trump hefur verið umdeilt á meðal Bandaríkjamanna. Vísir/AFP Alríkisdómarar á Havaí og í Maryland hafa stöðvað nýtt ferðabann ríkisstjórnar Donalds Trump í Bandaríkjunum sem átti að taka gildi í dag. Annar þeirra vísaði til orða Trump sjálfs um að bannið beindist fyrst og fremst að múslimum. Bannið sem átti að taka gildi í dag beindist að Sýrlandi, Líbíu, Íran, Jemen, Tsjad, Sómalíu, Norður-Kóreu og Venesúela. Dómari á Havaí stöðvaði gildistökuna í gær fyrir öll löndin nema þau tvö síðastnefndu, að því er segir í frétt Washington Post. Taldi dómarinn að Trump hefði farið út fyrir valdsvið sitt samkvæmt innflytjendalögum. Bannið átti að útiloka þá borgara ríkjanna sem hefðu ekki „raunverulegt“ samband við Bandaríkin. Dómarinn í Maryland taldi einnig að Trump hefði tekið sér vald sem hann hafi ekki að hluta til. Sá taldi að orð Trump í kosningabaráttunni sýndu fram á að hann ætlaði banninu að beinast gegn múslimum. Því stangaðist ferðabann hans á við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Trump hefur þegar lýst því yfir að það muni áfrýja úrskurði dómarans á Havaí. Fyrri tilraunir ríkisstjórnar Trump til að koma á ferðabanni hafa einnig verið stöðvaðar af dómstólum. Útgáfan sem nú var slegin niður tímabundið er sú þriðja sem Trump hefur lagt til. Donald Trump Tengdar fréttir Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. 25. september 2017 07:47 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Alríkisdómarar á Havaí og í Maryland hafa stöðvað nýtt ferðabann ríkisstjórnar Donalds Trump í Bandaríkjunum sem átti að taka gildi í dag. Annar þeirra vísaði til orða Trump sjálfs um að bannið beindist fyrst og fremst að múslimum. Bannið sem átti að taka gildi í dag beindist að Sýrlandi, Líbíu, Íran, Jemen, Tsjad, Sómalíu, Norður-Kóreu og Venesúela. Dómari á Havaí stöðvaði gildistökuna í gær fyrir öll löndin nema þau tvö síðastnefndu, að því er segir í frétt Washington Post. Taldi dómarinn að Trump hefði farið út fyrir valdsvið sitt samkvæmt innflytjendalögum. Bannið átti að útiloka þá borgara ríkjanna sem hefðu ekki „raunverulegt“ samband við Bandaríkin. Dómarinn í Maryland taldi einnig að Trump hefði tekið sér vald sem hann hafi ekki að hluta til. Sá taldi að orð Trump í kosningabaráttunni sýndu fram á að hann ætlaði banninu að beinast gegn múslimum. Því stangaðist ferðabann hans á við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Trump hefur þegar lýst því yfir að það muni áfrýja úrskurði dómarans á Havaí. Fyrri tilraunir ríkisstjórnar Trump til að koma á ferðabanni hafa einnig verið stöðvaðar af dómstólum. Útgáfan sem nú var slegin niður tímabundið er sú þriðja sem Trump hefur lagt til.
Donald Trump Tengdar fréttir Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. 25. september 2017 07:47 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. 25. september 2017 07:47