Ólafur Þór: Vorum með töluverða yfirburði Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. október 2017 22:20 Ólafur Þór er þjálfari Stjörnunnar. vísir Stjarnan gerði 1-1 jafntefli á heimavelli við rússneska liðið Russiyanka í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Var þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Þór Guðbjörnsson, svekktur með jafnteflið eða sáttur með úrslitin? „Mjög svekktur. Þetta var mjög fúlt. Bæði að halda ekki markinu okkar hreinu og að setja ekki fleiri mörk. Mér fannst við hafa töluverða yfirburði í þessum leik.“ Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði fyrir Stjörnuna úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en Liudmila Shadrina jafnaði fyrir gestina í upphafi seinni hálfleiks. „Við vissum að þær spiluðu svona, við höfðum séð einn leik með þeim á videoi og þær spiluðu akkúrat svona þá. Við leystum það bara mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik, en það vantaði endahnútinn á það. Ef við hefðum klárað það þá þá værum við brosandi núna,“ sagði Ólafur. Stjarnan var með mikla yfirburði í kvöld og var Ólafur heilt yfir sáttur með sínar stelpur. „Mér fannst þær spila vel stelpurnar, og halda góðu tempói í þessum leik. Unnu öll návígi og héldu boltanum vel. Endahnúturinn var ekki nógu góður, við getum gert það betur. Við fengum færi og sköpuðum þau, þannig að við þurfum bara að komast yfir línuna úti í Rússlandi og þá klárum við þetta.“ Ólafur telur Stjörnuna eiga góða möguleika á að vinna sigur í Rússlandi. „Klárlega. Við sjáum það bara í dag að við eigum fína möguleika. Auðvitað er öðruvísi að spila á útivelli í Evrópukeppni, en við höfum bara fulla trú á að við getum klárað þetta þar.“ Tæp vika er síðan deildarkeppnin kláraðist, hafði það einhver áhrif á liðið að tímabilið væri í raun búið? „Nei, ég held að það hafi bara hjálpað okkur að vera laus við það,“ sagði Ólafur. „Við hefðum viljað gera betur þar, en þær áhyggjur eru að baki og það er ekki hægt að breyta neinu um það. Menn eru búnir að hlakka til að komast í þessa keppni. Við stóðum okkur vel í riðlinum úti og héldum hreinu í öllum leikjunum þar, skoruðum fullt af mörkum. Við ætluðum að halda hreinu hér í dag, en því miður tókst það ekki.“ Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sjá meira
Stjarnan gerði 1-1 jafntefli á heimavelli við rússneska liðið Russiyanka í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Var þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Þór Guðbjörnsson, svekktur með jafnteflið eða sáttur með úrslitin? „Mjög svekktur. Þetta var mjög fúlt. Bæði að halda ekki markinu okkar hreinu og að setja ekki fleiri mörk. Mér fannst við hafa töluverða yfirburði í þessum leik.“ Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði fyrir Stjörnuna úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en Liudmila Shadrina jafnaði fyrir gestina í upphafi seinni hálfleiks. „Við vissum að þær spiluðu svona, við höfðum séð einn leik með þeim á videoi og þær spiluðu akkúrat svona þá. Við leystum það bara mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik, en það vantaði endahnútinn á það. Ef við hefðum klárað það þá þá værum við brosandi núna,“ sagði Ólafur. Stjarnan var með mikla yfirburði í kvöld og var Ólafur heilt yfir sáttur með sínar stelpur. „Mér fannst þær spila vel stelpurnar, og halda góðu tempói í þessum leik. Unnu öll návígi og héldu boltanum vel. Endahnúturinn var ekki nógu góður, við getum gert það betur. Við fengum færi og sköpuðum þau, þannig að við þurfum bara að komast yfir línuna úti í Rússlandi og þá klárum við þetta.“ Ólafur telur Stjörnuna eiga góða möguleika á að vinna sigur í Rússlandi. „Klárlega. Við sjáum það bara í dag að við eigum fína möguleika. Auðvitað er öðruvísi að spila á útivelli í Evrópukeppni, en við höfum bara fulla trú á að við getum klárað þetta þar.“ Tæp vika er síðan deildarkeppnin kláraðist, hafði það einhver áhrif á liðið að tímabilið væri í raun búið? „Nei, ég held að það hafi bara hjálpað okkur að vera laus við það,“ sagði Ólafur. „Við hefðum viljað gera betur þar, en þær áhyggjur eru að baki og það er ekki hægt að breyta neinu um það. Menn eru búnir að hlakka til að komast í þessa keppni. Við stóðum okkur vel í riðlinum úti og héldum hreinu í öllum leikjunum þar, skoruðum fullt af mörkum. Við ætluðum að halda hreinu hér í dag, en því miður tókst það ekki.“
Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn