Eldflaugamaðurinn mætir þeim elliæra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. september 2017 09:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafa átt í hatrömmum deilum undanfarið. Þeir hóta hvor öðrum gereyðileggingu og kalla hvor annan geðsjúkan. Nordicphotos/AFP Samskipti Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hafa ef til vill ekki verið stirðari síðan á dögum Kóreustríðsins um miðja síðustu öld. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur uppnefnt Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, „Eldflaugamanninn“ en sá síðarnefndi segir Trump elliæran. Tvímenningarnir hafa jafnframt hótað að gereyðileggja ríki hvor annars. Kim brást í gær við nýjum viðskiptaþvingunum sem Trump fyrirskipaði gegn einræðisríkinu á fimmtudag sem og eldræðu forsetans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna frá því á mánudag þar sem forsetinn hótaði fyrrnefndri gereyðileggingu ef Kim-stjórnin myndi ekki stöðva kjarnorkuáætlun sína. Sendi Kim frá sér fyrstu tilkynninguna sem nokkur leiðtogi Norður-Kóreu hefur gefið út á ensku. „Jómfrúarræða Bandaríkjaforseta á sviði Sameinuðu þjóðanna veldur alþjóðasamfélaginu áhyggjum og er til þess fallin að auka á togstreituna á Kóreuskaga. Ég taldi að hann myndi flytja ræðu ólíka þeim sem hann flytur venjulega. En hann var langt frá því að segja nokkuð sem gæti slakað á togstreitunni heldur var hann fádæma dónalegur og bullaði meira en nokkur Bandaríkjaforseti hefur nokkurn tímann gert.“Donald Trump hefur kallað Kim „Rocket Man“ og vísað þannig í þekkt lag eftir Elton John.nordicphotos/AFPNorður-Kóreumaðurinn ráðlagði Trump að vanda orðaval sitt og sagði hegðun hans á allsherjarþinginu „geðsjúka“. Ræða Trumps hefði í raun verið stríðsyfirlýsing og myndi stjórn Kims hugsa vandlega um hvernig henni bæri að svara. „Ég veit ekki við hvaða svari Trump bjóst en svarið verður stærra en hann hefði getað ímyndað sér. Ég mun á afdráttarlausan hátt temja þennan elliæra og geðsjúka Bandaríkjamann með eldi mínum,“ segir enn fremur í yfirlýsingu Kims. Trump svaraði Kim á Twitter í gær. „Kim Jong-un frá Norður-Kóreu, sem er augljóslega geðsjúklingur, er sama þótt hann svelti og drepi þjóð sína. Nú mun reyna á hann sem aldrei fyrr,“ tísti Bandaríkjaforseti. Frá því Kim tók við taumunum í Norður-Kóreu, eftir andlát föður hans, hefur ríkið gert mun fleiri kjarnorku- og eldflaugatilraunir en áður. Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, sagði í gær að svar Asíuríkisins gæti falist í kjarnorkutilraun á Kyrrahafi. „Þetta gæti orðið aflmesta vetnissprengja sem prófuð hefur verið á Kyrrahafinu,“ sagði Ri. Ráðherrann bætti því þó við að hann hefði í raun ekki hugmynd um hvernig ætti að svara Bandaríkjaforseta, það myndi Kim einn fyrirskipa. Japanar voru hins vegar ekki hrifnir af orðum Ri, enda hefur Norður-Kórea skotið tveimur eldflaugum í gegnum japanska lofthelgi undanfarinn mánuð. „Orð Norður-Kóreumanna ögra öryggi og stöðugleika á svæðinu. Þau eru algjörlega óásættanleg,“ sagði Yoshihide Suga, talsmaður ríkisstjórnarinnar. En á meðan leiðtogar Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hnakkrífast reyna Kínverjar og Rússar að róa þá niður. „Allir aðilar ættu að halda aftur af sér frekar en að reyna að ögra hvor öðrum,“ sagði Lu Kang, talsmaður utanríkisráðuneytis Kínverja, við blaðamenn í gær. Dmitry Peskov, talsmaður ríkisstjórnar Vladimírs Pútin í Rússlandi, tók í sama streng. Sagði hann að yfirvöld í Moskvu hefðu „miklar áhyggjur af þessari vaxandi spennu“. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Samskipti Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hafa ef til vill ekki verið stirðari síðan á dögum Kóreustríðsins um miðja síðustu öld. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur uppnefnt Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, „Eldflaugamanninn“ en sá síðarnefndi segir Trump elliæran. Tvímenningarnir hafa jafnframt hótað að gereyðileggja ríki hvor annars. Kim brást í gær við nýjum viðskiptaþvingunum sem Trump fyrirskipaði gegn einræðisríkinu á fimmtudag sem og eldræðu forsetans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna frá því á mánudag þar sem forsetinn hótaði fyrrnefndri gereyðileggingu ef Kim-stjórnin myndi ekki stöðva kjarnorkuáætlun sína. Sendi Kim frá sér fyrstu tilkynninguna sem nokkur leiðtogi Norður-Kóreu hefur gefið út á ensku. „Jómfrúarræða Bandaríkjaforseta á sviði Sameinuðu þjóðanna veldur alþjóðasamfélaginu áhyggjum og er til þess fallin að auka á togstreituna á Kóreuskaga. Ég taldi að hann myndi flytja ræðu ólíka þeim sem hann flytur venjulega. En hann var langt frá því að segja nokkuð sem gæti slakað á togstreitunni heldur var hann fádæma dónalegur og bullaði meira en nokkur Bandaríkjaforseti hefur nokkurn tímann gert.“Donald Trump hefur kallað Kim „Rocket Man“ og vísað þannig í þekkt lag eftir Elton John.nordicphotos/AFPNorður-Kóreumaðurinn ráðlagði Trump að vanda orðaval sitt og sagði hegðun hans á allsherjarþinginu „geðsjúka“. Ræða Trumps hefði í raun verið stríðsyfirlýsing og myndi stjórn Kims hugsa vandlega um hvernig henni bæri að svara. „Ég veit ekki við hvaða svari Trump bjóst en svarið verður stærra en hann hefði getað ímyndað sér. Ég mun á afdráttarlausan hátt temja þennan elliæra og geðsjúka Bandaríkjamann með eldi mínum,“ segir enn fremur í yfirlýsingu Kims. Trump svaraði Kim á Twitter í gær. „Kim Jong-un frá Norður-Kóreu, sem er augljóslega geðsjúklingur, er sama þótt hann svelti og drepi þjóð sína. Nú mun reyna á hann sem aldrei fyrr,“ tísti Bandaríkjaforseti. Frá því Kim tók við taumunum í Norður-Kóreu, eftir andlát föður hans, hefur ríkið gert mun fleiri kjarnorku- og eldflaugatilraunir en áður. Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, sagði í gær að svar Asíuríkisins gæti falist í kjarnorkutilraun á Kyrrahafi. „Þetta gæti orðið aflmesta vetnissprengja sem prófuð hefur verið á Kyrrahafinu,“ sagði Ri. Ráðherrann bætti því þó við að hann hefði í raun ekki hugmynd um hvernig ætti að svara Bandaríkjaforseta, það myndi Kim einn fyrirskipa. Japanar voru hins vegar ekki hrifnir af orðum Ri, enda hefur Norður-Kórea skotið tveimur eldflaugum í gegnum japanska lofthelgi undanfarinn mánuð. „Orð Norður-Kóreumanna ögra öryggi og stöðugleika á svæðinu. Þau eru algjörlega óásættanleg,“ sagði Yoshihide Suga, talsmaður ríkisstjórnarinnar. En á meðan leiðtogar Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hnakkrífast reyna Kínverjar og Rússar að róa þá niður. „Allir aðilar ættu að halda aftur af sér frekar en að reyna að ögra hvor öðrum,“ sagði Lu Kang, talsmaður utanríkisráðuneytis Kínverja, við blaðamenn í gær. Dmitry Peskov, talsmaður ríkisstjórnar Vladimírs Pútin í Rússlandi, tók í sama streng. Sagði hann að yfirvöld í Moskvu hefðu „miklar áhyggjur af þessari vaxandi spennu“.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira