Ætlar að spila glænýtt efni frá Gus Gus Tinni Sveinsson skrifar 22. september 2017 19:30 Biggi veira mun svala þorsta fjölmargra aðdáenda Gus Gus og gefa þeim forsmekkinn að nýju efni á morgun. Vísir/Stefán Annað kvöld ætla tveir af þekktustu plötusnúðum landsins að snúa bökum saman og koma fram á skemmtistaðnum Paloma í Naustinni. Biggi veira úr Gus Gus er aðalnúmerið en honum til halds og trausts verður Thor úr Thule Records. Biggi veira stendur í ströngu þessa dagana. Nýlega gaf Gus Gus út nýtt lag, Featherlight, og gerði sveitin víðreist á tónlistarhátíðum í sumar. Biggi mun einnig spila víða um heim næstu mánuði undir merkjunum Mexico DJ Tour og er uppákoman á Paloma einskonar upphitun fyrir það. Ljóst er að fjölmarga aðdáendur Gus Gus hlakkar til að heyra nýtt efni frá sveitinni og lofar Biggi aðdáendum að spila það á morgun. Sveitin kemur einnig fram á Iceland Airwaves í byrjun nóvember. Thor, eða Þórhallur Skúlason, er þekktur sem prímus mótorinn á bak við íslensku plötuútgáfuna Thule Records. Thule Records hefur risið úr dvala upp á síðkastið og ferðast Þórhallur þessi misserin út um allan heim og spilar á vinsælum klúbbum.Hér eru nánari upplýsingar um kvöldið. Hægt er að fá forsmekkinn með því að hlusta á „Electro Shock“-syrpu frá Bigga veiru hér fyrir neðan.Hér fyrir neðan má síðan heyra flotta syrpu frá Thor. Tengdar fréttir GusGus frumsýnir myndband við fyrsta lagið af nýju plötunni Hljómsveitin GusGus, sem skipuð er þeim Bigga Veiru og Daníel Ágúst, sendir í dag frá sér myndband við lag af nýrri plötu sem kemur út í haust. 29. júní 2017 17:45 GusGus á Airwaves í ár 40 ný atriði tilkynnt fyrir tónlistarhátíðina. 10. ágúst 2017 11:36 Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Annað kvöld ætla tveir af þekktustu plötusnúðum landsins að snúa bökum saman og koma fram á skemmtistaðnum Paloma í Naustinni. Biggi veira úr Gus Gus er aðalnúmerið en honum til halds og trausts verður Thor úr Thule Records. Biggi veira stendur í ströngu þessa dagana. Nýlega gaf Gus Gus út nýtt lag, Featherlight, og gerði sveitin víðreist á tónlistarhátíðum í sumar. Biggi mun einnig spila víða um heim næstu mánuði undir merkjunum Mexico DJ Tour og er uppákoman á Paloma einskonar upphitun fyrir það. Ljóst er að fjölmarga aðdáendur Gus Gus hlakkar til að heyra nýtt efni frá sveitinni og lofar Biggi aðdáendum að spila það á morgun. Sveitin kemur einnig fram á Iceland Airwaves í byrjun nóvember. Thor, eða Þórhallur Skúlason, er þekktur sem prímus mótorinn á bak við íslensku plötuútgáfuna Thule Records. Thule Records hefur risið úr dvala upp á síðkastið og ferðast Þórhallur þessi misserin út um allan heim og spilar á vinsælum klúbbum.Hér eru nánari upplýsingar um kvöldið. Hægt er að fá forsmekkinn með því að hlusta á „Electro Shock“-syrpu frá Bigga veiru hér fyrir neðan.Hér fyrir neðan má síðan heyra flotta syrpu frá Thor.
Tengdar fréttir GusGus frumsýnir myndband við fyrsta lagið af nýju plötunni Hljómsveitin GusGus, sem skipuð er þeim Bigga Veiru og Daníel Ágúst, sendir í dag frá sér myndband við lag af nýrri plötu sem kemur út í haust. 29. júní 2017 17:45 GusGus á Airwaves í ár 40 ný atriði tilkynnt fyrir tónlistarhátíðina. 10. ágúst 2017 11:36 Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
GusGus frumsýnir myndband við fyrsta lagið af nýju plötunni Hljómsveitin GusGus, sem skipuð er þeim Bigga Veiru og Daníel Ágúst, sendir í dag frá sér myndband við lag af nýrri plötu sem kemur út í haust. 29. júní 2017 17:45