Irma hefur sogað sjóinn frá ströndum Bahama-eyja Þórdís Valsdóttir skrifar 10. september 2017 10:15 Bahama-eyjar slapp betur en við var búist frá fellibylnum Irmu. Magnað veðurfyrirbæri olli því að sjórinn hefur sogast frá ströndum eyjanna en búist er við því að strandirnar verði komnar í rétt horf síðar í dag. Vísir/AFP Fellibylurinn Irma sem gekk yfir eyjar í Karíbahafi á föstudag og stefnir nú í átt að Flórídaskaga sogaði sjóinn frá ströndum Bahama eyja. Fjölmargir hafa deilt myndböndum af ströndum Bahama-eyja þar sem sjá má að sjórinn virðist á bak og burt. Angela Fritz, veðurfræðingur Washington Post, segir í grein sinni að þetta sé sjaldgæft fyrirbæri.„Suma hluti læra veðurfræðingar einungis í skólabókum og fá aldrei að sjá með eigin augum. Í raun er engin leið að vita hvenær svona hlutir gerast, en líkurnar á því að sjá hin stórfurðulegustu veðurfyrirbæri eru litlar sem engar. Þetta er einn af þessum hlutum, fellibylur sem er nógu kröftugur til að breyta lögun hafsins.“ Fritz segir að ástæða fyrirbærisins vera þá fellibylurinn Irma er svo kraftmikill, og þrýstingurinn svo lágur, að allt vatn í kringum fellibylinn sogast inn í auga hans. „Sjórinn mun þó skila sér aftur, líklega ekki af miklum krafti. Að öllum líkindum verður sjórinn eins og áður á sunnudags eftirmiðdag.“ Twitter notandinnn @Kaydi_K birti myndband frá Long Island á Bahamaeyjum þar sem sjá má þurran hafsbotninn. „Ég trúi þessu ekki, þetta er Long Island, Bahamas og sjórinn er horfinn! Eins langt og augað eygir,“ skrifaði hún við myndbandið sem sjá má hér að neðan. Irma fór yfir Bahamaeyjar á föstudag. Engin dauðsföll urðu vegna fellibylsins á eyjunum og engar meiriháttar skemmdir urðu á innviðum eyjanna.I am in disbelief right now... This is Long Island, Bahamas and the ocean water is missing!!! That's as far as they see #HurricaneIrma wtf pic.twitter.com/AhPAonjO6s— #ForeverFlourish (@Kaydi_K) September 9, 2017 Bahamaeyjar Fellibylurinn Irma Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Fellibylurinn Irma sem gekk yfir eyjar í Karíbahafi á föstudag og stefnir nú í átt að Flórídaskaga sogaði sjóinn frá ströndum Bahama eyja. Fjölmargir hafa deilt myndböndum af ströndum Bahama-eyja þar sem sjá má að sjórinn virðist á bak og burt. Angela Fritz, veðurfræðingur Washington Post, segir í grein sinni að þetta sé sjaldgæft fyrirbæri.„Suma hluti læra veðurfræðingar einungis í skólabókum og fá aldrei að sjá með eigin augum. Í raun er engin leið að vita hvenær svona hlutir gerast, en líkurnar á því að sjá hin stórfurðulegustu veðurfyrirbæri eru litlar sem engar. Þetta er einn af þessum hlutum, fellibylur sem er nógu kröftugur til að breyta lögun hafsins.“ Fritz segir að ástæða fyrirbærisins vera þá fellibylurinn Irma er svo kraftmikill, og þrýstingurinn svo lágur, að allt vatn í kringum fellibylinn sogast inn í auga hans. „Sjórinn mun þó skila sér aftur, líklega ekki af miklum krafti. Að öllum líkindum verður sjórinn eins og áður á sunnudags eftirmiðdag.“ Twitter notandinnn @Kaydi_K birti myndband frá Long Island á Bahamaeyjum þar sem sjá má þurran hafsbotninn. „Ég trúi þessu ekki, þetta er Long Island, Bahamas og sjórinn er horfinn! Eins langt og augað eygir,“ skrifaði hún við myndbandið sem sjá má hér að neðan. Irma fór yfir Bahamaeyjar á föstudag. Engin dauðsföll urðu vegna fellibylsins á eyjunum og engar meiriháttar skemmdir urðu á innviðum eyjanna.I am in disbelief right now... This is Long Island, Bahamas and the ocean water is missing!!! That's as far as they see #HurricaneIrma wtf pic.twitter.com/AhPAonjO6s— #ForeverFlourish (@Kaydi_K) September 9, 2017
Bahamaeyjar Fellibylurinn Irma Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira