Abadi heitir því að ná tökum á Kúrdistan Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2017 14:00 Kúrdar fögnuðu á götum úti eftir kosninguna. Vísir/AFP Haider al-Abadi, forsætisráðherra Írak, hét því í dag að Írak myndi ná aftur stjórn á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í norðurhluta landsins. Þá fór hann fram á að ríkisstórn sjálfstjórnarsvæðisins, sem gengur undir nafninu Kúrdistan, hunsi alfarið niðurstöður atkvæðagreiðslu um sjálfstæði frá Írak, sem fram fór í vikunni. Abadi sagðist aldrei ætla að ræða þær niðurstöður við ríkisstjórn sjálfstjórnarsvæðisns. Leiðtogar Kúrda segja að niðurstaðan, 92 prósent sögðust vilja sjálfstæði, muni veita þeim sterkt umboð til að sækjast eftir sjálfstæði frá Írak og stofna loks eigið ríki.Yfirlit yfir yfirráðasvæði Kúrda í Írak.Vísir/GraphicNewsAtkvæðagreiðslan er mjög umdeild í Írak og þá sérstaklega hvað varðar stór og olíurík svæði sem Kúrdar hafa hertekið af vígamönnum Íslamska ríkisins. Sumarið 2014, þegar írakski herinn flúði undan stórsókn ISIS-liða komu Peshmerga-sveitir írakskra Kúrda í veg fyrir að sjálfstjórnarsvæði þeirra félli. Eftir að hafa látið undan um nokkuð skeið tókst Kúrdum að snúa vörn í sókn og í raun stækka yfirráðasvæði sitt. Þar á meðal er borgin Kirkuk, en á nærliggjandi svæðum má finna ríkar olíulindir, sem Kúrdar komu í veg fyrir að ISIS-liðar eignuðust. Nú vilja Kúrdar hins vegar eiga þær olíulindir og stjórnendur Írak eru ekki sáttir. Írakska þingið hefur beðið forsætisráðherrann að senda hermenn til Kirkuk, sem er undir stjórn Kúrda. „Stjórnvöld verða að koma olíulindunum við Kirkuk aftur undir stjórn olíuráðuneytisins,“ segir í ályktun þingsins samkvæmt frétt Reuters.Án ríkis í hundrað ár Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrk landi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli. Mið-Austurlönd Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Haider al-Abadi, forsætisráðherra Írak, hét því í dag að Írak myndi ná aftur stjórn á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í norðurhluta landsins. Þá fór hann fram á að ríkisstórn sjálfstjórnarsvæðisins, sem gengur undir nafninu Kúrdistan, hunsi alfarið niðurstöður atkvæðagreiðslu um sjálfstæði frá Írak, sem fram fór í vikunni. Abadi sagðist aldrei ætla að ræða þær niðurstöður við ríkisstjórn sjálfstjórnarsvæðisns. Leiðtogar Kúrda segja að niðurstaðan, 92 prósent sögðust vilja sjálfstæði, muni veita þeim sterkt umboð til að sækjast eftir sjálfstæði frá Írak og stofna loks eigið ríki.Yfirlit yfir yfirráðasvæði Kúrda í Írak.Vísir/GraphicNewsAtkvæðagreiðslan er mjög umdeild í Írak og þá sérstaklega hvað varðar stór og olíurík svæði sem Kúrdar hafa hertekið af vígamönnum Íslamska ríkisins. Sumarið 2014, þegar írakski herinn flúði undan stórsókn ISIS-liða komu Peshmerga-sveitir írakskra Kúrda í veg fyrir að sjálfstjórnarsvæði þeirra félli. Eftir að hafa látið undan um nokkuð skeið tókst Kúrdum að snúa vörn í sókn og í raun stækka yfirráðasvæði sitt. Þar á meðal er borgin Kirkuk, en á nærliggjandi svæðum má finna ríkar olíulindir, sem Kúrdar komu í veg fyrir að ISIS-liðar eignuðust. Nú vilja Kúrdar hins vegar eiga þær olíulindir og stjórnendur Írak eru ekki sáttir. Írakska þingið hefur beðið forsætisráðherrann að senda hermenn til Kirkuk, sem er undir stjórn Kúrda. „Stjórnvöld verða að koma olíulindunum við Kirkuk aftur undir stjórn olíuráðuneytisins,“ segir í ályktun þingsins samkvæmt frétt Reuters.Án ríkis í hundrað ár Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrk landi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli.
Mið-Austurlönd Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira