Netflix fjarlægði barnaþátt eftir ábendingar um bakgrunnsböll Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2017 08:54 Býflugan Maya á sér ungan aðdáendahóp. netflix Netflix hefur fjarlægt teiknimyndaþátt eftir að hafa fengið fjölmargar ábendingar um ósiðlega tréristu. Áhyggjufullir áhorfendur bentu streymisveituna á að í einu atriði þáttarinns Maya the bee mætti sjá hvernig búið var að rista útlínur getnaðarlims í trjábol í bakgrunninum. Móðir ungs barns var ein þeirra sem varð ballarins vör og lýsti hún áhyggjum sínum á Facebook.Böllinn mátti sjá inni í bolnum.Netflix„Passiði vel upp á hvað börnin ykkar horfa á. Ég veit að ég er ekki að missa vitið og ég veit að eitthvað þessu líkt á ekki heima í barnaefni,“ skrifaði Chey Robinson og bætti við: „Mér býður algjörlega við þessu, það er ekki nokkur ástæða fyrir því að börnin mín ættu að sjá eitthvað þessu líkt.“ Netflix hefur ekki enn tjáð sig um málið en hefur þó fjarlægt umræddan þátt, þann þrítugasta og fimmta í fyrstu þáttaröð Maya the bee. Hún er ekki aðgengileg á íslensku útgáfu streymisveitunnar. Maya the bee hóf göngu sína árið 2012 og eru þættirnir 78 talsins. Þeir eru framleiddir af fyrirtækinu Studio 100 sem hefur ekki heldur útskýrt hvernig fyrrnefndur limur rataði í bolinn. Hér að neðan má sjá Chey Robinson benda á tréristuna sem fór fyrir brjóstið á henni. Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Netflix hefur fjarlægt teiknimyndaþátt eftir að hafa fengið fjölmargar ábendingar um ósiðlega tréristu. Áhyggjufullir áhorfendur bentu streymisveituna á að í einu atriði þáttarinns Maya the bee mætti sjá hvernig búið var að rista útlínur getnaðarlims í trjábol í bakgrunninum. Móðir ungs barns var ein þeirra sem varð ballarins vör og lýsti hún áhyggjum sínum á Facebook.Böllinn mátti sjá inni í bolnum.Netflix„Passiði vel upp á hvað börnin ykkar horfa á. Ég veit að ég er ekki að missa vitið og ég veit að eitthvað þessu líkt á ekki heima í barnaefni,“ skrifaði Chey Robinson og bætti við: „Mér býður algjörlega við þessu, það er ekki nokkur ástæða fyrir því að börnin mín ættu að sjá eitthvað þessu líkt.“ Netflix hefur ekki enn tjáð sig um málið en hefur þó fjarlægt umræddan þátt, þann þrítugasta og fimmta í fyrstu þáttaröð Maya the bee. Hún er ekki aðgengileg á íslensku útgáfu streymisveitunnar. Maya the bee hóf göngu sína árið 2012 og eru þættirnir 78 talsins. Þeir eru framleiddir af fyrirtækinu Studio 100 sem hefur ekki heldur útskýrt hvernig fyrrnefndur limur rataði í bolinn. Hér að neðan má sjá Chey Robinson benda á tréristuna sem fór fyrir brjóstið á henni.
Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira