Auka við hjálparstarf í Karíbahafi eftir að hafa sætt gagnrýni fyrir að gera ekki nóg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. september 2017 23:40 Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, ræðir við litla stúlku á eyjunni Sankti Martin í Karíbahafi. vísir/getty Leiðtogar Evrópuríkjanna sem ráða yfir fjölda eyja í Karíbahafi sem urðu illa úti í fellibylnum Irmu eru nú á leið til eyjanna eða eru þegar komnir. Þeir heita að auka við hjálparstarf á eyjunum en það loforð kemur í kjölfarið á gagnrýni sem þeir hafa sætt fyrir að bregðast seint og illa við náttúruhamförunum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kom á svæðið í dag og heimsækir frönsku eyjarnar í Karíbahafi en á eyjunum Sankti Barts og Sankti Martin týndu alls tíu manns lífi í fellibylnum. Macron sagði að verulega yrði bætt í hjálparstarf og björgunaraðgerðir. Fellibylurinn Irma væri fordæmalaus og þá hefði annar fellibylur, Jose, sem kom strax í kjölfarið, hamlað hjálparstarfi. Macron hét því að sveigja reglur og verkferla ef þess þyrfti til þess að byggja eyjarnar upp á ný. Bresk yfirvöld hafa jafnframt verið gagnrýnd vegna viðbragða sinna við Irmu en alls létust níu manns á breskum yfirráðasvæðum í Karíbahafinu. Von er á Boris Johnson, utanríkisráðherra, á svæðið síðar í vikunni. Þá hefur hollenski konungurinn, Willem Alexander, heimsótt hollensk yfirráðasvæði í dag. „Ég hef séð afleiðingar stríðsátaka og náttúruhamfara áður en ég hef aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Það er sama hvert litið er, eyðileggingin blasir alls staðar við,“ sagði hollenski konungurinn við blaðamenn í dag. Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Milljónir flúðu áður en Irma skall á Fjórða stigs fellibylur skall á Flórída í Bandaríkjunum í gær eftir að hafa farið yfir Karíbahaf. Íbúi í Tampa segir við Fréttablaðið að fólk sitji fast því ekki sé hægt að fá bensín í ríkinu. 11. september 2017 06:00 Þessar eyjur hafa orðið á vegi fellibylsins Irmu Fellibylurinn hefur valið mikilli eyðileggingu og þegar kostað tíu mannslíf hið minnsta. 7. september 2017 12:49 Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Ráðamenn vestanhafs þráskallast enn við að trúa vísindamönnum sem vara þá við að hnattræn hlýnun geti gefið fellibyljum aukinn kraft. 12. september 2017 17:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Sjá meira
Leiðtogar Evrópuríkjanna sem ráða yfir fjölda eyja í Karíbahafi sem urðu illa úti í fellibylnum Irmu eru nú á leið til eyjanna eða eru þegar komnir. Þeir heita að auka við hjálparstarf á eyjunum en það loforð kemur í kjölfarið á gagnrýni sem þeir hafa sætt fyrir að bregðast seint og illa við náttúruhamförunum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kom á svæðið í dag og heimsækir frönsku eyjarnar í Karíbahafi en á eyjunum Sankti Barts og Sankti Martin týndu alls tíu manns lífi í fellibylnum. Macron sagði að verulega yrði bætt í hjálparstarf og björgunaraðgerðir. Fellibylurinn Irma væri fordæmalaus og þá hefði annar fellibylur, Jose, sem kom strax í kjölfarið, hamlað hjálparstarfi. Macron hét því að sveigja reglur og verkferla ef þess þyrfti til þess að byggja eyjarnar upp á ný. Bresk yfirvöld hafa jafnframt verið gagnrýnd vegna viðbragða sinna við Irmu en alls létust níu manns á breskum yfirráðasvæðum í Karíbahafinu. Von er á Boris Johnson, utanríkisráðherra, á svæðið síðar í vikunni. Þá hefur hollenski konungurinn, Willem Alexander, heimsótt hollensk yfirráðasvæði í dag. „Ég hef séð afleiðingar stríðsátaka og náttúruhamfara áður en ég hef aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Það er sama hvert litið er, eyðileggingin blasir alls staðar við,“ sagði hollenski konungurinn við blaðamenn í dag.
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Milljónir flúðu áður en Irma skall á Fjórða stigs fellibylur skall á Flórída í Bandaríkjunum í gær eftir að hafa farið yfir Karíbahaf. Íbúi í Tampa segir við Fréttablaðið að fólk sitji fast því ekki sé hægt að fá bensín í ríkinu. 11. september 2017 06:00 Þessar eyjur hafa orðið á vegi fellibylsins Irmu Fellibylurinn hefur valið mikilli eyðileggingu og þegar kostað tíu mannslíf hið minnsta. 7. september 2017 12:49 Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Ráðamenn vestanhafs þráskallast enn við að trúa vísindamönnum sem vara þá við að hnattræn hlýnun geti gefið fellibyljum aukinn kraft. 12. september 2017 17:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Sjá meira
Milljónir flúðu áður en Irma skall á Fjórða stigs fellibylur skall á Flórída í Bandaríkjunum í gær eftir að hafa farið yfir Karíbahaf. Íbúi í Tampa segir við Fréttablaðið að fólk sitji fast því ekki sé hægt að fá bensín í ríkinu. 11. september 2017 06:00
Þessar eyjur hafa orðið á vegi fellibylsins Irmu Fellibylurinn hefur valið mikilli eyðileggingu og þegar kostað tíu mannslíf hið minnsta. 7. september 2017 12:49
Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Ráðamenn vestanhafs þráskallast enn við að trúa vísindamönnum sem vara þá við að hnattræn hlýnun geti gefið fellibyljum aukinn kraft. 12. september 2017 17:00