„Ég undrast nokkuð viðbrögð Öldu Hrannar“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2017 20:10 Garðar Steinn Ólafsson, héraðsdómslögmaður Vísir/AFP „Ég undrast nokkuð viðbrögð Öldu Hrannar,“ segir Garðar St. Ólafsson verjandi lögreglumanns og starfsmann Nova sem kærðu Öldu Hrönn Jóhannsdóttur fyrir brot á friðhelgi einkalífs þeirra og aðdróttanir í þeirra garð og hvernig rannsókn Öldu Hrannar á LÖKE-málinu, sem snerist um að myndum hefði verið dreift úr lokuðu kerfi lögreglunnar, hafi verið unnin.Alda Hrönn sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hún greindi frá niðurstöðu héraðssaksóknara um að fella málið gegn henni niður. Garðar Steinn segir í yfirlýsingu til fjölmiðla að hann hafi nú fengið að sjá úrskurð héraðssaksóknara og þar komi fram að Alda Hrönn hafi brotið lögreglulög og reglur sem gilda um rannsókn sakamála.Alda Hrönn Jóhannsdóttir.„Ákvörðun um að ákæra Öldu Hrönn ekki var rökstudd á þeim grundvelli að erfitt væri að sanna hvaða hugarástand bjó að baki þegar Alda Hrönn framdi lögbrot sitt, þ.e. hvort um væri að ræða ásetning eða gáleysi. Þannig taldi settur héraðssaksóknari ekki víst hvort brot Öldu Hrannar væru refsiverð samkvæmt hegningarlögum, en til þess þyrfti að sanna ásetning eða stórfellt gáleysi,“ segir í yfirlýsingu Garðars Steins. „Afleiðing af lögbrotum Öldu Hrannar var stórfellt tjón á æru, starfsheiðri og sálarlífi þriggja manna sem aldrei var nein skynsamleg ástæða til að telja seka um þær fjarstæðukenndar ávirðingar sem hún bar á þá,“ segir Garðar Steinn. Áfellisdómur um yfirstjórn lögreglu Hann segir að samkvæmt úrskurði héraðssaksóknara virðist svo vera að Alda Hrönn hafi sloppið við refsingu á þeim grundvelli að ekki sé hægt að útiloka að hún hafi framið lögbrot sín og vegið að mannorði manna í gáleysi. „Og valdið því skelfilega tjón sem hún gerði vegna vanþekkingar á lögum og almennri óhæfu til lögreglustarfa,“ segir Garðar. Hann segir málið vera áfellisdóm um yfirstjórn lögreglunnar, að saksóknari telji ekki hægt að ganga út frá því að æðstu yfirmenn lögreglu kunni ekki lög sem gilda um störf þeirra og séu færir um að fylgja þeim. „Við erum að meta hvort skjóta skuli þessu til setts ríkissaksóknara. Þá er sjálfsagt að ráðherra taki það til skoðunar hvort Alda Hrönn verði áminnt fyrir brot á lögum, reglum og starfsskyldum, sem og hvort hún getur áfram sinnt störfum hjá lögreglu,“ segir Garðar og bætir við að lokum: „Óháð refsikröfu liggur fyrir að Alda Hrönn virðist hafa staðið skelfilega að málum við rannsókn sína. Jafnvel þó hún geti vikið sér undan refsiábyrgð með að bera fyrir sig þekkingarleysi og gáleysi, þá er ljóst að slík völd sem hún hefur haft mega ekki vera í höndum fólks sem lætur sér lög og reglur í léttu rúmi liggja.“ Tengdar fréttir Mál gegn Öldu Hrönn fellt niður "Það er mér mikill léttir að settur héraðssaksóknari hafi í annað sinn komist að þessari niðurstöðu enda hefur málið reynt mjög á mig og fjölskyldu mína.“ 4. október 2017 17:57 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
„Ég undrast nokkuð viðbrögð Öldu Hrannar,“ segir Garðar St. Ólafsson verjandi lögreglumanns og starfsmann Nova sem kærðu Öldu Hrönn Jóhannsdóttur fyrir brot á friðhelgi einkalífs þeirra og aðdróttanir í þeirra garð og hvernig rannsókn Öldu Hrannar á LÖKE-málinu, sem snerist um að myndum hefði verið dreift úr lokuðu kerfi lögreglunnar, hafi verið unnin.Alda Hrönn sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hún greindi frá niðurstöðu héraðssaksóknara um að fella málið gegn henni niður. Garðar Steinn segir í yfirlýsingu til fjölmiðla að hann hafi nú fengið að sjá úrskurð héraðssaksóknara og þar komi fram að Alda Hrönn hafi brotið lögreglulög og reglur sem gilda um rannsókn sakamála.Alda Hrönn Jóhannsdóttir.„Ákvörðun um að ákæra Öldu Hrönn ekki var rökstudd á þeim grundvelli að erfitt væri að sanna hvaða hugarástand bjó að baki þegar Alda Hrönn framdi lögbrot sitt, þ.e. hvort um væri að ræða ásetning eða gáleysi. Þannig taldi settur héraðssaksóknari ekki víst hvort brot Öldu Hrannar væru refsiverð samkvæmt hegningarlögum, en til þess þyrfti að sanna ásetning eða stórfellt gáleysi,“ segir í yfirlýsingu Garðars Steins. „Afleiðing af lögbrotum Öldu Hrannar var stórfellt tjón á æru, starfsheiðri og sálarlífi þriggja manna sem aldrei var nein skynsamleg ástæða til að telja seka um þær fjarstæðukenndar ávirðingar sem hún bar á þá,“ segir Garðar Steinn. Áfellisdómur um yfirstjórn lögreglu Hann segir að samkvæmt úrskurði héraðssaksóknara virðist svo vera að Alda Hrönn hafi sloppið við refsingu á þeim grundvelli að ekki sé hægt að útiloka að hún hafi framið lögbrot sín og vegið að mannorði manna í gáleysi. „Og valdið því skelfilega tjón sem hún gerði vegna vanþekkingar á lögum og almennri óhæfu til lögreglustarfa,“ segir Garðar. Hann segir málið vera áfellisdóm um yfirstjórn lögreglunnar, að saksóknari telji ekki hægt að ganga út frá því að æðstu yfirmenn lögreglu kunni ekki lög sem gilda um störf þeirra og séu færir um að fylgja þeim. „Við erum að meta hvort skjóta skuli þessu til setts ríkissaksóknara. Þá er sjálfsagt að ráðherra taki það til skoðunar hvort Alda Hrönn verði áminnt fyrir brot á lögum, reglum og starfsskyldum, sem og hvort hún getur áfram sinnt störfum hjá lögreglu,“ segir Garðar og bætir við að lokum: „Óháð refsikröfu liggur fyrir að Alda Hrönn virðist hafa staðið skelfilega að málum við rannsókn sína. Jafnvel þó hún geti vikið sér undan refsiábyrgð með að bera fyrir sig þekkingarleysi og gáleysi, þá er ljóst að slík völd sem hún hefur haft mega ekki vera í höndum fólks sem lætur sér lög og reglur í léttu rúmi liggja.“
Tengdar fréttir Mál gegn Öldu Hrönn fellt niður "Það er mér mikill léttir að settur héraðssaksóknari hafi í annað sinn komist að þessari niðurstöðu enda hefur málið reynt mjög á mig og fjölskyldu mína.“ 4. október 2017 17:57 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Mál gegn Öldu Hrönn fellt niður "Það er mér mikill léttir að settur héraðssaksóknari hafi í annað sinn komist að þessari niðurstöðu enda hefur málið reynt mjög á mig og fjölskyldu mína.“ 4. október 2017 17:57
Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag Innlent
Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag Innlent