Núna er ég helmingi betri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2017 06:00 Bjarki Þór Pálsson. mynd/baldur kristjánsson Hinn 7. október næstkomandi mætir Bjarki Þór Pálsson hinum breska Quamer „Machida“ Hussein í fjórða bardaga sínum sem atvinnumaður í MMA. Hussein hefur unnið sex bardaga sem atvinnumaður og tapað tveimur. Bardagi þeirra Bjarka verður aðalbardagi FightStar Championship 12 sem fer fram í London. Að minnsta kosti þrír aðrir Íslendingar keppa á bardagakvöldinu en ef allt gengur eftir verða þeir sjö. Bjarki átti góðu gengi að fagna sem áhugamaður þar sem hann vann 11 af 12 bardögum sínum. Undanfarin tvö ár hefur Bjarki keppt sem atvinnumaður og unnið alla þrjá bardaga sína sem slíkur. Tveir þeir síðustu, sem voru gegn Bretanum Alan Proctor, voru báðir í veltivigt. Bjarki hefur hins vegar ákveðið að færa sig aftur niður í léttvigt.Sniðugt að fara aftur niður „Ég fór upp um flokk í síðustu tveimur bardögum. Ég er 77 kg ef ég er í góðu formi. Mér fannst sniðugt að fara aftur niður og sjá hvað ég get gert þar,“ sagði Bjarki í samtali við íþróttadeild. Hann barðist síðast í lok apríl og segist hafa bætt sig mikið síðan þá. „Ég keppti ekki í sumar en hélt áfram að bæta mig og æfa. Núna er ég helmingi betri,“ sagði Bjarki. Eins og áður sagði er Bjarki ósigraður sem atvinnumaður. En hvað myndi sigur á Hussein gera fyrir hann? „Þá fara stóru samtökin að opna augun fyrir mér. Ég vona að það gerist. Annars ætla ég að taka bardaga strax aftur hjá þessum samtökum 9. desember. Við sjáum hvað gerist,“ sagði Bjarki. Fyrir um tveimur mánuðum sögðu Bjarki og fleiri íslenskir bardagamenn skilið við Mjölni en þeir hyggjast stofna nýtt bardagafélag í Reykjavík á næstunni.Draumur að rætast „Okkur langar að gera okkar eigið. Mig hefur alltaf dreymt um að opna minn eigin æfingasal og við ætlum að kýla á það. Það verður bara meiri gróska í MMA á Íslandi,“ sagði Bjarki sem segir að viðskilnaðurinn við Mjölni hafi verið í góðu. MMA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira
Hinn 7. október næstkomandi mætir Bjarki Þór Pálsson hinum breska Quamer „Machida“ Hussein í fjórða bardaga sínum sem atvinnumaður í MMA. Hussein hefur unnið sex bardaga sem atvinnumaður og tapað tveimur. Bardagi þeirra Bjarka verður aðalbardagi FightStar Championship 12 sem fer fram í London. Að minnsta kosti þrír aðrir Íslendingar keppa á bardagakvöldinu en ef allt gengur eftir verða þeir sjö. Bjarki átti góðu gengi að fagna sem áhugamaður þar sem hann vann 11 af 12 bardögum sínum. Undanfarin tvö ár hefur Bjarki keppt sem atvinnumaður og unnið alla þrjá bardaga sína sem slíkur. Tveir þeir síðustu, sem voru gegn Bretanum Alan Proctor, voru báðir í veltivigt. Bjarki hefur hins vegar ákveðið að færa sig aftur niður í léttvigt.Sniðugt að fara aftur niður „Ég fór upp um flokk í síðustu tveimur bardögum. Ég er 77 kg ef ég er í góðu formi. Mér fannst sniðugt að fara aftur niður og sjá hvað ég get gert þar,“ sagði Bjarki í samtali við íþróttadeild. Hann barðist síðast í lok apríl og segist hafa bætt sig mikið síðan þá. „Ég keppti ekki í sumar en hélt áfram að bæta mig og æfa. Núna er ég helmingi betri,“ sagði Bjarki. Eins og áður sagði er Bjarki ósigraður sem atvinnumaður. En hvað myndi sigur á Hussein gera fyrir hann? „Þá fara stóru samtökin að opna augun fyrir mér. Ég vona að það gerist. Annars ætla ég að taka bardaga strax aftur hjá þessum samtökum 9. desember. Við sjáum hvað gerist,“ sagði Bjarki. Fyrir um tveimur mánuðum sögðu Bjarki og fleiri íslenskir bardagamenn skilið við Mjölni en þeir hyggjast stofna nýtt bardagafélag í Reykjavík á næstunni.Draumur að rætast „Okkur langar að gera okkar eigið. Mig hefur alltaf dreymt um að opna minn eigin æfingasal og við ætlum að kýla á það. Það verður bara meiri gróska í MMA á Íslandi,“ sagði Bjarki sem segir að viðskilnaðurinn við Mjölni hafi verið í góðu.
MMA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira