FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Þórdís Valsdóttir skrifar 7. október 2017 11:15 Paddock skaut út um glugga á herbergi sínu á 32. hæð Mandalay Bay hótelsins í Las Vegas. Vísir/getty Lögregluyfirvöld og Alríkislögregla Bandaríkjanna leita til almennings eftir aðstoð við að varpa ljósi á hvað gekk árásarmanninum Stephen Paddock til þegar hann hleypti skotum á tónlistarhátíð í Las Vegas á mánudag. Lögreglan er enn engu nær um þær ástæður sem kunna að liggja að baki árásinni. Stephen Paddock myrti að minnsta kosti 59 manns og særði 527. Árásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Kevin McMahill aðstoðarlögreglustjóri sagði að þeir sem hafa rannsakað árásina séu engu nær um ástæðurnar sem liggja að baki árásinni. „Við höfum skoðað bókstaflega allt, þar á meðal einkalíf hins grunaða, möguleg stjórnmálatengsl hans, félagslega hegðun hans, efnahag hans og allar mögulegar tengingar við öfgahópa,“ sagði McMahill á blaðamannafundi. Hann sagði að lögreglan sé búin að fara allar mögulegar leiðir til þess að reyna að skilja hvers vegn Paddock framdi ódæðisverkið og einnig reyna að komast að því hvort aðrir kunna að hafa verið viðriðnir árásina. McMahill segir yfirvöld ekki hafa fundið nein tengsl á milli Paddock og alþjóðlegra hryðjuverkahópa, þrátt fyrir að hryðjuverkasamtökin ISIS hafi lýst yfir ábyrgð á árásinni. Lögregluyfirvöld í Las Vegas og Alríkislögreglan hafa nú brugðið á það ráð að koma fyrir auglýsingaskiltum um gjörvalla Las Vegas borg og hvetja þannig íbúa til að stíga fram ef þau búa yfir einhverjum upplýsingum sem gætu aðstoðað við rannsóknina. Á auglýsingaskiltunum mun standa “Ef þú veist eitthvað, segðu eitthvað”. Á skiltunum verður einnig gjaldfrjálst númer sem þeir sem hafa upplýsingar um málið geta hringt í. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Opnir fyrir því að banna byssuaukahlut Repúblikanar í báðum deildum bandaríska þingsins vilja skoða hvort rétt væri að banna byssuaukahlut sem lætur sjálfvirk skotvopn skjóta hraðar. 6. október 2017 06:00 Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09 Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46 Ljósmyndarinn slær á áhyggjurnar Margir hafa gangrýnt birtingu myndar sem farið hefur víða eftir skotárásina í Las Vegas. 5. október 2017 08:43 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Lögregluyfirvöld og Alríkislögregla Bandaríkjanna leita til almennings eftir aðstoð við að varpa ljósi á hvað gekk árásarmanninum Stephen Paddock til þegar hann hleypti skotum á tónlistarhátíð í Las Vegas á mánudag. Lögreglan er enn engu nær um þær ástæður sem kunna að liggja að baki árásinni. Stephen Paddock myrti að minnsta kosti 59 manns og særði 527. Árásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Kevin McMahill aðstoðarlögreglustjóri sagði að þeir sem hafa rannsakað árásina séu engu nær um ástæðurnar sem liggja að baki árásinni. „Við höfum skoðað bókstaflega allt, þar á meðal einkalíf hins grunaða, möguleg stjórnmálatengsl hans, félagslega hegðun hans, efnahag hans og allar mögulegar tengingar við öfgahópa,“ sagði McMahill á blaðamannafundi. Hann sagði að lögreglan sé búin að fara allar mögulegar leiðir til þess að reyna að skilja hvers vegn Paddock framdi ódæðisverkið og einnig reyna að komast að því hvort aðrir kunna að hafa verið viðriðnir árásina. McMahill segir yfirvöld ekki hafa fundið nein tengsl á milli Paddock og alþjóðlegra hryðjuverkahópa, þrátt fyrir að hryðjuverkasamtökin ISIS hafi lýst yfir ábyrgð á árásinni. Lögregluyfirvöld í Las Vegas og Alríkislögreglan hafa nú brugðið á það ráð að koma fyrir auglýsingaskiltum um gjörvalla Las Vegas borg og hvetja þannig íbúa til að stíga fram ef þau búa yfir einhverjum upplýsingum sem gætu aðstoðað við rannsóknina. Á auglýsingaskiltunum mun standa “Ef þú veist eitthvað, segðu eitthvað”. Á skiltunum verður einnig gjaldfrjálst númer sem þeir sem hafa upplýsingar um málið geta hringt í.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Opnir fyrir því að banna byssuaukahlut Repúblikanar í báðum deildum bandaríska þingsins vilja skoða hvort rétt væri að banna byssuaukahlut sem lætur sjálfvirk skotvopn skjóta hraðar. 6. október 2017 06:00 Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09 Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46 Ljósmyndarinn slær á áhyggjurnar Margir hafa gangrýnt birtingu myndar sem farið hefur víða eftir skotárásina í Las Vegas. 5. október 2017 08:43 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Opnir fyrir því að banna byssuaukahlut Repúblikanar í báðum deildum bandaríska þingsins vilja skoða hvort rétt væri að banna byssuaukahlut sem lætur sjálfvirk skotvopn skjóta hraðar. 6. október 2017 06:00
Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09
Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46
Ljósmyndarinn slær á áhyggjurnar Margir hafa gangrýnt birtingu myndar sem farið hefur víða eftir skotárásina í Las Vegas. 5. október 2017 08:43