Hækkun í anda Salek ekki nóg fyrir flugvirkja Sveinn Arnarsson skrifar 23. september 2017 07:00 Flugvirkjar Icelandair vilja ríkulegri launahækkanir en örfá prósent. Stefnir því í hart á milli deiluaðila í samningaviðræðum í vetur. VÍSIR/VILHELM Mikið ber í milli í launadeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair. Deilan hefur verið send til ríkissáttasemjara og fundað hefur verið í deilunni þar. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir fyrsta fund hjá ríkissáttasemjara ekki hafa breytt miklu. Þar hafi aðilar helst verið að kynna sín sjónarmið og fara yfir málið í rólegheitum. Hann segir hugmyndir flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins um launahækkanir vera mjög mismunandi.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA„Við erum með ákveðnar kröfur og kynntum þær. SA eru hörð á því að bjóða okkur launahækkanir sem miða við SALEK-samkomulagið sem er löngu dautt. Við munum ekki sætta okkur við það,“ segir Óskar en það sé nú stutt liðið á þessa samningagerð og því gæti nú allt gerst enn þá. „Þetta var nú bara fyrsti fundur og við skulum sjá hvað setur. Við erum allavega ekki farnir að hugsa það að leggja niður störf strax.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir línu samtakanna alveg skýra. Á fundi samtaka atvinnulífsins á Akureyri í fyrradag talaði hann um að krafa væri uppi í þjóðfélaginu um ósjálfbærar launahækkanir í landinu. „Stundum er mikið svigrúm fyrir launahækkanir, stundum er lítið svigrúm fyrir launahækkanir. Það er alveg ljóst að það er ekkert svigrúm fyrir launahækkanir eins og staðan er í dag,“ segir Halldór Benjamín á fundinum. „Við verðum að verja þá kaupmáttaraukningu sem launafólk hefur fengið á síðustu árum, sem er á milli 20 og 30 prósent.“ Einnig sagði Halldór Benjamín að útflutningsfyrirtækin yrðu að vera leiðandi í verðmætasköpun og því hversu mikið svigrúm væri til launahækkana. Opinberir starfsmenn og kjararáð gætu ekki með nokkru móti verið leiðandi í launahækkunum í þessu landi. „Það var lítið sem gerðist á þessum fundi og ég mun boða aðila til fundar aftur innan tveggja vikna nema eitthvað sérstakt gerist í millitíðinni,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Mikið ber í milli í launadeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair. Deilan hefur verið send til ríkissáttasemjara og fundað hefur verið í deilunni þar. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir fyrsta fund hjá ríkissáttasemjara ekki hafa breytt miklu. Þar hafi aðilar helst verið að kynna sín sjónarmið og fara yfir málið í rólegheitum. Hann segir hugmyndir flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins um launahækkanir vera mjög mismunandi.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA„Við erum með ákveðnar kröfur og kynntum þær. SA eru hörð á því að bjóða okkur launahækkanir sem miða við SALEK-samkomulagið sem er löngu dautt. Við munum ekki sætta okkur við það,“ segir Óskar en það sé nú stutt liðið á þessa samningagerð og því gæti nú allt gerst enn þá. „Þetta var nú bara fyrsti fundur og við skulum sjá hvað setur. Við erum allavega ekki farnir að hugsa það að leggja niður störf strax.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir línu samtakanna alveg skýra. Á fundi samtaka atvinnulífsins á Akureyri í fyrradag talaði hann um að krafa væri uppi í þjóðfélaginu um ósjálfbærar launahækkanir í landinu. „Stundum er mikið svigrúm fyrir launahækkanir, stundum er lítið svigrúm fyrir launahækkanir. Það er alveg ljóst að það er ekkert svigrúm fyrir launahækkanir eins og staðan er í dag,“ segir Halldór Benjamín á fundinum. „Við verðum að verja þá kaupmáttaraukningu sem launafólk hefur fengið á síðustu árum, sem er á milli 20 og 30 prósent.“ Einnig sagði Halldór Benjamín að útflutningsfyrirtækin yrðu að vera leiðandi í verðmætasköpun og því hversu mikið svigrúm væri til launahækkana. Opinberir starfsmenn og kjararáð gætu ekki með nokkru móti verið leiðandi í launahækkunum í þessu landi. „Það var lítið sem gerðist á þessum fundi og ég mun boða aðila til fundar aftur innan tveggja vikna nema eitthvað sérstakt gerist í millitíðinni,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun