Þrýst á May að birta skjal um afturköllun á útgöngu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. október 2017 06:00 Allt gekk á afturfótunum hjá Theresu May á landsþinginu. vísir/epa Undanfarna daga hefur verið þrýst á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, að gera opinbert lagalegt minnisblað varðandi mögulega afturköllun á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB). Ólga vegna útgöngunnar fer vaxandi í kjölfar frétta þess efnis að samningaviðræður við sambandið gangi illa. Talið er að innihald minnisblaðsins sé á þann veg að ríkisstjórn Bretlands geti hætt við útgöngu fyrir mars 2019 ef þingmenn telja að það þjóni hagsmunum landsins best. Minnisblaðið var gert af mörgum af lögfróðustu mönnum landsins. Í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar í fyrra hafa samningaviðræður staðið yfir milli Breta og ESB. Lítið hefur þokast í þeim. Ríkisstjórn landsins hefur staðið hörð á því að Bretar verði að taka þeim samningi sem býðst, þó hann sé slæmur, eða þá sætta sig við engan samning. Stór fyrirtæki í landinu eru uggandi yfir stöðunni og sömuleiðis stór hluti þingmanna. Hafa einhverjir notað orðið „kamikaze“ yfir nálgun stjórnarinnar en orðið var notað yfir sjálfsvígsflugmenn Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Frammistaða forsætisráðherrans á landsþingi Íhaldsflokksins í liðinni viku var ekki til að bæta úr skák en þar gekk flest á afturfótunum. Deilurnar virðast hafa áhrif á ríkisstjórnina því hávær orðrómur er uppi um að sæti ýmissa ráðherra séu í hættu vegna þessa. Meðal þeirra sem hafa verið nefndir í því samhengi er utanríkisráðherrann Boris Johnson sem sakaður var um að hafa grafið undan May í aðdraganda landsfundarins. Staðan hafði neikvæð áhrif á gengi pundsins í liðinni viku en það féll um þrjú prósentustig. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17 May ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands Öll spjót standa nú á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, en fjöldi þingmanna er sagður vilja losna við hana eftir farsakennda ræðu á flokksþingi í gær. 5. október 2017 22:44 May gæti látið Johnson taka poka sinn Töluverð valdabarátta á sér stað innan breska Íhaldsflokksins þessa dagana sem gæti endað með breytingum í ríkisstjórn. 8. október 2017 14:06 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Undanfarna daga hefur verið þrýst á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, að gera opinbert lagalegt minnisblað varðandi mögulega afturköllun á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB). Ólga vegna útgöngunnar fer vaxandi í kjölfar frétta þess efnis að samningaviðræður við sambandið gangi illa. Talið er að innihald minnisblaðsins sé á þann veg að ríkisstjórn Bretlands geti hætt við útgöngu fyrir mars 2019 ef þingmenn telja að það þjóni hagsmunum landsins best. Minnisblaðið var gert af mörgum af lögfróðustu mönnum landsins. Í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar í fyrra hafa samningaviðræður staðið yfir milli Breta og ESB. Lítið hefur þokast í þeim. Ríkisstjórn landsins hefur staðið hörð á því að Bretar verði að taka þeim samningi sem býðst, þó hann sé slæmur, eða þá sætta sig við engan samning. Stór fyrirtæki í landinu eru uggandi yfir stöðunni og sömuleiðis stór hluti þingmanna. Hafa einhverjir notað orðið „kamikaze“ yfir nálgun stjórnarinnar en orðið var notað yfir sjálfsvígsflugmenn Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Frammistaða forsætisráðherrans á landsþingi Íhaldsflokksins í liðinni viku var ekki til að bæta úr skák en þar gekk flest á afturfótunum. Deilurnar virðast hafa áhrif á ríkisstjórnina því hávær orðrómur er uppi um að sæti ýmissa ráðherra séu í hættu vegna þessa. Meðal þeirra sem hafa verið nefndir í því samhengi er utanríkisráðherrann Boris Johnson sem sakaður var um að hafa grafið undan May í aðdraganda landsfundarins. Staðan hafði neikvæð áhrif á gengi pundsins í liðinni viku en það féll um þrjú prósentustig.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17 May ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands Öll spjót standa nú á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, en fjöldi þingmanna er sagður vilja losna við hana eftir farsakennda ræðu á flokksþingi í gær. 5. október 2017 22:44 May gæti látið Johnson taka poka sinn Töluverð valdabarátta á sér stað innan breska Íhaldsflokksins þessa dagana sem gæti endað með breytingum í ríkisstjórn. 8. október 2017 14:06 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17
May ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands Öll spjót standa nú á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, en fjöldi þingmanna er sagður vilja losna við hana eftir farsakennda ræðu á flokksþingi í gær. 5. október 2017 22:44
May gæti látið Johnson taka poka sinn Töluverð valdabarátta á sér stað innan breska Íhaldsflokksins þessa dagana sem gæti endað með breytingum í ríkisstjórn. 8. október 2017 14:06