Netflix hækkar verð í Bandaríkjunum og Bretlandi Birgir Olgeirsson skrifar 5. október 2017 23:31 Reed Hastings, forstjóri Netflix Vísir/Getty Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að hækka verð á áskriftarleiðum sínum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Greint er frá því á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC að síðast hafi Netflix hækkað verð í þessum löndum fyrir tveimur árum.BBC hefur eftir talskonu Netflix að streymisveitan muni einnig hækka verð á áskrift í nokkrum Evrópulöndum, þar á meðal Þýskalandi og Frakklandi. Áskriftarverðið var hækkað í Kanada, Suður Ameríku og hjá nokkrum löndum í Skandinavíu fyrr á þessu ári. Hefðbundin mánaðaráskrift í Bretlandi mun hækka um hálft pund, eða 68 krónur, og fara þá í 7,99 pund, eða um ellefu hundruð íslenskar krónur. Aukaáskriftin, sem gerir fjórum notendum kleift að nota streymisveituna í einu, mun þó hækka um eitt pund, eða um 137 krónur, og fara þá í 9,99 pund fyrir mánuðinn, eða um þrettán hundruð íslenskar krónur. Í Bandaríkjunum mun hefðbundin mánaðaráskrift hækka um einn dollar, eða 105 íslenskar krónur, og standa í 10,99 dollurum, eða eða rúmlega ellefuhundruð íslenskar krónur. Aukaáskriftin þar í landi hækkar um tvo dollara, eða 210 íslenskar krónur, og fer þá í 13,99 dollara, eða 1.469 íslenskar krónur. Grunnáskriftin, sem býður meðal annars ekki upp á streymi í háskerpu, hækkar ekki.Á vef Hollywood Reporter kemur fram að fyrirtækið áætli að eyða sex milljörðum Bandaríkjadala, eða því sem nemur 630 milljörðum íslenskra króna, í eigin framleiðslu á þessu ári.Vísir/GettyMilljarða hagnaður af 104 milljónum áskrifenda Netflix sagði frá því í júlí síðastliðnum að streymisveitan státaði af 104 milljónum áskrifenda á heimsvísu, og að tekjur fyrirtækisins hefðu aukist um 32 prósent á seinni ársfjórðungi ársins 2017 og numið þar með 2,8 milljörðum Bandaríkjadala, eða 294 milljörðum íslenskra króna. Hlutabréf í Netflix hækkuðu um fimm prósent í New York, en hækkunin í ár hefur numið 56 prósentum. Þessar verðhækkanir koma á sama tíma og Netflix horfir fram á mikla samkeppni frá Amazon Prime, Hulu og Youtube.Sex hundruð milljarðar í eigin framleiðslu Fyrirtækið hefur varið miklum fjármunum í framleiðslu á eigin efni, þar á meðal seríur á borð við The Crown, Stranger Things, House of Cards og Narcos. Á vef Hollywood Reporter kemur fram að fyrirtækið áætli að eyða sex milljörðum Bandaríkjadala, eða því sem nemur 630 milljörðum íslenskra króna, í eigin framleiðslu á þessu ári.Netflix hefur einnig gefið út fjölda kvikmynda í fullri lengd, en fjörutíu slíkar koma út í ár.BBC segir eina þeirra líklega til stórræða á komandi Óskarsverðlaunahátíðinni en um er að ræða myndina Mudbound sem skartar Mary J. Blige og Carey Mulligan í aðalhlutverkum. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í september og verður aðgengileg á Netflix 17. nóvember næstkomandi en hún verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum á sama tíma. Netflix Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að hækka verð á áskriftarleiðum sínum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Greint er frá því á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC að síðast hafi Netflix hækkað verð í þessum löndum fyrir tveimur árum.BBC hefur eftir talskonu Netflix að streymisveitan muni einnig hækka verð á áskrift í nokkrum Evrópulöndum, þar á meðal Þýskalandi og Frakklandi. Áskriftarverðið var hækkað í Kanada, Suður Ameríku og hjá nokkrum löndum í Skandinavíu fyrr á þessu ári. Hefðbundin mánaðaráskrift í Bretlandi mun hækka um hálft pund, eða 68 krónur, og fara þá í 7,99 pund, eða um ellefu hundruð íslenskar krónur. Aukaáskriftin, sem gerir fjórum notendum kleift að nota streymisveituna í einu, mun þó hækka um eitt pund, eða um 137 krónur, og fara þá í 9,99 pund fyrir mánuðinn, eða um þrettán hundruð íslenskar krónur. Í Bandaríkjunum mun hefðbundin mánaðaráskrift hækka um einn dollar, eða 105 íslenskar krónur, og standa í 10,99 dollurum, eða eða rúmlega ellefuhundruð íslenskar krónur. Aukaáskriftin þar í landi hækkar um tvo dollara, eða 210 íslenskar krónur, og fer þá í 13,99 dollara, eða 1.469 íslenskar krónur. Grunnáskriftin, sem býður meðal annars ekki upp á streymi í háskerpu, hækkar ekki.Á vef Hollywood Reporter kemur fram að fyrirtækið áætli að eyða sex milljörðum Bandaríkjadala, eða því sem nemur 630 milljörðum íslenskra króna, í eigin framleiðslu á þessu ári.Vísir/GettyMilljarða hagnaður af 104 milljónum áskrifenda Netflix sagði frá því í júlí síðastliðnum að streymisveitan státaði af 104 milljónum áskrifenda á heimsvísu, og að tekjur fyrirtækisins hefðu aukist um 32 prósent á seinni ársfjórðungi ársins 2017 og numið þar með 2,8 milljörðum Bandaríkjadala, eða 294 milljörðum íslenskra króna. Hlutabréf í Netflix hækkuðu um fimm prósent í New York, en hækkunin í ár hefur numið 56 prósentum. Þessar verðhækkanir koma á sama tíma og Netflix horfir fram á mikla samkeppni frá Amazon Prime, Hulu og Youtube.Sex hundruð milljarðar í eigin framleiðslu Fyrirtækið hefur varið miklum fjármunum í framleiðslu á eigin efni, þar á meðal seríur á borð við The Crown, Stranger Things, House of Cards og Narcos. Á vef Hollywood Reporter kemur fram að fyrirtækið áætli að eyða sex milljörðum Bandaríkjadala, eða því sem nemur 630 milljörðum íslenskra króna, í eigin framleiðslu á þessu ári.Netflix hefur einnig gefið út fjölda kvikmynda í fullri lengd, en fjörutíu slíkar koma út í ár.BBC segir eina þeirra líklega til stórræða á komandi Óskarsverðlaunahátíðinni en um er að ræða myndina Mudbound sem skartar Mary J. Blige og Carey Mulligan í aðalhlutverkum. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í september og verður aðgengileg á Netflix 17. nóvember næstkomandi en hún verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum á sama tíma.
Netflix Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira