Ólafur Þór: Vorum með töluverða yfirburði Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. október 2017 22:20 Ólafur Þór er þjálfari Stjörnunnar. vísir Stjarnan gerði 1-1 jafntefli á heimavelli við rússneska liðið Russiyanka í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Var þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Þór Guðbjörnsson, svekktur með jafnteflið eða sáttur með úrslitin? „Mjög svekktur. Þetta var mjög fúlt. Bæði að halda ekki markinu okkar hreinu og að setja ekki fleiri mörk. Mér fannst við hafa töluverða yfirburði í þessum leik.“ Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði fyrir Stjörnuna úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en Liudmila Shadrina jafnaði fyrir gestina í upphafi seinni hálfleiks. „Við vissum að þær spiluðu svona, við höfðum séð einn leik með þeim á videoi og þær spiluðu akkúrat svona þá. Við leystum það bara mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik, en það vantaði endahnútinn á það. Ef við hefðum klárað það þá þá værum við brosandi núna,“ sagði Ólafur. Stjarnan var með mikla yfirburði í kvöld og var Ólafur heilt yfir sáttur með sínar stelpur. „Mér fannst þær spila vel stelpurnar, og halda góðu tempói í þessum leik. Unnu öll návígi og héldu boltanum vel. Endahnúturinn var ekki nógu góður, við getum gert það betur. Við fengum færi og sköpuðum þau, þannig að við þurfum bara að komast yfir línuna úti í Rússlandi og þá klárum við þetta.“ Ólafur telur Stjörnuna eiga góða möguleika á að vinna sigur í Rússlandi. „Klárlega. Við sjáum það bara í dag að við eigum fína möguleika. Auðvitað er öðruvísi að spila á útivelli í Evrópukeppni, en við höfum bara fulla trú á að við getum klárað þetta þar.“ Tæp vika er síðan deildarkeppnin kláraðist, hafði það einhver áhrif á liðið að tímabilið væri í raun búið? „Nei, ég held að það hafi bara hjálpað okkur að vera laus við það,“ sagði Ólafur. „Við hefðum viljað gera betur þar, en þær áhyggjur eru að baki og það er ekki hægt að breyta neinu um það. Menn eru búnir að hlakka til að komast í þessa keppni. Við stóðum okkur vel í riðlinum úti og héldum hreinu í öllum leikjunum þar, skoruðum fullt af mörkum. Við ætluðum að halda hreinu hér í dag, en því miður tókst það ekki.“ Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Sjá meira
Stjarnan gerði 1-1 jafntefli á heimavelli við rússneska liðið Russiyanka í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Var þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Þór Guðbjörnsson, svekktur með jafnteflið eða sáttur með úrslitin? „Mjög svekktur. Þetta var mjög fúlt. Bæði að halda ekki markinu okkar hreinu og að setja ekki fleiri mörk. Mér fannst við hafa töluverða yfirburði í þessum leik.“ Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði fyrir Stjörnuna úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en Liudmila Shadrina jafnaði fyrir gestina í upphafi seinni hálfleiks. „Við vissum að þær spiluðu svona, við höfðum séð einn leik með þeim á videoi og þær spiluðu akkúrat svona þá. Við leystum það bara mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik, en það vantaði endahnútinn á það. Ef við hefðum klárað það þá þá værum við brosandi núna,“ sagði Ólafur. Stjarnan var með mikla yfirburði í kvöld og var Ólafur heilt yfir sáttur með sínar stelpur. „Mér fannst þær spila vel stelpurnar, og halda góðu tempói í þessum leik. Unnu öll návígi og héldu boltanum vel. Endahnúturinn var ekki nógu góður, við getum gert það betur. Við fengum færi og sköpuðum þau, þannig að við þurfum bara að komast yfir línuna úti í Rússlandi og þá klárum við þetta.“ Ólafur telur Stjörnuna eiga góða möguleika á að vinna sigur í Rússlandi. „Klárlega. Við sjáum það bara í dag að við eigum fína möguleika. Auðvitað er öðruvísi að spila á útivelli í Evrópukeppni, en við höfum bara fulla trú á að við getum klárað þetta þar.“ Tæp vika er síðan deildarkeppnin kláraðist, hafði það einhver áhrif á liðið að tímabilið væri í raun búið? „Nei, ég held að það hafi bara hjálpað okkur að vera laus við það,“ sagði Ólafur. „Við hefðum viljað gera betur þar, en þær áhyggjur eru að baki og það er ekki hægt að breyta neinu um það. Menn eru búnir að hlakka til að komast í þessa keppni. Við stóðum okkur vel í riðlinum úti og héldum hreinu í öllum leikjunum þar, skoruðum fullt af mörkum. Við ætluðum að halda hreinu hér í dag, en því miður tókst það ekki.“
Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Sjá meira