Segir hinn „elliæra“ Trump hafa sannfært sig um að halda áfram Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. september 2017 06:46 Yfirlýsing Kim Jong-un í nótt er talin vera sú fyrsta í sögunni þar sem leiðtogi Norður-Kóreu beinir orðum sínum að alþjóðasamfélaginu. KCNA Kim Jong-un, segir að ummæli hins „brjálaða“ og „elliæra“ Bandaríkjaforseta staðfesti nauðsyn þess að Norður-Kórea haldi áfram kjarnorkuvopnaáætlun sinni. Donald Trump muni gjalda fyrir ræðuna sem hann flutti fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á dögunum. Þetta var megininntak yfirlýsingar Kims sem hann las upp í ríkissjónvarpi Norður-Kóreu í gærkvöldi. Sérfræðingar telja að þetta sé fyrsta ræða sem leiðtogi Norður-Kóreu flytur með alþjóðasamfélagið í huga. Þar vísaði hann til óvenju herskárrar ræðu Trumps á þriðjudag þar sem Bandaríkjaforseti var harðorður í garð Norður-Kóreu.Sjá einnig: Trump harðorður í garð Norður-Kóreu og Íran Varaði hann ríkið við að ögra bandamönnum Bandaríkjanna. „Við munum eiga þann eina kost að gereyða Norður-Kóreu. Eldflaugamaðurinn (e. Rocketman) er í sjálfsmorðshugleiðingum fyrir sig og ríkisstjórn sína,“ sagði Trump og beindi orðum sínum að Kim Jong-un. Leiðtogi Norður-Kóreu segir í yfirlýsingu sinni að ræða Trump hafi sannfært sig um að sú leið sem þjóð hans hefur valið sé sú rétta. Digurbarkaleg ræða Bandaríkjaforseta hafi ekki hrætt hann og muni hann fylgja kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu allt til enda.Hér að neðan má sjá brot úr ræðu Trumps á þriðjudag.Trump to the UN on Iran: "The Iranian government masks a corrupt dictatorship behind the false guise of democracy" https://t.co/w77yjbPOx9 pic.twitter.com/SjSjmUrmKP— CNN Breaking News (@cnnbrk) September 19, 2017 „Nú þegar Trump hefur móðgað mig og þjóð mína frammi fyrir öllum heiminum í hatrömmustu stríðsyfirlýsingu allra tíma“ mun Norður-Kórea íhuga „hörðustu gagnaðgerðir“ svo að Trump muni „gjalda fyrir ræðu sína.“ Lauk Kim yfirlýsingu sinni á því að segja að vopnabúr hans muni ná að temja hinn elliæra og brjálaða Bandaríkjamann.Sjá einnig: Trump geltandi hundur í augum Norður-KóreuUtanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yong-ho, sagði í samtali við fjölmiðla í gær að þjóð hans muni halda áfram að þróa langdrægar eldflaugar og kjarnaodda, þrátt fyrir hertar viðskiptaþvinganir alþjóðasamfélagsins. „Það er málsháttur sem segir: Þó svo að hundurinn gelti heldur skrúðgangan áfram,“ sagði utanríkisráðherrann um fyrrnefnda ræðu Trumps. „Ef hann [Trump] hélt að hann gæti látið okkur bregða með hundsgelti þá er hann að dreyma.“ Aðspurður um hvað honum þætti um að Trump hefði kallað Kim Jong-un Eldflaugamann svaraði ráðherrann. „Ég vorkenni aðstoðarmönnum hans.“ Ri Yong-ho mun halda ræðu á Allsherjarþinginu síðar í dag. Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump harðorður í garð Norður-Kóreu og Íran Forseti Bandaríkjanna kallaði eftir því að allar þjóðir heimsins einangruðu einræðisríkið alfarið. 19. september 2017 14:32 Harðari þvinganir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti undirritaði í gær tilskipun um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Kínverskum bönkum gert að hætta viðskiptum við nágrannaríkið. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu líkti Bandaríkjaforseta við geltandi hund. 22. september 2017 06:00 Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Kim Jong-un, segir að ummæli hins „brjálaða“ og „elliæra“ Bandaríkjaforseta staðfesti nauðsyn þess að Norður-Kórea haldi áfram kjarnorkuvopnaáætlun sinni. Donald Trump muni gjalda fyrir ræðuna sem hann flutti fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á dögunum. Þetta var megininntak yfirlýsingar Kims sem hann las upp í ríkissjónvarpi Norður-Kóreu í gærkvöldi. Sérfræðingar telja að þetta sé fyrsta ræða sem leiðtogi Norður-Kóreu flytur með alþjóðasamfélagið í huga. Þar vísaði hann til óvenju herskárrar ræðu Trumps á þriðjudag þar sem Bandaríkjaforseti var harðorður í garð Norður-Kóreu.Sjá einnig: Trump harðorður í garð Norður-Kóreu og Íran Varaði hann ríkið við að ögra bandamönnum Bandaríkjanna. „Við munum eiga þann eina kost að gereyða Norður-Kóreu. Eldflaugamaðurinn (e. Rocketman) er í sjálfsmorðshugleiðingum fyrir sig og ríkisstjórn sína,“ sagði Trump og beindi orðum sínum að Kim Jong-un. Leiðtogi Norður-Kóreu segir í yfirlýsingu sinni að ræða Trump hafi sannfært sig um að sú leið sem þjóð hans hefur valið sé sú rétta. Digurbarkaleg ræða Bandaríkjaforseta hafi ekki hrætt hann og muni hann fylgja kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu allt til enda.Hér að neðan má sjá brot úr ræðu Trumps á þriðjudag.Trump to the UN on Iran: "The Iranian government masks a corrupt dictatorship behind the false guise of democracy" https://t.co/w77yjbPOx9 pic.twitter.com/SjSjmUrmKP— CNN Breaking News (@cnnbrk) September 19, 2017 „Nú þegar Trump hefur móðgað mig og þjóð mína frammi fyrir öllum heiminum í hatrömmustu stríðsyfirlýsingu allra tíma“ mun Norður-Kórea íhuga „hörðustu gagnaðgerðir“ svo að Trump muni „gjalda fyrir ræðu sína.“ Lauk Kim yfirlýsingu sinni á því að segja að vopnabúr hans muni ná að temja hinn elliæra og brjálaða Bandaríkjamann.Sjá einnig: Trump geltandi hundur í augum Norður-KóreuUtanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yong-ho, sagði í samtali við fjölmiðla í gær að þjóð hans muni halda áfram að þróa langdrægar eldflaugar og kjarnaodda, þrátt fyrir hertar viðskiptaþvinganir alþjóðasamfélagsins. „Það er málsháttur sem segir: Þó svo að hundurinn gelti heldur skrúðgangan áfram,“ sagði utanríkisráðherrann um fyrrnefnda ræðu Trumps. „Ef hann [Trump] hélt að hann gæti látið okkur bregða með hundsgelti þá er hann að dreyma.“ Aðspurður um hvað honum þætti um að Trump hefði kallað Kim Jong-un Eldflaugamann svaraði ráðherrann. „Ég vorkenni aðstoðarmönnum hans.“ Ri Yong-ho mun halda ræðu á Allsherjarþinginu síðar í dag.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump harðorður í garð Norður-Kóreu og Íran Forseti Bandaríkjanna kallaði eftir því að allar þjóðir heimsins einangruðu einræðisríkið alfarið. 19. september 2017 14:32 Harðari þvinganir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti undirritaði í gær tilskipun um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Kínverskum bönkum gert að hætta viðskiptum við nágrannaríkið. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu líkti Bandaríkjaforseta við geltandi hund. 22. september 2017 06:00 Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Trump harðorður í garð Norður-Kóreu og Íran Forseti Bandaríkjanna kallaði eftir því að allar þjóðir heimsins einangruðu einræðisríkið alfarið. 19. september 2017 14:32
Harðari þvinganir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti undirritaði í gær tilskipun um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Kínverskum bönkum gert að hætta viðskiptum við nágrannaríkið. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu líkti Bandaríkjaforseta við geltandi hund. 22. september 2017 06:00
Trump geltandi hundur í augum Norður-Kóreu Utanríkirsáðherra Norður-Kóreu vorkennir aðstoðarmönnum Bandaríkjaforseta. 21. september 2017 07:09