Var byrlað nauðgunarlyf: Vísað út af dyraverði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2017 19:00 Síðasta föstudagskvöld fór Hrund Snorradóttir á bar með vinkonu sinni eftir matarboð sem þær voru í. „Og ég fer á barinn og sæki drykki handa okkur. Ég veit ekki hvort það hafi eitthvað að segja en ég fer tvær ferðir frá barnum að borðinu okkar. Hálftíma síðar er ég farin að æla óstjórnlega.“ Hrund vissi strax að eitthvað undarlegt væri á seyði en fyrir utan óstjórnleg uppköst var hún svo máttlaus að hún gat ekki staðið upp og taugakerfið hrundi svo hún grét háum hljóðum. Þá kemur dyravörður að henni „Sem segir að ég geti ekki bara setið þarna og ælt í bjórglös fyrir framan aðra gesti og vísar mér út. Það er á þeim tímapunkti sem ég bið um að það sé hringt á sjúkrabíl því ég get ekki staðið upp.“ Hrund segir alvarlegt að fólk sé strax dæmt ofurölvi og fái ekki að njóta vafans. „Og þótt þetta hefði verið ofurölvun, þá hvað? Er manni bara sópað út og skilinn eftir? Ber þeim ekki skylda að koma manni í öruggar hendur? Hverjir eru verkferlarnir þegar svona er?“Viðmót lögreglu kalt Hrund missti meðvitund, líkamshitinn lækkaði, hún fékk krampa og mikinn hjartslátt. Læknar gátu ekki greint eitrunina en sögðu einkennin svo sterk og áfengismagnið það lítið að allar líkur væru á lyfjabyrlun. Nú tveimur dögum síðar er Hrund enn að ná fullri heilsu. „Andlega er ég bara reið. Ég vil að það sé vakin athygli á þessu, að starfsfólk skemmtistaða þekki einkennin og bregðist rétt við þeim.“ Hrund gagnrýnir einnig vinnubrögð lögreglu, sem tók á móti henni í sjúkrabílnum. Hún man þó ekki eftir því sjálf en vinkona hennar var með henni og hefur sagt henni frá atburðarásinni. „Vinkona mín segir að við hefðum mætt mjög miklum kulda. Eins og okkur væri ekki trúað, lögregla skráði þetta ekki og fylgdi því ekki á eftir. Mér finnst það mjög alvarlegt mál.“ Eins bendir Hrund á að ef miðaldra karlmaður kæmi með sömu einkenni og hún á spítala væri hjartað athugað undir eins. Hún var spurð um annað. „Það var látið við mig eins og ég væri hysterísk, spurt hvernig ég væri andlega, og hvort þetta gæti verið ælupest," segir Hrund.Ekki vitað um fjölda tilfella Vegna þess hve erfitt er að greina lyfjabyrlun er ekki hægt að fá staðfestar tölur um fjölda þeirra sem leita til Bráðamóttökunnar vegna slíkra mála. Samkvæmt upplýsingum frá yfirlækni Bráðamóttökunnar ætlar spítalinn aftur á móti í samstarf við lögreglu og gera ítarlegri greiningar á atvikum þar sem grunur leikur á um lyfjabyrlun, svo hægt sé að fá hugmynd um tíðni atvika. Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Síðasta föstudagskvöld fór Hrund Snorradóttir á bar með vinkonu sinni eftir matarboð sem þær voru í. „Og ég fer á barinn og sæki drykki handa okkur. Ég veit ekki hvort það hafi eitthvað að segja en ég fer tvær ferðir frá barnum að borðinu okkar. Hálftíma síðar er ég farin að æla óstjórnlega.“ Hrund vissi strax að eitthvað undarlegt væri á seyði en fyrir utan óstjórnleg uppköst var hún svo máttlaus að hún gat ekki staðið upp og taugakerfið hrundi svo hún grét háum hljóðum. Þá kemur dyravörður að henni „Sem segir að ég geti ekki bara setið þarna og ælt í bjórglös fyrir framan aðra gesti og vísar mér út. Það er á þeim tímapunkti sem ég bið um að það sé hringt á sjúkrabíl því ég get ekki staðið upp.“ Hrund segir alvarlegt að fólk sé strax dæmt ofurölvi og fái ekki að njóta vafans. „Og þótt þetta hefði verið ofurölvun, þá hvað? Er manni bara sópað út og skilinn eftir? Ber þeim ekki skylda að koma manni í öruggar hendur? Hverjir eru verkferlarnir þegar svona er?“Viðmót lögreglu kalt Hrund missti meðvitund, líkamshitinn lækkaði, hún fékk krampa og mikinn hjartslátt. Læknar gátu ekki greint eitrunina en sögðu einkennin svo sterk og áfengismagnið það lítið að allar líkur væru á lyfjabyrlun. Nú tveimur dögum síðar er Hrund enn að ná fullri heilsu. „Andlega er ég bara reið. Ég vil að það sé vakin athygli á þessu, að starfsfólk skemmtistaða þekki einkennin og bregðist rétt við þeim.“ Hrund gagnrýnir einnig vinnubrögð lögreglu, sem tók á móti henni í sjúkrabílnum. Hún man þó ekki eftir því sjálf en vinkona hennar var með henni og hefur sagt henni frá atburðarásinni. „Vinkona mín segir að við hefðum mætt mjög miklum kulda. Eins og okkur væri ekki trúað, lögregla skráði þetta ekki og fylgdi því ekki á eftir. Mér finnst það mjög alvarlegt mál.“ Eins bendir Hrund á að ef miðaldra karlmaður kæmi með sömu einkenni og hún á spítala væri hjartað athugað undir eins. Hún var spurð um annað. „Það var látið við mig eins og ég væri hysterísk, spurt hvernig ég væri andlega, og hvort þetta gæti verið ælupest," segir Hrund.Ekki vitað um fjölda tilfella Vegna þess hve erfitt er að greina lyfjabyrlun er ekki hægt að fá staðfestar tölur um fjölda þeirra sem leita til Bráðamóttökunnar vegna slíkra mála. Samkvæmt upplýsingum frá yfirlækni Bráðamóttökunnar ætlar spítalinn aftur á móti í samstarf við lögreglu og gera ítarlegri greiningar á atvikum þar sem grunur leikur á um lyfjabyrlun, svo hægt sé að fá hugmynd um tíðni atvika.
Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira