Verbúðalífið var bæði brjálað og dásamlegt Guðný Hrönn skrifar 25. september 2017 10:30 Í bókinni Hreistur fjallar Bubbi meðal annars um lífið og tilveruna í verbúðum . VÍSIR/ANTON BRINK „Í raun er ég búinn að vera að yrkja þessa bók í 40 ár. Ég er af seinustu kynslóð manna og kvenna sem ferðuðust um Ísland í margar aldir, úr verstöð í verstöð, til að vinna í fiski. Í dag er þessi heimur horfinn og margt fólk veit ekki að þetta hafi verið til. Og kannski er ég að reisa einhvers konar minnisvarða um þennan heim – um fólkið sem lifði þennan heim,“ segir Bubbi Morthens spurður út í ljóðabók sína Hreistur sem fjallar að miklu leyti um verbúðalífið. „Þessi ljóðabók inniheldur brot frá þessum tíma sem ég lifði sem farandverkamaður og sjómaður sem ferðaðist úr þorpi í þorp.“ Bubbi byrjaði ungur að vinna í fiski sem hafði mikil áhrif á hann. „Ég er líka að segja ákveðna þroskasögu. Ég er ekki nema 16 ára þegar ég er kominn vestur á firði, og er farinn að búa á verbúð innan um fullorðið fólk. Og þegar maður er 16 ára þá er maður bara lítill strákur, maður saknar mömmu og allt það. En maður er kominn inn í heim sem er mjög hrár og harður. Og ég lifi þessu lífi þangað til ég geri Ísbjarnarblús og gerist atvinnumaður í tónlist.“ Bubbi kveðst vera óendanlega þakklátur fyrir þessa upplifun þó að hún hafi verið krefjandi.„Ég væri ekki þar sem ég er í dag ef ég hefði ekki upplifað þetta. En ég meina, 16 ára krakkar eiga ekki að þurfa að horfa upp á nauðgun, 16 ára krakkar eiga ekki að þurfa að slást á böllum dauðadrukknir og allt þetta.“ „En þetta var partur af þessum heimi. Þegar maður er kominn upp á verbúð, þar sem 56 manneskjur eru saman komnar þá ægir öllu saman. Svo um helgar, ef það var ekki unnið, þá fór helmingurinn á glórulaust fyllerí. Þetta var bara brjálæði. En engu að síður var þetta dásamlegt og fallegt.“ Ungt fólk tengir við ljóðformiðBubbi segist hafa fengið góðar viðtökur við ljóðabókinni og fólk á öllum aldri hefur sýnt henni áhuga. „Ég var að spila á tónleikum í fyrradag og las upp úr bókinni á milli laga. Og fólk á aldrinum 20-30 ára var í meirihluta þeirra sem keyptu bókina, það finnst mér alveg geggjað.“ Spurður út í hvernig ljóðaupplesturinn og tónlistin fari saman á tónleikum segir Bubbi: „Þetta er bara eins og ástfangin maður og kona um nótt.“ Bubbi verður var við að ungt fólk eigi auðvelt við að tengja við ljóðformið. „Ég held að ljóð eigi greiðan aðgang að unga fólkinu í dag, vegna þess að það þekkir þetta knappa form sem einkennir ljóð. Þetta er eins og Twitter, Snapchat og Instagram, þetta eru allt gríðarlega knöpp form. Þú þarft í raun að samanþjappa löngu máli í nokkur orð. Og þetta þekkja þau vel.“ Bubbi er sjálfur virkur á samfélagsmiðlum og hefur öðlast nýjan aðdáendahóp í gegnum það form. „Margir af mínum fylgjendum á samfélagsmiðlum eru krakkar. Um daginn hitti ég ungt par sem var að kaupa af mér ljóðabókina. Og þau sögðu mér að þau hefðu byrjað að fylgja mér á Twitter og Snapchat og svo síðar uppgötvað að ég væri tónlistarmaður, það er alveg dásamlegt,“ segir hann og hlær. Bókmenntir Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Í raun er ég búinn að vera að yrkja þessa bók í 40 ár. Ég er af seinustu kynslóð manna og kvenna sem ferðuðust um Ísland í margar aldir, úr verstöð í verstöð, til að vinna í fiski. Í dag er þessi heimur horfinn og margt fólk veit ekki að þetta hafi verið til. Og kannski er ég að reisa einhvers konar minnisvarða um þennan heim – um fólkið sem lifði þennan heim,“ segir Bubbi Morthens spurður út í ljóðabók sína Hreistur sem fjallar að miklu leyti um verbúðalífið. „Þessi ljóðabók inniheldur brot frá þessum tíma sem ég lifði sem farandverkamaður og sjómaður sem ferðaðist úr þorpi í þorp.“ Bubbi byrjaði ungur að vinna í fiski sem hafði mikil áhrif á hann. „Ég er líka að segja ákveðna þroskasögu. Ég er ekki nema 16 ára þegar ég er kominn vestur á firði, og er farinn að búa á verbúð innan um fullorðið fólk. Og þegar maður er 16 ára þá er maður bara lítill strákur, maður saknar mömmu og allt það. En maður er kominn inn í heim sem er mjög hrár og harður. Og ég lifi þessu lífi þangað til ég geri Ísbjarnarblús og gerist atvinnumaður í tónlist.“ Bubbi kveðst vera óendanlega þakklátur fyrir þessa upplifun þó að hún hafi verið krefjandi.„Ég væri ekki þar sem ég er í dag ef ég hefði ekki upplifað þetta. En ég meina, 16 ára krakkar eiga ekki að þurfa að horfa upp á nauðgun, 16 ára krakkar eiga ekki að þurfa að slást á böllum dauðadrukknir og allt þetta.“ „En þetta var partur af þessum heimi. Þegar maður er kominn upp á verbúð, þar sem 56 manneskjur eru saman komnar þá ægir öllu saman. Svo um helgar, ef það var ekki unnið, þá fór helmingurinn á glórulaust fyllerí. Þetta var bara brjálæði. En engu að síður var þetta dásamlegt og fallegt.“ Ungt fólk tengir við ljóðformiðBubbi segist hafa fengið góðar viðtökur við ljóðabókinni og fólk á öllum aldri hefur sýnt henni áhuga. „Ég var að spila á tónleikum í fyrradag og las upp úr bókinni á milli laga. Og fólk á aldrinum 20-30 ára var í meirihluta þeirra sem keyptu bókina, það finnst mér alveg geggjað.“ Spurður út í hvernig ljóðaupplesturinn og tónlistin fari saman á tónleikum segir Bubbi: „Þetta er bara eins og ástfangin maður og kona um nótt.“ Bubbi verður var við að ungt fólk eigi auðvelt við að tengja við ljóðformið. „Ég held að ljóð eigi greiðan aðgang að unga fólkinu í dag, vegna þess að það þekkir þetta knappa form sem einkennir ljóð. Þetta er eins og Twitter, Snapchat og Instagram, þetta eru allt gríðarlega knöpp form. Þú þarft í raun að samanþjappa löngu máli í nokkur orð. Og þetta þekkja þau vel.“ Bubbi er sjálfur virkur á samfélagsmiðlum og hefur öðlast nýjan aðdáendahóp í gegnum það form. „Margir af mínum fylgjendum á samfélagsmiðlum eru krakkar. Um daginn hitti ég ungt par sem var að kaupa af mér ljóðabókina. Og þau sögðu mér að þau hefðu byrjað að fylgja mér á Twitter og Snapchat og svo síðar uppgötvað að ég væri tónlistarmaður, það er alveg dásamlegt,“ segir hann og hlær.
Bókmenntir Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira