Óánægðir eigendur iPhone 8 segja símana hafa klofnað í sundur Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2017 23:47 Nýjustu símar tæknirisans Apple, iPhone 8 og iPhone X, voru kynntir til sögunnar þann 12. september síðastliðinn. Vísir/Getty Tveir viðskiptavinir tæknirisans Apple, sem fjárfestu nýlega í iPhone 8, segja síma sína hafa klofnað fyrirvaralaust í sundur. Apple hefur málið til rannsóknar. Annar viðskiptavinurinn sem um ræðir, tævönsk kona, segist hafa keypt eintak af iPhone 8 stuttu eftir að Apple setti símana á markað fyrr í þessum mánuði. Fimm dögum síðar hafi hún sett símann í hleðslu og hann hafi þá bólgnað upp og klofnað í sundur. Hinn viðskiptavinurinn, japanskur karlmaður, segir síma sinn hafa verið klofinn þegar hann var keyptur. Líklegast þykir að rafhlöður í báðum símunum hafi „bólgnað upp“ og valdið téðum sprungum en viðskiptavinirnir deildu báðir myndum af iPhone 8-símum sínum á Twitter, eins og sjá má hér fyrir neðan. iPhone8plus pic.twitter.com/eX3XprSzqv— まごころ (@Magokoro0511) September 24, 2017 iPhoneが昨日より膨らんでる。Apple、早く回収しにきて! pic.twitter.com/sRx6orgxi6— まごころ (@Magokoro0511) September 25, 2017 Apple, framleiðandi símanna, hefur enn ekki tjáð sig um málið að öðru leyti en að fyrirtækið hefði annan símanna til rannsóknar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tæknileg vandamál hafa skotið upp kollinum við útgáfu á nýjum vörum tæknirisa. Á síðasta ári stöðvaði helsti keppinautur Apple, Samsung, sölu á Galaxy Note 7 eftir að símarnir sprungu ítrekað við hleðslu. Tengdar fréttir Rafhlöðurnar ráða ekki við snjallsímana Kristján Leósson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag um rafhlöður í farsímum og hvað geri það að verkum að þær springi stundum fyrirvaralaust. 30. maí 2017 00:15 Í beinni: Apple kynnir iPhone X Tim Cook, forstjóri Apple, mun kynna nýjar vörur frá bandaríska tæknirisanum á sérstakri kynningu í höfuðstöðvum Apple. 12. september 2017 17:15 Apple rannsakar eintak af iPhone 7 sem sprakk Myndband af símanum gengur nú eins og eldur um sinu um netheima 24. febrúar 2017 22:38 Von á nýjum græjum frá Apple 12. september Bandaríski tæknirisinn Apple mun kynna nýjustu vörur sínar á sérstökum viðburði þann 12. september næstkomandi. Fastlega er gert ráð fyrir því að iPhone 8 muni líta dagsins ljós á kynningunni. 28. ágúst 2017 15:52 S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Samsung Galaxy S8 og Galaxy S8 Plus-snjallsímarnir seljast í bílförmum. 29. maí 2017 13:00 iPhone X mun þekkja andlit eiganda síns Apple kynnti nýjustu vörur sínar á viðburði í dag, þar á meðal iPhone X símann sem margir bíða með eftirvæntingu. 12. september 2017 21:19 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tveir viðskiptavinir tæknirisans Apple, sem fjárfestu nýlega í iPhone 8, segja síma sína hafa klofnað fyrirvaralaust í sundur. Apple hefur málið til rannsóknar. Annar viðskiptavinurinn sem um ræðir, tævönsk kona, segist hafa keypt eintak af iPhone 8 stuttu eftir að Apple setti símana á markað fyrr í þessum mánuði. Fimm dögum síðar hafi hún sett símann í hleðslu og hann hafi þá bólgnað upp og klofnað í sundur. Hinn viðskiptavinurinn, japanskur karlmaður, segir síma sinn hafa verið klofinn þegar hann var keyptur. Líklegast þykir að rafhlöður í báðum símunum hafi „bólgnað upp“ og valdið téðum sprungum en viðskiptavinirnir deildu báðir myndum af iPhone 8-símum sínum á Twitter, eins og sjá má hér fyrir neðan. iPhone8plus pic.twitter.com/eX3XprSzqv— まごころ (@Magokoro0511) September 24, 2017 iPhoneが昨日より膨らんでる。Apple、早く回収しにきて! pic.twitter.com/sRx6orgxi6— まごころ (@Magokoro0511) September 25, 2017 Apple, framleiðandi símanna, hefur enn ekki tjáð sig um málið að öðru leyti en að fyrirtækið hefði annan símanna til rannsóknar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tæknileg vandamál hafa skotið upp kollinum við útgáfu á nýjum vörum tæknirisa. Á síðasta ári stöðvaði helsti keppinautur Apple, Samsung, sölu á Galaxy Note 7 eftir að símarnir sprungu ítrekað við hleðslu.
Tengdar fréttir Rafhlöðurnar ráða ekki við snjallsímana Kristján Leósson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag um rafhlöður í farsímum og hvað geri það að verkum að þær springi stundum fyrirvaralaust. 30. maí 2017 00:15 Í beinni: Apple kynnir iPhone X Tim Cook, forstjóri Apple, mun kynna nýjar vörur frá bandaríska tæknirisanum á sérstakri kynningu í höfuðstöðvum Apple. 12. september 2017 17:15 Apple rannsakar eintak af iPhone 7 sem sprakk Myndband af símanum gengur nú eins og eldur um sinu um netheima 24. febrúar 2017 22:38 Von á nýjum græjum frá Apple 12. september Bandaríski tæknirisinn Apple mun kynna nýjustu vörur sínar á sérstökum viðburði þann 12. september næstkomandi. Fastlega er gert ráð fyrir því að iPhone 8 muni líta dagsins ljós á kynningunni. 28. ágúst 2017 15:52 S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Samsung Galaxy S8 og Galaxy S8 Plus-snjallsímarnir seljast í bílförmum. 29. maí 2017 13:00 iPhone X mun þekkja andlit eiganda síns Apple kynnti nýjustu vörur sínar á viðburði í dag, þar á meðal iPhone X símann sem margir bíða með eftirvæntingu. 12. september 2017 21:19 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Rafhlöðurnar ráða ekki við snjallsímana Kristján Leósson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag um rafhlöður í farsímum og hvað geri það að verkum að þær springi stundum fyrirvaralaust. 30. maí 2017 00:15
Í beinni: Apple kynnir iPhone X Tim Cook, forstjóri Apple, mun kynna nýjar vörur frá bandaríska tæknirisanum á sérstakri kynningu í höfuðstöðvum Apple. 12. september 2017 17:15
Apple rannsakar eintak af iPhone 7 sem sprakk Myndband af símanum gengur nú eins og eldur um sinu um netheima 24. febrúar 2017 22:38
Von á nýjum græjum frá Apple 12. september Bandaríski tæknirisinn Apple mun kynna nýjustu vörur sínar á sérstökum viðburði þann 12. september næstkomandi. Fastlega er gert ráð fyrir því að iPhone 8 muni líta dagsins ljós á kynningunni. 28. ágúst 2017 15:52
S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Samsung Galaxy S8 og Galaxy S8 Plus-snjallsímarnir seljast í bílförmum. 29. maí 2017 13:00
iPhone X mun þekkja andlit eiganda síns Apple kynnti nýjustu vörur sínar á viðburði í dag, þar á meðal iPhone X símann sem margir bíða með eftirvæntingu. 12. september 2017 21:19