Ætlað að ráða Kim Jong-un af dögum Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2017 14:15 Hermenn á æfingu í Suður-Kóreu. Vísir/AFP Yfirvöld Suður-Kóreu ætla að stofna herdeild með það markmið að ráða Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og aðra leiðtoga ríkisins af dögum. Áætluð stofnun herdeildarinnar er sögð vera skilaboð til leiðtoga Norður-Kóreu en deildin hefur fengið viðurnefnið „afhöfðunardeild“. Til stendur að stofna hana áður en þessu ári lýkur.Embættismenn sögðu New York Times að herdeildin gæti gert árásir yfir landamæri ríkjanna í skjóli myrkurs með sérstökum þyrlum og flugvélum. Allt á milli tvö og fjögur þúsund hermenn munu vera í deildinni.„Besti fælingarmáttur okkar, fyrir utan eigin kjarnorkuvopn, felst í því að láta Kim Jong-un óttast um líf sitt,“ sagði hershöfðinginn Shin Won-sik. Hann sagði einnig að Suður-Kórea ætti nóg af eldflaugum grandað gætu neðanjarðarbyrgjum Norður-Kóreu og öðrum felustöðum Kim Jong-un. Flugher Suður-Kóreu gerði í dag tilraunir með Taurus-eldflaug sem ætluð er til þess að gera nákvæmar árásir á mikilvæg skotmörk í Norður-Kóreu. Til stendur að koma 170 slíkum flaugum fyrir í Suður-Kóreu. Shin Won-sik sagði tilganginn vera að byggja upp þá ógn sem stafar af kjarnorkuvopnum, en án kjarnorkuvopna. „Í miðaldaríki eins og Norður-Kóreu er líf Kim Jong-un virði hundruð þúsunda venjulegs fólks sem væri ógnað með beitingu kjarnorkuvopna.“Yfirlit yfir hernaðargetu Norður-Kóreu.Vísir/GraphicNewsFyrri tilraun algerlega misheppnuð Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar hugmyndir eru settar í framkvæmd í Suður-Kóreu. Í kjölfar þess að sérsveitarmenn frá Norður-Kóreu reyndu að gera árás á forsetahöll Suður-Kóreu á sjöunda áratug síðustu aldar, reyndu yfirvöld í suðri að þjálfa fanga til þess að laumast inn í Norður-Kóreu og ráða Kim Il-sung af dögum. Þegar hætt var við verkefnið brugðust fangarnir reiðir við og drápu þjálfara sína. Þá hófu þeir skothríð í Seoul og sprengdu sig svo í loft upp í höfuðborginni.Óttast aðgerðaleysi Bandaríkjanna Það þykir ekki algengt að þjóðríki tilkynni áætlanir sínar um að ráða þjóðarleiðtoga af dögum en líklegt þykir að tilkynningu Suður-Kóreu sé ætlað að auka þrýstingin á yfirvöld nágranna þeirra og jafnvel fá þá að samningaborðinu.Eftir tilraunir Norður-Kóreu með langdrægar eldflaugar sem gætu mögulega borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna óttast Suður-Kóreumenn að Bandaríkin myndu ekki koma þeim til aðstoðar ef til stríðs á milli ríkjanna kæmi, vegna þeirrar ógnar að Norður-Kórea gæti skotið kjarnorkuvopnum til Bandaríkjanna. EF til stríðs kæmi gæti Norður-Kórea beitt hefðbundnu stórskotaliði til að valda gífurlegu tjóni í Suður-Kóreu og í höfuðborginni Seoul, þar sem 25 milljónir manna búa, á mjög skömmum tíma. Mögulega gæti efnavopnum verið skotið á Seoul með því stórskotaliði. Þar að auki eru Norður-Kóreumenn með fjölda eldflauga sem skotið yrði að herstöðvum í Suður-Kóreu og Japan. Norður-Kórea Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Sjá meira
Yfirvöld Suður-Kóreu ætla að stofna herdeild með það markmið að ráða Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og aðra leiðtoga ríkisins af dögum. Áætluð stofnun herdeildarinnar er sögð vera skilaboð til leiðtoga Norður-Kóreu en deildin hefur fengið viðurnefnið „afhöfðunardeild“. Til stendur að stofna hana áður en þessu ári lýkur.Embættismenn sögðu New York Times að herdeildin gæti gert árásir yfir landamæri ríkjanna í skjóli myrkurs með sérstökum þyrlum og flugvélum. Allt á milli tvö og fjögur þúsund hermenn munu vera í deildinni.„Besti fælingarmáttur okkar, fyrir utan eigin kjarnorkuvopn, felst í því að láta Kim Jong-un óttast um líf sitt,“ sagði hershöfðinginn Shin Won-sik. Hann sagði einnig að Suður-Kórea ætti nóg af eldflaugum grandað gætu neðanjarðarbyrgjum Norður-Kóreu og öðrum felustöðum Kim Jong-un. Flugher Suður-Kóreu gerði í dag tilraunir með Taurus-eldflaug sem ætluð er til þess að gera nákvæmar árásir á mikilvæg skotmörk í Norður-Kóreu. Til stendur að koma 170 slíkum flaugum fyrir í Suður-Kóreu. Shin Won-sik sagði tilganginn vera að byggja upp þá ógn sem stafar af kjarnorkuvopnum, en án kjarnorkuvopna. „Í miðaldaríki eins og Norður-Kóreu er líf Kim Jong-un virði hundruð þúsunda venjulegs fólks sem væri ógnað með beitingu kjarnorkuvopna.“Yfirlit yfir hernaðargetu Norður-Kóreu.Vísir/GraphicNewsFyrri tilraun algerlega misheppnuð Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar hugmyndir eru settar í framkvæmd í Suður-Kóreu. Í kjölfar þess að sérsveitarmenn frá Norður-Kóreu reyndu að gera árás á forsetahöll Suður-Kóreu á sjöunda áratug síðustu aldar, reyndu yfirvöld í suðri að þjálfa fanga til þess að laumast inn í Norður-Kóreu og ráða Kim Il-sung af dögum. Þegar hætt var við verkefnið brugðust fangarnir reiðir við og drápu þjálfara sína. Þá hófu þeir skothríð í Seoul og sprengdu sig svo í loft upp í höfuðborginni.Óttast aðgerðaleysi Bandaríkjanna Það þykir ekki algengt að þjóðríki tilkynni áætlanir sínar um að ráða þjóðarleiðtoga af dögum en líklegt þykir að tilkynningu Suður-Kóreu sé ætlað að auka þrýstingin á yfirvöld nágranna þeirra og jafnvel fá þá að samningaborðinu.Eftir tilraunir Norður-Kóreu með langdrægar eldflaugar sem gætu mögulega borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna óttast Suður-Kóreumenn að Bandaríkin myndu ekki koma þeim til aðstoðar ef til stríðs á milli ríkjanna kæmi, vegna þeirrar ógnar að Norður-Kórea gæti skotið kjarnorkuvopnum til Bandaríkjanna. EF til stríðs kæmi gæti Norður-Kórea beitt hefðbundnu stórskotaliði til að valda gífurlegu tjóni í Suður-Kóreu og í höfuðborginni Seoul, þar sem 25 milljónir manna búa, á mjög skömmum tíma. Mögulega gæti efnavopnum verið skotið á Seoul með því stórskotaliði. Þar að auki eru Norður-Kóreumenn með fjölda eldflauga sem skotið yrði að herstöðvum í Suður-Kóreu og Japan.
Norður-Kórea Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Sjá meira