Næstum 74 prósent vilja hafa völlinn í Vatnsmýrinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. október 2017 06:00 Það er yfirlýst markmið í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni fari. Meirihluti fólks vill hafa hann áfram. Vísir/Ernir „Þessi skoðun þjóðarinnar á þessu mikilvæga máli kemur mér ekki á óvart. Ég hef alltaf haft sterka sannfæringu fyrir því að mikill meirihluti þjóðarinnar væri á því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar formanna félagsins Hjartað í Vatnsmýrinni. Þrír af hverjum fjórum sem afstöðu taka, eða 74 prósent, vilja að miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Vatnsmýrinni. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þá vilja 13 prósent færa innanlandsflugvöllinn til Keflavíkur. Þrettán prósent vilja hafa hann annars staðar.Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsHlutfall þeirra sem vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni hefur lækkað svolítið, miðað við kannanir Fréttablaðsins. Í apríl 2013 var sömu spurningar spurt og þá sögðust 83 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Munurinn er vel umfram vikmörk sem eru 2,35 prósent. Í apríl 2013 vildu 11 prósent hafa innanlandsflugið í Keflavík og sex prósent annars staðar. Áform Reykjavíkurborgar um að færa flugvöllinn eru skýr. Í samkomulagi sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, undirrituðu árið 2013 var fallist á að fullkannaðir yrðu aðrir kostir til rekstrar innanlandsflugs en framtíðarflugvöllur í Vatnsmýri. Fyrsti kosturinn fyrir nýjan flugvöll væri ávallt á höfuðborgarsvæðinu. Í samkomulaginu var líka ákveðið að nefnd skyldi kanna möguleg flugvallarstæði. Nefndin komst að því að vænlegasti kosturinn til að byggja flugvöll á höfuðborgarsvæðinu væri í Hvassahrauni. Nú þegar hefur norðaustur-suðvestur flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli, sem stundum er kölluð neyðarbraut, verið lokað. Það gerðist í fyrrasumar eftir að niðurstaða þess efnis fékkst í Hæstarétti. Þá er gert ráð fyrir í fyrrnefndu samkomulagi að norður-suðurbrautin verði á aðalskipulagi til ársins 2022. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvar vilt þú að miðstöð innanlandsflugs verði staðsett? Alls tóku 84 prósent afstöðu, 14 prósent sögðust óákveðin en eitt prósent svaraði ekki. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira
„Þessi skoðun þjóðarinnar á þessu mikilvæga máli kemur mér ekki á óvart. Ég hef alltaf haft sterka sannfæringu fyrir því að mikill meirihluti þjóðarinnar væri á því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar formanna félagsins Hjartað í Vatnsmýrinni. Þrír af hverjum fjórum sem afstöðu taka, eða 74 prósent, vilja að miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Vatnsmýrinni. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þá vilja 13 prósent færa innanlandsflugvöllinn til Keflavíkur. Þrettán prósent vilja hafa hann annars staðar.Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsHlutfall þeirra sem vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni hefur lækkað svolítið, miðað við kannanir Fréttablaðsins. Í apríl 2013 var sömu spurningar spurt og þá sögðust 83 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Munurinn er vel umfram vikmörk sem eru 2,35 prósent. Í apríl 2013 vildu 11 prósent hafa innanlandsflugið í Keflavík og sex prósent annars staðar. Áform Reykjavíkurborgar um að færa flugvöllinn eru skýr. Í samkomulagi sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, undirrituðu árið 2013 var fallist á að fullkannaðir yrðu aðrir kostir til rekstrar innanlandsflugs en framtíðarflugvöllur í Vatnsmýri. Fyrsti kosturinn fyrir nýjan flugvöll væri ávallt á höfuðborgarsvæðinu. Í samkomulaginu var líka ákveðið að nefnd skyldi kanna möguleg flugvallarstæði. Nefndin komst að því að vænlegasti kosturinn til að byggja flugvöll á höfuðborgarsvæðinu væri í Hvassahrauni. Nú þegar hefur norðaustur-suðvestur flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli, sem stundum er kölluð neyðarbraut, verið lokað. Það gerðist í fyrrasumar eftir að niðurstaða þess efnis fékkst í Hæstarétti. Þá er gert ráð fyrir í fyrrnefndu samkomulagi að norður-suðurbrautin verði á aðalskipulagi til ársins 2022. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvar vilt þú að miðstöð innanlandsflugs verði staðsett? Alls tóku 84 prósent afstöðu, 14 prósent sögðust óákveðin en eitt prósent svaraði ekki.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira