Aldrei hafa fleiri farið um Keflavíkurflugvöll Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2017 08:47 Það hefur verið margt um manninn í Leifsstöð að undanförnu. Vísir/Eyþór Farþegar á Keflavíkurflugvelli á fyrst átta mánuðum ársins voru 5.954.761. Það er 32,4 prósent aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia en þar segir enn fremur að gert sé ráð fyrir að heildarfjöldi farþega verði á bilinu 8,7-8,8 milljónir árið 2017 sem yrði um 28 prósent aukning frá fyrra ári. „Skipting farþega er í samræmi við spár en um þriðjungur farþega flugvallarins eru tengifarþegar en aðrir farþegar skiptast í komu og brottfararfarþega. Eins og undanfarin ár var sumarið annasamasti tíminn, en sumarið (júní – ágúst) var það stærsta á flugvellinum hingað til. Í fyrsta sinn í sögunni fóru yfir ein milljón farþega í gegnum flugvöllinn á einum mánuði og gerðist það í júlí og aftur í ágúst. Stærsti dagur sumarsins var 6. ágúst þegar 40.147 farþegar fóru í gegnum flugvöllinn, en það er 19% fleiri farþegar en á stærsta deginum í fyrra sumar. Heilt yfir gekk umferð um flugvöllinn mjög vel í sumar og hafa þær afkastaaukandi framkvæmdir sem ráðist hefur verið í síðastliðin misseri skilað árangri. Biðtími í öryggisleit á flugvellinum var undir 5 mínútum hjá 88% farþega í ágústmánuði þrátt fyrir sögulegan fjölda farþega. Þá voru flug almennt oftar á réttum tíma miðað við sama tímabil í fyrra. Í sumar ákvað Isavia í samráði við Icelandair, Primera og Wow air að bjóða uppá innritun frá 12 á miðnætti fyrir þá sem áttu bókað morgunflug. Nokkur fjöldi farþega nýtti sér þessa auknu þjónustu sem skilaði dreifðara álagi í innritun og öryggisleit. Vetraráætlun Keflavíkurflugvallar er orðin opinber, en á tímabilinu nóvember til mars 2018 er gert ráð fyrir um 830 þúsund auka sætum í boði frá sama tímabili í fyrra, eða um 27% aukning. Heildar framboð flugsæta verður um 3,8 milljónir í vetur en var um 3 milljónir síðastliðinn vetur. Alls verða það 15 flugfélög sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli í vetur til 69 áfangastaða,“ segir í tilkynningunni. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Farþegar á Keflavíkurflugvelli á fyrst átta mánuðum ársins voru 5.954.761. Það er 32,4 prósent aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia en þar segir enn fremur að gert sé ráð fyrir að heildarfjöldi farþega verði á bilinu 8,7-8,8 milljónir árið 2017 sem yrði um 28 prósent aukning frá fyrra ári. „Skipting farþega er í samræmi við spár en um þriðjungur farþega flugvallarins eru tengifarþegar en aðrir farþegar skiptast í komu og brottfararfarþega. Eins og undanfarin ár var sumarið annasamasti tíminn, en sumarið (júní – ágúst) var það stærsta á flugvellinum hingað til. Í fyrsta sinn í sögunni fóru yfir ein milljón farþega í gegnum flugvöllinn á einum mánuði og gerðist það í júlí og aftur í ágúst. Stærsti dagur sumarsins var 6. ágúst þegar 40.147 farþegar fóru í gegnum flugvöllinn, en það er 19% fleiri farþegar en á stærsta deginum í fyrra sumar. Heilt yfir gekk umferð um flugvöllinn mjög vel í sumar og hafa þær afkastaaukandi framkvæmdir sem ráðist hefur verið í síðastliðin misseri skilað árangri. Biðtími í öryggisleit á flugvellinum var undir 5 mínútum hjá 88% farþega í ágústmánuði þrátt fyrir sögulegan fjölda farþega. Þá voru flug almennt oftar á réttum tíma miðað við sama tímabil í fyrra. Í sumar ákvað Isavia í samráði við Icelandair, Primera og Wow air að bjóða uppá innritun frá 12 á miðnætti fyrir þá sem áttu bókað morgunflug. Nokkur fjöldi farþega nýtti sér þessa auknu þjónustu sem skilaði dreifðara álagi í innritun og öryggisleit. Vetraráætlun Keflavíkurflugvallar er orðin opinber, en á tímabilinu nóvember til mars 2018 er gert ráð fyrir um 830 þúsund auka sætum í boði frá sama tímabili í fyrra, eða um 27% aukning. Heildar framboð flugsæta verður um 3,8 milljónir í vetur en var um 3 milljónir síðastliðinn vetur. Alls verða það 15 flugfélög sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli í vetur til 69 áfangastaða,“ segir í tilkynningunni.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira