Netflix fjarlægði barnaþátt eftir ábendingar um bakgrunnsböll Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2017 08:54 Býflugan Maya á sér ungan aðdáendahóp. netflix Netflix hefur fjarlægt teiknimyndaþátt eftir að hafa fengið fjölmargar ábendingar um ósiðlega tréristu. Áhyggjufullir áhorfendur bentu streymisveituna á að í einu atriði þáttarinns Maya the bee mætti sjá hvernig búið var að rista útlínur getnaðarlims í trjábol í bakgrunninum. Móðir ungs barns var ein þeirra sem varð ballarins vör og lýsti hún áhyggjum sínum á Facebook.Böllinn mátti sjá inni í bolnum.Netflix„Passiði vel upp á hvað börnin ykkar horfa á. Ég veit að ég er ekki að missa vitið og ég veit að eitthvað þessu líkt á ekki heima í barnaefni,“ skrifaði Chey Robinson og bætti við: „Mér býður algjörlega við þessu, það er ekki nokkur ástæða fyrir því að börnin mín ættu að sjá eitthvað þessu líkt.“ Netflix hefur ekki enn tjáð sig um málið en hefur þó fjarlægt umræddan þátt, þann þrítugasta og fimmta í fyrstu þáttaröð Maya the bee. Hún er ekki aðgengileg á íslensku útgáfu streymisveitunnar. Maya the bee hóf göngu sína árið 2012 og eru þættirnir 78 talsins. Þeir eru framleiddir af fyrirtækinu Studio 100 sem hefur ekki heldur útskýrt hvernig fyrrnefndur limur rataði í bolinn. Hér að neðan má sjá Chey Robinson benda á tréristuna sem fór fyrir brjóstið á henni. Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Netflix hefur fjarlægt teiknimyndaþátt eftir að hafa fengið fjölmargar ábendingar um ósiðlega tréristu. Áhyggjufullir áhorfendur bentu streymisveituna á að í einu atriði þáttarinns Maya the bee mætti sjá hvernig búið var að rista útlínur getnaðarlims í trjábol í bakgrunninum. Móðir ungs barns var ein þeirra sem varð ballarins vör og lýsti hún áhyggjum sínum á Facebook.Böllinn mátti sjá inni í bolnum.Netflix„Passiði vel upp á hvað börnin ykkar horfa á. Ég veit að ég er ekki að missa vitið og ég veit að eitthvað þessu líkt á ekki heima í barnaefni,“ skrifaði Chey Robinson og bætti við: „Mér býður algjörlega við þessu, það er ekki nokkur ástæða fyrir því að börnin mín ættu að sjá eitthvað þessu líkt.“ Netflix hefur ekki enn tjáð sig um málið en hefur þó fjarlægt umræddan þátt, þann þrítugasta og fimmta í fyrstu þáttaröð Maya the bee. Hún er ekki aðgengileg á íslensku útgáfu streymisveitunnar. Maya the bee hóf göngu sína árið 2012 og eru þættirnir 78 talsins. Þeir eru framleiddir af fyrirtækinu Studio 100 sem hefur ekki heldur útskýrt hvernig fyrrnefndur limur rataði í bolinn. Hér að neðan má sjá Chey Robinson benda á tréristuna sem fór fyrir brjóstið á henni.
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira