Núna er ég helmingi betri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2017 06:00 Bjarki Þór Pálsson. mynd/baldur kristjánsson Hinn 7. október næstkomandi mætir Bjarki Þór Pálsson hinum breska Quamer „Machida“ Hussein í fjórða bardaga sínum sem atvinnumaður í MMA. Hussein hefur unnið sex bardaga sem atvinnumaður og tapað tveimur. Bardagi þeirra Bjarka verður aðalbardagi FightStar Championship 12 sem fer fram í London. Að minnsta kosti þrír aðrir Íslendingar keppa á bardagakvöldinu en ef allt gengur eftir verða þeir sjö. Bjarki átti góðu gengi að fagna sem áhugamaður þar sem hann vann 11 af 12 bardögum sínum. Undanfarin tvö ár hefur Bjarki keppt sem atvinnumaður og unnið alla þrjá bardaga sína sem slíkur. Tveir þeir síðustu, sem voru gegn Bretanum Alan Proctor, voru báðir í veltivigt. Bjarki hefur hins vegar ákveðið að færa sig aftur niður í léttvigt.Sniðugt að fara aftur niður „Ég fór upp um flokk í síðustu tveimur bardögum. Ég er 77 kg ef ég er í góðu formi. Mér fannst sniðugt að fara aftur niður og sjá hvað ég get gert þar,“ sagði Bjarki í samtali við íþróttadeild. Hann barðist síðast í lok apríl og segist hafa bætt sig mikið síðan þá. „Ég keppti ekki í sumar en hélt áfram að bæta mig og æfa. Núna er ég helmingi betri,“ sagði Bjarki. Eins og áður sagði er Bjarki ósigraður sem atvinnumaður. En hvað myndi sigur á Hussein gera fyrir hann? „Þá fara stóru samtökin að opna augun fyrir mér. Ég vona að það gerist. Annars ætla ég að taka bardaga strax aftur hjá þessum samtökum 9. desember. Við sjáum hvað gerist,“ sagði Bjarki. Fyrir um tveimur mánuðum sögðu Bjarki og fleiri íslenskir bardagamenn skilið við Mjölni en þeir hyggjast stofna nýtt bardagafélag í Reykjavík á næstunni.Draumur að rætast „Okkur langar að gera okkar eigið. Mig hefur alltaf dreymt um að opna minn eigin æfingasal og við ætlum að kýla á það. Það verður bara meiri gróska í MMA á Íslandi,“ sagði Bjarki sem segir að viðskilnaðurinn við Mjölni hafi verið í góðu. MMA Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Sjá meira
Hinn 7. október næstkomandi mætir Bjarki Þór Pálsson hinum breska Quamer „Machida“ Hussein í fjórða bardaga sínum sem atvinnumaður í MMA. Hussein hefur unnið sex bardaga sem atvinnumaður og tapað tveimur. Bardagi þeirra Bjarka verður aðalbardagi FightStar Championship 12 sem fer fram í London. Að minnsta kosti þrír aðrir Íslendingar keppa á bardagakvöldinu en ef allt gengur eftir verða þeir sjö. Bjarki átti góðu gengi að fagna sem áhugamaður þar sem hann vann 11 af 12 bardögum sínum. Undanfarin tvö ár hefur Bjarki keppt sem atvinnumaður og unnið alla þrjá bardaga sína sem slíkur. Tveir þeir síðustu, sem voru gegn Bretanum Alan Proctor, voru báðir í veltivigt. Bjarki hefur hins vegar ákveðið að færa sig aftur niður í léttvigt.Sniðugt að fara aftur niður „Ég fór upp um flokk í síðustu tveimur bardögum. Ég er 77 kg ef ég er í góðu formi. Mér fannst sniðugt að fara aftur niður og sjá hvað ég get gert þar,“ sagði Bjarki í samtali við íþróttadeild. Hann barðist síðast í lok apríl og segist hafa bætt sig mikið síðan þá. „Ég keppti ekki í sumar en hélt áfram að bæta mig og æfa. Núna er ég helmingi betri,“ sagði Bjarki. Eins og áður sagði er Bjarki ósigraður sem atvinnumaður. En hvað myndi sigur á Hussein gera fyrir hann? „Þá fara stóru samtökin að opna augun fyrir mér. Ég vona að það gerist. Annars ætla ég að taka bardaga strax aftur hjá þessum samtökum 9. desember. Við sjáum hvað gerist,“ sagði Bjarki. Fyrir um tveimur mánuðum sögðu Bjarki og fleiri íslenskir bardagamenn skilið við Mjölni en þeir hyggjast stofna nýtt bardagafélag í Reykjavík á næstunni.Draumur að rætast „Okkur langar að gera okkar eigið. Mig hefur alltaf dreymt um að opna minn eigin æfingasal og við ætlum að kýla á það. Það verður bara meiri gróska í MMA á Íslandi,“ sagði Bjarki sem segir að viðskilnaðurinn við Mjölni hafi verið í góðu.
MMA Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Sjá meira