Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2017 10:26 Aukinn kraftur virðist hafa færst í rannsókn Mueller undanfarnar vikur. Trump hefur lýst henni sem ofsóknum á hendur sér. Vísir/AFP Skjöl og tölvupóstar um brottrekstur forstjóra FBI eru á meðal þeirra gagna sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hefur krafið Hvíta húsið um.New York Times og Washington Post greindu frá því í gærkvöldi að Mueller hefði óskað eftir gögnum frá forsetatíð Donalds Trump. Þau varða að mikla leyti einstaka atburði sem vakið hafa mikla athygli eftir að Trump tók við embætti, að sögn Washington Post. Fyrir utan öll möguleg gögn sem varða þá ákvörðun forsetans að reka James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, og fund Trump yngri með rússneskum lögmanni í fyrra, er sérstaki rannsakandinn sagður á höttunum eftir skjölum sem tengjast brotthvarfi Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafa Trump, úr Hvíta húsinu. Gögnin varða þrettán flokka sem rannsakendur á vegum Mueller hafa skilgreint og telja sérstaklega mikilvæga fyrir rannsóknina á því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld. New York Times segir að Mueller vilji gögn sem varða fund sem Trump átti með rússneskum erindrekum í Hvíta húsinu eftir að hann rak Comey. Þar lýsti hann Comey sem „klikkhaus“ og að brottrekstur hans hafi létt „miklum þrýstingi“ af forsetanum.Robert Mueller (t.h.) með James Comey sem Trump rak. Það varð kveikjan að því að Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins.Vísir/AFPAfhenda nokkur skjöl í þessari vikuRannsakendurnir hafa einnig óskað eftir gögnum sem tengjast Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump sem er til rannsóknar. Fyrr í vikunni var greint frá því að alríkislögreglan hefði hlerað hann fyrir og eftir forsetakosningarnar í nóvember. Húsleit var gerð á heimili hans fyrr í sumar. New York Times hefur eftir Ty Cobb, lögmanni Trump, að hann muni afhenda hluta skjalanna í þessari viku. Hvorki talsmaður Mueller né Hvíta húsið vildi tjá sig um fréttirnar. Mueller tók við rannsókn á meintum tengslum Trump og félaga við Rússa eftir að forsetinn rak Comey sem forstjóra FBI í maí. Trump hefur ítrekað lýst rannsókninni sem „nornaveiðum“ og „gervifréttum“. Stjórnvöld í Kreml hafa sömuleiðis gert lítið úr meintu samráði þeirra við framboð Trump, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48 Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Paul Manafort er á meðal bandamanna Donalds Trump sem hafa verið til rannsóknar vegna meints samráðs við rússnesk stjórnvöld. 19. september 2017 09:03 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Skjöl og tölvupóstar um brottrekstur forstjóra FBI eru á meðal þeirra gagna sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hefur krafið Hvíta húsið um.New York Times og Washington Post greindu frá því í gærkvöldi að Mueller hefði óskað eftir gögnum frá forsetatíð Donalds Trump. Þau varða að mikla leyti einstaka atburði sem vakið hafa mikla athygli eftir að Trump tók við embætti, að sögn Washington Post. Fyrir utan öll möguleg gögn sem varða þá ákvörðun forsetans að reka James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, og fund Trump yngri með rússneskum lögmanni í fyrra, er sérstaki rannsakandinn sagður á höttunum eftir skjölum sem tengjast brotthvarfi Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafa Trump, úr Hvíta húsinu. Gögnin varða þrettán flokka sem rannsakendur á vegum Mueller hafa skilgreint og telja sérstaklega mikilvæga fyrir rannsóknina á því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld. New York Times segir að Mueller vilji gögn sem varða fund sem Trump átti með rússneskum erindrekum í Hvíta húsinu eftir að hann rak Comey. Þar lýsti hann Comey sem „klikkhaus“ og að brottrekstur hans hafi létt „miklum þrýstingi“ af forsetanum.Robert Mueller (t.h.) með James Comey sem Trump rak. Það varð kveikjan að því að Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins.Vísir/AFPAfhenda nokkur skjöl í þessari vikuRannsakendurnir hafa einnig óskað eftir gögnum sem tengjast Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump sem er til rannsóknar. Fyrr í vikunni var greint frá því að alríkislögreglan hefði hlerað hann fyrir og eftir forsetakosningarnar í nóvember. Húsleit var gerð á heimili hans fyrr í sumar. New York Times hefur eftir Ty Cobb, lögmanni Trump, að hann muni afhenda hluta skjalanna í þessari viku. Hvorki talsmaður Mueller né Hvíta húsið vildi tjá sig um fréttirnar. Mueller tók við rannsókn á meintum tengslum Trump og félaga við Rússa eftir að forsetinn rak Comey sem forstjóra FBI í maí. Trump hefur ítrekað lýst rannsókninni sem „nornaveiðum“ og „gervifréttum“. Stjórnvöld í Kreml hafa sömuleiðis gert lítið úr meintu samráði þeirra við framboð Trump, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48 Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Paul Manafort er á meðal bandamanna Donalds Trump sem hafa verið til rannsóknar vegna meints samráðs við rússnesk stjórnvöld. 19. september 2017 09:03 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47
Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48
Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Paul Manafort er á meðal bandamanna Donalds Trump sem hafa verið til rannsóknar vegna meints samráðs við rússnesk stjórnvöld. 19. september 2017 09:03