90 prósent kjósenda í Katalóníu kusu með sjálfstæði Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2017 23:30 90 prósent kjósenda kusu "já“, með sjálfstæði Katalóníu frá Spáni. Yfirvöld í Katalóníu segja niðurstöður kosninganna í dag sýna fram á yfirgnæfandi stuðning Katalóna við sjálfstæði héraðsins. 90 prósent kjósenda kusu með sjálfstæði Katalóníu frá Spáni. The Guardian greinir frá. Jordi Turull, talsmaður ríkisstjórnar Katalóníu, tjáði fjölmiðlum ytra snemma að morgni mánudags 2. október að 90 prósent af þeim 2,26 milljónum Katalóna, sem greiddu atkvæði í kosningunum á sunnudag, hefðu kosið „já“. Turull sagði enn fremur 8 prósent kjósenda hafa greitt atkvæði gegn sjálfstæðri Katalóníu og 2 prósent kjörseðla hefðu verið auðir og ógildir. Enn átti eftir að telja um fimmtán þúsund atkvæði þegar fjölmiðlar náðu tali af Turull. Þá sagði Turull að þeir kjörseðlar, sem spænska lögreglan hefði gert upptæka í átökum við kjósendur í dag, væru ekki með í talningunni. 5,3 milljónir eru á kjörskrá í Katalóníu og kjörsókn því um 42,3 prósent.Firefighters sacrifice themselves as human shields to protect people in #Catalonia from violence.#CatalanReferendumpic.twitter.com/bq8ucbPYfZ— Gitju [NO2X] (@gitju) October 1, 2017 Tala særðra komin upp í 844 Að minnsta kosti 844 eru særðir eftir átökin í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðismálayfirvöldum í Katalóníu, og þá eru 33 lögreglumenn sagðir slasaðir að auki. Spænska lögreglan lokaði rúmlega 300 kjörstöðum í dag og reyndi víða að fjarlægja kjörgögn. Hún lokaði til að mynda kjörstað í bænum Girona í morgun þar sem Puigdemont sjálfur átti að kjósa. Þá réðst hún inn á fjölda annara kjörstaða og hafði á brott með sér kjörkassa.The Department of Health informs that 844 people required medical assistance today on #CatalanReferendum pic.twitter.com/XQnSBwmM8O— Salut (@salutcat) October 1, 2017 Dagur vonar og þjáningar Spænska ríkisstjórnin kennir leiðtoga Katalóníu, Carles Puigdemont, um atburði dagsins og hefur forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, lýst því yfir að kosningarnar um sjálfstæði Katalóníu séu ólöglegar. Puigdemont ákvað að kosningarnar skyldu haldnar þrátt fyrir afgerandi andstöðu spænsku ríkisstjórnarinnar.Íbúar höfuðborgar Katalóníu, Barselóna, söfnuðust saman á Katalóníutorgi í borginni í kvöld og fögnuðu eftir að úrslit kosninganna voru ljós.Vísir/AFPPuigdemont sagði héraðið hafa unnið sér inn rétt til að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni í kjölfar úrslita kosninganna í dag. Í ávarpi sínu, sem sjónvarpað var um Katalóníu, sagði hann niðurstöður kosninganna myndu verða teknar fyrir á katalónska þinginu eins fljótt og auðið er. „Með þessum degi vonar og þjáningar hafa íbúar Katalóníu öðlast rétt til sjálfstæðs ríkis í formi lýðveldis,“ sagði Puigdemont. „Ríkisstjórn mín mun á næstu dögum senda niðurstöður kosninganna í dag til katalónska þingsins, þar sem vald fólksins er, svo þeim geti verið beitt í samræmi við löggjöf kosninganna.“ Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Átök í Katalóníu Minnst ellefu lögregluþjónar og 337 mótmælendur eru særðir. 1. október 2017 13:04 Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. 1. október 2017 21:00 Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15 Segir Katalóníu geta lýst yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar. 1. október 2017 21:57 Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sjá meira
Yfirvöld í Katalóníu segja niðurstöður kosninganna í dag sýna fram á yfirgnæfandi stuðning Katalóna við sjálfstæði héraðsins. 90 prósent kjósenda kusu með sjálfstæði Katalóníu frá Spáni. The Guardian greinir frá. Jordi Turull, talsmaður ríkisstjórnar Katalóníu, tjáði fjölmiðlum ytra snemma að morgni mánudags 2. október að 90 prósent af þeim 2,26 milljónum Katalóna, sem greiddu atkvæði í kosningunum á sunnudag, hefðu kosið „já“. Turull sagði enn fremur 8 prósent kjósenda hafa greitt atkvæði gegn sjálfstæðri Katalóníu og 2 prósent kjörseðla hefðu verið auðir og ógildir. Enn átti eftir að telja um fimmtán þúsund atkvæði þegar fjölmiðlar náðu tali af Turull. Þá sagði Turull að þeir kjörseðlar, sem spænska lögreglan hefði gert upptæka í átökum við kjósendur í dag, væru ekki með í talningunni. 5,3 milljónir eru á kjörskrá í Katalóníu og kjörsókn því um 42,3 prósent.Firefighters sacrifice themselves as human shields to protect people in #Catalonia from violence.#CatalanReferendumpic.twitter.com/bq8ucbPYfZ— Gitju [NO2X] (@gitju) October 1, 2017 Tala særðra komin upp í 844 Að minnsta kosti 844 eru særðir eftir átökin í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðismálayfirvöldum í Katalóníu, og þá eru 33 lögreglumenn sagðir slasaðir að auki. Spænska lögreglan lokaði rúmlega 300 kjörstöðum í dag og reyndi víða að fjarlægja kjörgögn. Hún lokaði til að mynda kjörstað í bænum Girona í morgun þar sem Puigdemont sjálfur átti að kjósa. Þá réðst hún inn á fjölda annara kjörstaða og hafði á brott með sér kjörkassa.The Department of Health informs that 844 people required medical assistance today on #CatalanReferendum pic.twitter.com/XQnSBwmM8O— Salut (@salutcat) October 1, 2017 Dagur vonar og þjáningar Spænska ríkisstjórnin kennir leiðtoga Katalóníu, Carles Puigdemont, um atburði dagsins og hefur forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, lýst því yfir að kosningarnar um sjálfstæði Katalóníu séu ólöglegar. Puigdemont ákvað að kosningarnar skyldu haldnar þrátt fyrir afgerandi andstöðu spænsku ríkisstjórnarinnar.Íbúar höfuðborgar Katalóníu, Barselóna, söfnuðust saman á Katalóníutorgi í borginni í kvöld og fögnuðu eftir að úrslit kosninganna voru ljós.Vísir/AFPPuigdemont sagði héraðið hafa unnið sér inn rétt til að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni í kjölfar úrslita kosninganna í dag. Í ávarpi sínu, sem sjónvarpað var um Katalóníu, sagði hann niðurstöður kosninganna myndu verða teknar fyrir á katalónska þinginu eins fljótt og auðið er. „Með þessum degi vonar og þjáningar hafa íbúar Katalóníu öðlast rétt til sjálfstæðs ríkis í formi lýðveldis,“ sagði Puigdemont. „Ríkisstjórn mín mun á næstu dögum senda niðurstöður kosninganna í dag til katalónska þingsins, þar sem vald fólksins er, svo þeim geti verið beitt í samræmi við löggjöf kosninganna.“
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Átök í Katalóníu Minnst ellefu lögregluþjónar og 337 mótmælendur eru særðir. 1. október 2017 13:04 Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. 1. október 2017 21:00 Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15 Segir Katalóníu geta lýst yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar. 1. október 2017 21:57 Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sjá meira
Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33
Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. 1. október 2017 21:00
Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15
Segir Katalóníu geta lýst yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar. 1. október 2017 21:57
Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45