Mál Kim Wall: Skoða hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbátnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. október 2017 16:45 Madsen neitar enn sök og segir Wall hafa látist af slysförum Lögreglan í Danmörku er með það til athugunar hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbáti Peter Madsen frá því þegar Kim Wall lést. Fyrst þurfi þó að afla frekari gagna svo að betri mynd verði til af atburðunum sem drógu Wall til dauða. Þetta segir yfirmaður lögreglunnar í Kaupmannahöfn en lögmaður Madsen fór fram á það fyrir rétti í gær að lögregla myndi endurskapa vettvanginn. „Það væri ekki gáfulegt af okkur að endurskapa vettvanginn aftur og aftur, því bíðum við eftir að við höfum allar þær upplýsingar sem skipta máli,“ sagði Jens Møller Jensen yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu DR.Madsen var í gær úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Fyrir rétti kynnti saksóknari krufningskýrslu á líki Wall þar sem kom fram að lík hennar hefði verið sagað í sundur með sög. Þar kom einnig fram að hún hefði verið stungin í brjóst og klof, eftir að hún lést. Verjandi Madsen vill að lögregla endurskapi vettvanginn um borð í kafbátnum Nautilus.Vísir/AFP Þá fundust einnig leifar af DNA úr Wall á hálsi og undir nöglum Madsen. Þá sagði saksóknarinn einnig að ofbeldisfull myndbönd þar sem meðal annars mátti sjá konur teknar af lífi, ýmist með því að vera hengdar eða brenndar, hafi fundist í tölvu Madsen. Madsen neitar því að hafa verið valdur að dauða Wall. Hann segir að hún hafi látist af slysförum um borð í kafbátnum og hann hafi kastað líki hennar fyrir borð. Lögregla segir að hún hafi ekki útilokað að einhver annar hafi átt hlut að máli, þrátt fyrir að öll spjót beinist að Madsen. „Eins og sakir standa fór Peter Madsen í siglingu með Kim Wall að kvöldi til og hún átti ekki afturkvæmt. Hann hefur sjálfur játað að hún hafi látið lífið um borð. Spurningin sem þarf að svara er hvað dró hana til dauða,“ sagði Jensen. Dánarorsök liggur enn ekki fyrir. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Mál Kim Wall: Madsen viðurkennir að hafa vanvirt lík Dómari í Kaupmannahöfn mun taka afstöðu til þess í dag hvort að gæsluvarðhald yfir Peter Madsen verði framlangt. 5. september 2017 12:41 Madsen í dómsal: Segir að Kim Wall hafi hlotið opið höfuðkúpubrot og dáið Peter Madsen segir að í óðagoti hafi hann ákveðið að tilkynna málið ekki til lögreglu, heldur sigla lengra út til hafs og svipta sig lífi. 5. september 2017 13:17 Madsen í gæsluvarðhald næstu fjórar vikurnar Grunaður um að hafa myrt og aflimað lík sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 5. september 2017 16:37 Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Sjá meira
Lögreglan í Danmörku er með það til athugunar hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbáti Peter Madsen frá því þegar Kim Wall lést. Fyrst þurfi þó að afla frekari gagna svo að betri mynd verði til af atburðunum sem drógu Wall til dauða. Þetta segir yfirmaður lögreglunnar í Kaupmannahöfn en lögmaður Madsen fór fram á það fyrir rétti í gær að lögregla myndi endurskapa vettvanginn. „Það væri ekki gáfulegt af okkur að endurskapa vettvanginn aftur og aftur, því bíðum við eftir að við höfum allar þær upplýsingar sem skipta máli,“ sagði Jens Møller Jensen yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu DR.Madsen var í gær úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Fyrir rétti kynnti saksóknari krufningskýrslu á líki Wall þar sem kom fram að lík hennar hefði verið sagað í sundur með sög. Þar kom einnig fram að hún hefði verið stungin í brjóst og klof, eftir að hún lést. Verjandi Madsen vill að lögregla endurskapi vettvanginn um borð í kafbátnum Nautilus.Vísir/AFP Þá fundust einnig leifar af DNA úr Wall á hálsi og undir nöglum Madsen. Þá sagði saksóknarinn einnig að ofbeldisfull myndbönd þar sem meðal annars mátti sjá konur teknar af lífi, ýmist með því að vera hengdar eða brenndar, hafi fundist í tölvu Madsen. Madsen neitar því að hafa verið valdur að dauða Wall. Hann segir að hún hafi látist af slysförum um borð í kafbátnum og hann hafi kastað líki hennar fyrir borð. Lögregla segir að hún hafi ekki útilokað að einhver annar hafi átt hlut að máli, þrátt fyrir að öll spjót beinist að Madsen. „Eins og sakir standa fór Peter Madsen í siglingu með Kim Wall að kvöldi til og hún átti ekki afturkvæmt. Hann hefur sjálfur játað að hún hafi látið lífið um borð. Spurningin sem þarf að svara er hvað dró hana til dauða,“ sagði Jensen. Dánarorsök liggur enn ekki fyrir.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Mál Kim Wall: Madsen viðurkennir að hafa vanvirt lík Dómari í Kaupmannahöfn mun taka afstöðu til þess í dag hvort að gæsluvarðhald yfir Peter Madsen verði framlangt. 5. september 2017 12:41 Madsen í dómsal: Segir að Kim Wall hafi hlotið opið höfuðkúpubrot og dáið Peter Madsen segir að í óðagoti hafi hann ákveðið að tilkynna málið ekki til lögreglu, heldur sigla lengra út til hafs og svipta sig lífi. 5. september 2017 13:17 Madsen í gæsluvarðhald næstu fjórar vikurnar Grunaður um að hafa myrt og aflimað lík sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 5. september 2017 16:37 Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Sjá meira
Mál Kim Wall: Madsen viðurkennir að hafa vanvirt lík Dómari í Kaupmannahöfn mun taka afstöðu til þess í dag hvort að gæsluvarðhald yfir Peter Madsen verði framlangt. 5. september 2017 12:41
Madsen í dómsal: Segir að Kim Wall hafi hlotið opið höfuðkúpubrot og dáið Peter Madsen segir að í óðagoti hafi hann ákveðið að tilkynna málið ekki til lögreglu, heldur sigla lengra út til hafs og svipta sig lífi. 5. september 2017 13:17
Madsen í gæsluvarðhald næstu fjórar vikurnar Grunaður um að hafa myrt og aflimað lík sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 5. september 2017 16:37
Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37