Fjárfesta 200 milljónum í næstu hugmynd stofnenda Plain Vanilla Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. september 2017 06:45 Stofnendur Teatime eru þeir Jóhann Þorvaldur Bergþórsson, Þorsteinn B. Friðriksson, Ýmir Örn Finnbogason og Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson. Aðsend/Þorkell Þorkelsson Hópur fjárfesta hefur lagt íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Teatime til jafnvirði um 200 milljónir króna. Index Ventures, alþjóðlegur fjárfestingarsjóður, sem fjárfesti meðal annars í Facebook, Skype, Candy Crush og Clash of Clans, leiðir fjárfestinguna. Teatime, sem var stofnað í sumar af stofnendum og fyrrverandi lykilstarfsmönnum Plain Vanilla, hyggst þróa tölvuleiki fyrir farsíma sem tengja fólk saman í rauntíma á áður óþekktan hátt. Um er að ræða eina stærstu frumfjárfestingu í hugbúnaðarfyrirtæki hér á landi, en Teatime var aðeins formlega stofnað fyrir þremur mánuðum. „Það er ótrúlega gaman að vera kominn aftur af stað. Ég held að við séum með vöru sem hefur ótrúlega mikla möguleika,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnendanna, í samtali við Markaðinn. Guzman Diaz, yfirmaður leikjafjárfestinga Index Ventures, segir að í tækni Teatime felist tækifæri til þess að koma með algerlega nýja hugmynd á markað. Index Ventures leiðir fjárfestahópinn með um 75 milljónir króna en alls leggja fjárfestarnir til jafnvirði um 200 milljóna króna til stofnunar Teatime.Sjá einnig:Ris og fall Plain Vanilla Stofnendur Teatime eru þeir Þorsteinn Baldur, Ýmir Örn Finnbogason, Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson og Jóhann Þorvaldur Bergþórsson en allir voru þeir, eins og áður sagði, stjórnendur hjá Plain Vanilla sem gaf út QuizUp-spurningaleikinn vinsæla. Í fjárfestahópnum eru margir sömu fjárfestarnir og komu að Plain Vanilla og QuizUp. Þar má nefna David Wallerstein, forstjóra Tencent í Bandaríkjunum, sjöunda stærsta fyrirtækis heims miðað við markaðsvirði. Fyrirtækið á mörg stór tæknifyrirtæki í Kína og var jafnframt á meðal stærstu fjárfesta í leigubílaþjónustunni Uber og bílaframleiðandanum Tesla. Einnig eru á meðal fjárfesta Davíð Helgason, stofnandi Unity, og íslenski fjárfestingarsjóðurinn Investa auk annarra. Þorsteinn segir hlutina hafa gerst hratt í sumar. „Eftir að QuizUp var selt til Bandaríkjanna í byrjun þessa árs tók við kærkomið frí, en eftir nokkra mánuði fann maður að löngunin til þess að skapa eitthvað nýtt var orðin sterk. Það var svo í sumar sem fjórir af fyrrverandi stjórnendum Plain Vanilla hittust og úr varð ný hugmynd sem við urðum strax mjög spenntir fyrir. Við ákváðum því að stofna nýtt fyrirtæki og byrjuðum að bera hugmyndina undir ýmsa fjárfesta sem við þekktum og höfðu verið með okkur í Plain Vanilla. Móttökurnar voru vægast sagt góðar og ég er ótrúlega þakklátur fyrir þá trú sem fjárfestarnir hafa haft á hugmyndinni og það traust sem þeir sýna teyminu okkar.“ Það að safna svo miklu fjármagni strax við stofnun hjálpi þeim að vinna hraðar í átt að markmiðinu, sem sé að bylta því hvernig fólk spilar farsímaleiki. Aðspurður segir Þorsteinn næstu skref að stækka félagið og ráða hæfileikaríkt fólk til starfa. „Við erum komnir með fjármagn sem gerir okkur kleift að hraða þróuninni á fyrstu útgáfu Teatime. Við getum vonandi aðeins svipt hulunni af vörunni fyrir jól. Það er planið.“ Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Tengdar fréttir Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBC Plain Vanilla var stofnað árið 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni og kynnti snjallsímaleikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn naut ekki vinsælda en það gerði hins vegar næsta vara fyrirtækisins, spurningaleikurinn QuizUp. 31. ágúst 2016 15:00 Þorsteinn um yfirtökutilboðið í Plain Vanilla: „Missi ekki svefn yfir þeirri ákvörðun“ Stofnandi Plain Vanilla viðurkennir þó að hann myndi taka tilboðinu yrði honum boðið það í dag. 31. ágúst 2016 19:53 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hópur fjárfesta hefur lagt íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Teatime til jafnvirði um 200 milljónir króna. Index Ventures, alþjóðlegur fjárfestingarsjóður, sem fjárfesti meðal annars í Facebook, Skype, Candy Crush og Clash of Clans, leiðir fjárfestinguna. Teatime, sem var stofnað í sumar af stofnendum og fyrrverandi lykilstarfsmönnum Plain Vanilla, hyggst þróa tölvuleiki fyrir farsíma sem tengja fólk saman í rauntíma á áður óþekktan hátt. Um er að ræða eina stærstu frumfjárfestingu í hugbúnaðarfyrirtæki hér á landi, en Teatime var aðeins formlega stofnað fyrir þremur mánuðum. „Það er ótrúlega gaman að vera kominn aftur af stað. Ég held að við séum með vöru sem hefur ótrúlega mikla möguleika,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnendanna, í samtali við Markaðinn. Guzman Diaz, yfirmaður leikjafjárfestinga Index Ventures, segir að í tækni Teatime felist tækifæri til þess að koma með algerlega nýja hugmynd á markað. Index Ventures leiðir fjárfestahópinn með um 75 milljónir króna en alls leggja fjárfestarnir til jafnvirði um 200 milljóna króna til stofnunar Teatime.Sjá einnig:Ris og fall Plain Vanilla Stofnendur Teatime eru þeir Þorsteinn Baldur, Ýmir Örn Finnbogason, Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson og Jóhann Þorvaldur Bergþórsson en allir voru þeir, eins og áður sagði, stjórnendur hjá Plain Vanilla sem gaf út QuizUp-spurningaleikinn vinsæla. Í fjárfestahópnum eru margir sömu fjárfestarnir og komu að Plain Vanilla og QuizUp. Þar má nefna David Wallerstein, forstjóra Tencent í Bandaríkjunum, sjöunda stærsta fyrirtækis heims miðað við markaðsvirði. Fyrirtækið á mörg stór tæknifyrirtæki í Kína og var jafnframt á meðal stærstu fjárfesta í leigubílaþjónustunni Uber og bílaframleiðandanum Tesla. Einnig eru á meðal fjárfesta Davíð Helgason, stofnandi Unity, og íslenski fjárfestingarsjóðurinn Investa auk annarra. Þorsteinn segir hlutina hafa gerst hratt í sumar. „Eftir að QuizUp var selt til Bandaríkjanna í byrjun þessa árs tók við kærkomið frí, en eftir nokkra mánuði fann maður að löngunin til þess að skapa eitthvað nýtt var orðin sterk. Það var svo í sumar sem fjórir af fyrrverandi stjórnendum Plain Vanilla hittust og úr varð ný hugmynd sem við urðum strax mjög spenntir fyrir. Við ákváðum því að stofna nýtt fyrirtæki og byrjuðum að bera hugmyndina undir ýmsa fjárfesta sem við þekktum og höfðu verið með okkur í Plain Vanilla. Móttökurnar voru vægast sagt góðar og ég er ótrúlega þakklátur fyrir þá trú sem fjárfestarnir hafa haft á hugmyndinni og það traust sem þeir sýna teyminu okkar.“ Það að safna svo miklu fjármagni strax við stofnun hjálpi þeim að vinna hraðar í átt að markmiðinu, sem sé að bylta því hvernig fólk spilar farsímaleiki. Aðspurður segir Þorsteinn næstu skref að stækka félagið og ráða hæfileikaríkt fólk til starfa. „Við erum komnir með fjármagn sem gerir okkur kleift að hraða þróuninni á fyrstu útgáfu Teatime. Við getum vonandi aðeins svipt hulunni af vörunni fyrir jól. Það er planið.“ Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Tengdar fréttir Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBC Plain Vanilla var stofnað árið 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni og kynnti snjallsímaleikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn naut ekki vinsælda en það gerði hins vegar næsta vara fyrirtækisins, spurningaleikurinn QuizUp. 31. ágúst 2016 15:00 Þorsteinn um yfirtökutilboðið í Plain Vanilla: „Missi ekki svefn yfir þeirri ákvörðun“ Stofnandi Plain Vanilla viðurkennir þó að hann myndi taka tilboðinu yrði honum boðið það í dag. 31. ágúst 2016 19:53 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBC Plain Vanilla var stofnað árið 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni og kynnti snjallsímaleikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn naut ekki vinsælda en það gerði hins vegar næsta vara fyrirtækisins, spurningaleikurinn QuizUp. 31. ágúst 2016 15:00
Þorsteinn um yfirtökutilboðið í Plain Vanilla: „Missi ekki svefn yfir þeirri ákvörðun“ Stofnandi Plain Vanilla viðurkennir þó að hann myndi taka tilboðinu yrði honum boðið það í dag. 31. ágúst 2016 19:53