Var byrlað nauðgunarlyf: Vísað út af dyraverði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2017 19:00 Síðasta föstudagskvöld fór Hrund Snorradóttir á bar með vinkonu sinni eftir matarboð sem þær voru í. „Og ég fer á barinn og sæki drykki handa okkur. Ég veit ekki hvort það hafi eitthvað að segja en ég fer tvær ferðir frá barnum að borðinu okkar. Hálftíma síðar er ég farin að æla óstjórnlega.“ Hrund vissi strax að eitthvað undarlegt væri á seyði en fyrir utan óstjórnleg uppköst var hún svo máttlaus að hún gat ekki staðið upp og taugakerfið hrundi svo hún grét háum hljóðum. Þá kemur dyravörður að henni „Sem segir að ég geti ekki bara setið þarna og ælt í bjórglös fyrir framan aðra gesti og vísar mér út. Það er á þeim tímapunkti sem ég bið um að það sé hringt á sjúkrabíl því ég get ekki staðið upp.“ Hrund segir alvarlegt að fólk sé strax dæmt ofurölvi og fái ekki að njóta vafans. „Og þótt þetta hefði verið ofurölvun, þá hvað? Er manni bara sópað út og skilinn eftir? Ber þeim ekki skylda að koma manni í öruggar hendur? Hverjir eru verkferlarnir þegar svona er?“Viðmót lögreglu kalt Hrund missti meðvitund, líkamshitinn lækkaði, hún fékk krampa og mikinn hjartslátt. Læknar gátu ekki greint eitrunina en sögðu einkennin svo sterk og áfengismagnið það lítið að allar líkur væru á lyfjabyrlun. Nú tveimur dögum síðar er Hrund enn að ná fullri heilsu. „Andlega er ég bara reið. Ég vil að það sé vakin athygli á þessu, að starfsfólk skemmtistaða þekki einkennin og bregðist rétt við þeim.“ Hrund gagnrýnir einnig vinnubrögð lögreglu, sem tók á móti henni í sjúkrabílnum. Hún man þó ekki eftir því sjálf en vinkona hennar var með henni og hefur sagt henni frá atburðarásinni. „Vinkona mín segir að við hefðum mætt mjög miklum kulda. Eins og okkur væri ekki trúað, lögregla skráði þetta ekki og fylgdi því ekki á eftir. Mér finnst það mjög alvarlegt mál.“ Eins bendir Hrund á að ef miðaldra karlmaður kæmi með sömu einkenni og hún á spítala væri hjartað athugað undir eins. Hún var spurð um annað. „Það var látið við mig eins og ég væri hysterísk, spurt hvernig ég væri andlega, og hvort þetta gæti verið ælupest," segir Hrund.Ekki vitað um fjölda tilfella Vegna þess hve erfitt er að greina lyfjabyrlun er ekki hægt að fá staðfestar tölur um fjölda þeirra sem leita til Bráðamóttökunnar vegna slíkra mála. Samkvæmt upplýsingum frá yfirlækni Bráðamóttökunnar ætlar spítalinn aftur á móti í samstarf við lögreglu og gera ítarlegri greiningar á atvikum þar sem grunur leikur á um lyfjabyrlun, svo hægt sé að fá hugmynd um tíðni atvika. Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira
Síðasta föstudagskvöld fór Hrund Snorradóttir á bar með vinkonu sinni eftir matarboð sem þær voru í. „Og ég fer á barinn og sæki drykki handa okkur. Ég veit ekki hvort það hafi eitthvað að segja en ég fer tvær ferðir frá barnum að borðinu okkar. Hálftíma síðar er ég farin að æla óstjórnlega.“ Hrund vissi strax að eitthvað undarlegt væri á seyði en fyrir utan óstjórnleg uppköst var hún svo máttlaus að hún gat ekki staðið upp og taugakerfið hrundi svo hún grét háum hljóðum. Þá kemur dyravörður að henni „Sem segir að ég geti ekki bara setið þarna og ælt í bjórglös fyrir framan aðra gesti og vísar mér út. Það er á þeim tímapunkti sem ég bið um að það sé hringt á sjúkrabíl því ég get ekki staðið upp.“ Hrund segir alvarlegt að fólk sé strax dæmt ofurölvi og fái ekki að njóta vafans. „Og þótt þetta hefði verið ofurölvun, þá hvað? Er manni bara sópað út og skilinn eftir? Ber þeim ekki skylda að koma manni í öruggar hendur? Hverjir eru verkferlarnir þegar svona er?“Viðmót lögreglu kalt Hrund missti meðvitund, líkamshitinn lækkaði, hún fékk krampa og mikinn hjartslátt. Læknar gátu ekki greint eitrunina en sögðu einkennin svo sterk og áfengismagnið það lítið að allar líkur væru á lyfjabyrlun. Nú tveimur dögum síðar er Hrund enn að ná fullri heilsu. „Andlega er ég bara reið. Ég vil að það sé vakin athygli á þessu, að starfsfólk skemmtistaða þekki einkennin og bregðist rétt við þeim.“ Hrund gagnrýnir einnig vinnubrögð lögreglu, sem tók á móti henni í sjúkrabílnum. Hún man þó ekki eftir því sjálf en vinkona hennar var með henni og hefur sagt henni frá atburðarásinni. „Vinkona mín segir að við hefðum mætt mjög miklum kulda. Eins og okkur væri ekki trúað, lögregla skráði þetta ekki og fylgdi því ekki á eftir. Mér finnst það mjög alvarlegt mál.“ Eins bendir Hrund á að ef miðaldra karlmaður kæmi með sömu einkenni og hún á spítala væri hjartað athugað undir eins. Hún var spurð um annað. „Það var látið við mig eins og ég væri hysterísk, spurt hvernig ég væri andlega, og hvort þetta gæti verið ælupest," segir Hrund.Ekki vitað um fjölda tilfella Vegna þess hve erfitt er að greina lyfjabyrlun er ekki hægt að fá staðfestar tölur um fjölda þeirra sem leita til Bráðamóttökunnar vegna slíkra mála. Samkvæmt upplýsingum frá yfirlækni Bráðamóttökunnar ætlar spítalinn aftur á móti í samstarf við lögreglu og gera ítarlegri greiningar á atvikum þar sem grunur leikur á um lyfjabyrlun, svo hægt sé að fá hugmynd um tíðni atvika.
Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira