Króatar fara í umspil

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Úr fyrri leik liðanna í undankeppninni.
Úr fyrri leik liðanna í undankeppninni. vísir/afp
Króatar eru búnir að tryggja sér sæti í umspili fyrir Heimsmeistaramótið. Þeir unnu Úkraínu 0-2 á útivelli í kvöld, en Ísland vann á sama tíma Kósóvó á heimavelli og því enduðu Króatar í öðru sætinu.

Króatar eru með 14 stig þegar úrslit gegn botnliði Kósóvó hafa verið dregin frá og eru því meðal fjögurra efstu liðanna í öðru sæti og öruggir með sæti í umspilinu.

Leikurinn byrjaði kröftuglega, en svo var eins og Króatar sofnuðu og Úkraínumenn réðu lofum og lögum á vellinum. Þeir náðu hins vegar ekki að nýta sér það og var markalaust í hálfleik.

Króatar komu mun sterkari inn í seinni hálfleikin, hafa væntanlega fengið eins og eina hárþurrku frá þjálfar sínum í leikhléi.

Tvö mörk frá Andrej Kramaric á átta mínútna kafla tryggðu sigur Króata og sætið í umspilinu.

Dregið verður í umspilið miðvikudaginn 18. október og fara leikirnir svo fram um miðjan nóvember.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira